< Psalms 12 >

1 For the Leader; on the Sheminith. A Psalm of David. Help, LORD; for the godly man ceaseth; for the faithful fail from among the children of men.
Drottinn! Hjálpa þú! Hinum trúuðu fækkar óðum. Hvar eru þeir sem hægt er að treysta?
2 They speak falsehood every one with his neighbour; with flattering lip, and with a double heart, do they speak.
Allir ljúga og iðka svik og pretti, en einlægnin virðist fokin út í veður og vind.
3 May the LORD cut off all flattering lips, the tongue that speaketh proud things!
En Drottinn mun ekki fara mjúkum höndum um þá sem iðka ranglæti.
4 Who have said: 'Our tongue will we make mighty; our lips are with us: who is lord over us?'
Hann mun útrýma þessum lygurum sem segja: „Við skulum ljúga til um áform okkar, enda ráðum við sjálfir hvað við segjum!“
5 'For the oppression of the poor, for the sighing of the needy, now will I arise', saith the LORD; 'I will set him in safety at whom they puff.'
Þessu svarar Drottinn: „Ég mun rísa upp og verja þá kúguðu, fátæku og hrjáðu. Ég mun frelsa þá samkvæmt bænum þeirra.“
6 The words of the LORD are pure words, as silver tried in a crucible on the earth, refined seven times.
Loforð Drottins eru áreiðanleg. Hvert orð á vörum hans er satt og rétt eins og marghreinsað skíragull.
7 Thou wilt keep them, O LORD; Thou wilt preserve us from this generation for ever.
Drottinn, við vitum að þú munt varðveita þitt fólk frá verkum illra manna,
8 The wicked walk on every side, when vileness is exalted among the sons of men.
þó svo þeir vaði alls staðar uppi og njóti heiðurs í landinu.

< Psalms 12 >