< Psalms 33 >

1 Rejoice in the Lord, O ye righteous: for it becommeth vpright men to be thankefull.
Gleðjist og fagnið fyrir Drottni, þið hans trúuðu, því að lofsöngur hæfir réttlátum!
2 Prayse the Lord with harpe: sing vnto him with viole and instrument of ten strings.
Leikið af þrótti á alls konar hljóðfæri og lofið Drottin.
3 Sing vnto him a newe song: sing cheerefully with a loude voyce.
Lofsyngið honum með nýjum söngvum. Sláið strengina ákaft og hrópið fagnaðaróp!
4 For the word of the Lord is righteous, and all his workes are faithfull.
Því að orð Drottins er áreiðanlegt – því má treysta. Öll hans verk eru í trúfesti gjörð.
5 He loueth righteousnesse and iudgement: the earth is full of the goodnesse of the Lord.
Hann elskar allt sem rétt er og gott, kærleikur hans umvefur heiminn.
6 By the worde of the Lord were the heauens made, and all the hoste of them by the breath of his mouth.
Það var orð Drottins sem skapaði himininn og alla hans stjörnumergð.
7 He gathereth the waters of the sea together as vpon an heape, and layeth vp the depths in his treasures.
Og höfunum safnaði hann saman og bjó þeim sinn rétta stað.
8 Let all the earth feare the Lord: let al them that dwell in the world, feare him.
Allir heimsbúar – bæði háir og lágir – óttist Drottin, og nálgist hann með lotningu.
9 For he spake, and it was done: he commanded, and it stood.
Því að hann talaði og þá stóð heimurinn þar! Orð hans hljómaði og veröldin varð til!
10 The Lord breaketh the counsell of the heathen, and bringeth to nought the deuices of the people.
Drottinn ónýtir áform þjóða sem gegn honum rísa
11 The counsell of the Lord shall stand for euer, and the thoughts of his heart throughout all ages.
en fyrirætlanir hans standa að eilífu, frá kynslóð til kynslóðar.
12 Blessed is that nation, whose God is the Lord: euen the people that he hath chosen for his inheritance.
Sæl er sú þjóð sem á Drottin að Guði, það fólk sem hann hefur kosið eignarlýð sinn.
13 The Lord looketh downe from heauen, and beholdeth all the children of men.
Drottinn lítur niður af himni,
14 From the habitation of his dwelling he beholdeth all them that dwell in the earth.
horfir á mannanna börn.
15 He facioneth their hearts euery one, and vnderstandeth all their workes.
Hann hefur myndað hjörtu þeirra og gefur gætur að öllum athöfnum þeirra.
16 The King is not saued by the multitude of an hoste, neither is the mightie man deliuered by great strength.
Velbúinn her tryggir konungi ekki sigur og ofurafl eitt stoðar lítið.
17 A horse is a vaine helpe, and shall not deliuer any by his great strength.
Stríðshestur er ekki til að reiða sig á, styrkur hans einn frelsar engan.
18 Beholde, the eye of the Lord is vpon them that feare him, and vpon them, that trust in his mercie,
En, – augu Drottins vaka yfir þeim sem óttast hann, þeim sem reiða sig á elsku hans.
19 To deliuer their soules from death, and to preserue them in famine.
Hann frelsar þá frá dauða, varðveitir líf þeirra á neyðarstund.
20 Our soule waiteth for the Lord: for he is our helpe and our shielde.
Ég hef sett traust mitt á Drottin. Enginn getur hjálpað nema hann, hann er skjöldur og vígi!
21 Surely our heart shall reioyce in him, because we trusted in his holy Name.
Hans vegna gleðjumst við og fögnum. Hans heilaga nafni treystum við.
22 Let thy mercie, O Lord, be vpon vs, as we trust in thee.
Miskunn þín Drottinn umvefji okkur. Við vonum á þig.

< Psalms 33 >