< Psalms 144 >
1 A Psalme of David. Blessed be the Lord my strength, which teacheth mine hands to fight, and my fingers to battell.
Lofaður sé Drottinn! Hann er bjargið sem líf mitt er byggt á! Hann gefur mér kraft og leikni í bardaga.
2 He is my goodnes and my fortresse, my towre and my deliuerer, my shield, and in him I trust, which subdueth my people vnder me.
Hann er miskunn mín. Hann er vígi mitt, borg mín og hjálpari, skjöldur minn og athvarf. Hann leggur þjóðir undir mig.
3 Lord, what is man that thou regardest him! or the sonne of man that thou thinkest vpon him!
Drottinn, hvers virði er maðurinn að þú ómakir þig og minnist hans? Hvers vegna skyldir þú yfirleitt skipta þér af fólki?
4 Man is like to vanitie: his dayes are like a shadow, that vanisheth.
Því að maðurinn er eins og vindblær, dagar hans eins og hverfandi skuggi.
5 Bow thine heauens, O Lord, and come downe: touch the mountaines and they shall smoke.
Drottinn, sveigðu himininn og stígðu niður! Þegar þú tyllir þér á fjöllin þá rýkur úr þeim.
6 Cast forth the lightning and scatter them: shoote out thine arrowes, and consume them.
Láttu eldingar leiftra, – skjóttu örvum þínum og tvístraðu óvinunum!
7 Send thine hand from aboue: deliuer me, and take me out of the great waters, and from the hand of strangers,
Réttu hönd þína niður og frelsaðu mig, dragðu mig upp úr hinum djúpu vötnum, undan ofurvaldi óvinanna.
8 Whose mouth talketh vanitie, and their right hand is a right hand of falsehood.
Munnur þeirra er fullur af svikum og með hægri hönd sinni innsigla þeir lygi.
9 I wil sing a new song vnto thee, O God, and sing vnto thee vpon a viole, and an instrument of ten strings.
Ég vil syngja þér nýjan söng, ó Guð, og leika undir á tístrengjaða hörpu,
10 It is he that giueth deliuerance vnto Kings, and rescueth Dauid his seruant from the hurtfull sworde.
því að þú veitir konungum okkar sigur. Þú frelsar þjón þinn Davíð undan sverði dauðans.
11 Rescue me, and deliuer me from the hand of strangers, whose mouth talketh vanitie, and their right hand is a right hand of falshood:
Bjargaðu mér! Frelsaðu mig undan óvinum þessum, þeir bæði ljúga og svíkja.
12 That our sonnes may be as the plantes growing vp in their youth, and our daughters as the corner stones, grauen after the similitude of a palace:
Nú vil ég lýsa landinu þar sem Drottinn er Guð – hamingjulandinu!
13 That our corners may be full, and abounding with diuers sorts, and that our sheepe may bring forth thousands and ten thousand in our streetes:
Þar eru synirnir hraustir og stæltir eins og þróttmikil tré. Dæturnar fagrar og prúðar eins og úthöggnar hallarsúlur.
14 That our oxen may be strong to labour: that there be none inuasion, nor going out, nor no crying in our streetes.
Hlöðurnar fullar af alls konar afurðum. Hjarðir þúsunda sauða liðast um hagana. Uxarnir eru klyfjaðir og ekkert skarð í múrnum.
15 Blessed are the people, that be so, yea, blessed are the people, whose God is the Lord.
Friður hvert sem litið er, enginn maður í útlegð og glæpir horfnir af strætunum. Já, sæl er sú þjóð sem á Drottin að Guði.