< Luke 2 >

1 And it came to passe in those dayes, that there came a decree from Augustus Cesar, that all the world should be taxed.
Um þetta leyti fyrirskipaði rómverski keisarinn, Ágústus, að manntal skyldi tekið um allt Rómaveldi.
2 (This first taxing was made when Cyrenius was gouernour of Syria.)
Þetta fyrsta manntal var gert þegar Kýreníus var landstjóri á Sýrlandi.
3 Therefore went all to be taxed, euery man to his owne Citie.
Þess vegna urðu allir að fara til ættborgar sinnar og láta skrá sig þar.
4 And Ioseph also went vp from Galile out of a citie called Nazareth, into Iudea, vnto the citie of Dauid, which is called Beth-leem (because he was of the house and linage of Dauid, )
Þar sem Jósef var af ætt Davíðs konungs, varð hann að fara frá heimabæ sínum, Nasaret í Galíleu, til Betlehem í Júdeu, hinnar fornu borgar Davíðs,
5 To bee taxed with Marie that was giuen him to wife, which was with childe.
ásamt Maríu unnustu sinni sem þá var að því komin að eiga barn.
6 And so it was, that while they were there, the daies were accomplished that shee shoulde be deliuered,
Meðan þau voru í Betlehem, fæddi hún sitt fyrsta barn og var það drengur. Hún vafði hann reifum og lagði hann í jötu, því ekkert rúm var fyrir þau í gistihúsinu.
7 And she brought foorth her first begotten sonne, and wrapped him in swadling clothes, and laide him in a cratch, because there was no roome for them in the ynne.
8 And there were in the same countrey shepheards, abiding in the fielde, and keeping watch by night ouer their flocke.
Þessa sömu nótt voru fjárhirðar á völlunum utan við þorpið og gættu hjarðar sinnar.
9 And loe, the Angel of the Lord came vpon them, and the glorie of the Lord shone about them, and they were sore afraide.
Allt í einu birtist þeim engill og ljóminn af dýrð Drottins lýsti upp umhverfið. Hirðarnir urðu skelkaðir,
10 Then the Angel saide vnto them, Be not afraid: for behold, I bring you glad tidings of great ioy, that shalbe to all the people,
en engillinn hughreysti þá og sagði: „Verið óhræddir! Ég flyt ykkur miklar gleðifréttir sem berast eiga öllum mönnum:
11 That is, that vnto you is borne this day in the citie of Dauid, a Sauiour, which is Christ the Lord.
Frelsari ykkar, sjálfur konungurinn Kristur, fæddist í nótt í Betlehem!
12 And this shalbe a signe to you, Yee shall finde the babe swadled, and laid in a cratch.
Þið munuð finna reifabarn, liggjandi í jötu – það er hann!“
13 And straightway there was with the Angel a multitude of heauenly souldiers, praising God, and saying,
Um leið var með englunum fjöldi annarra engla – herskarar himnanna – og þeir lofuðu Guð og sungu:
14 Glory be to God in the high heauens, and peace in earth, and towards men good will.
„Dýrð sé Guði í upphæðum og friður á jörðu með öllum þeim sem hann elskar.“
15 And it came to passe whe the Angels were gone away from them into heauen, that the shepheards sayde one to another, Let vs goe then vnto Beth-leem, and see this thing that is come to passe which the Lord hath shewed vnto vs.
Þegar englarnir voru farnir aftur til himna, sögðu hirðarnir hver við annan: „Flýtum okkur til Betlehem og sjáum þennan stórkostlega atburð, sem Drottinn hefur sagt okkur frá!“
16 So they came with haste, and founde both Marie and Ioseph, and the babe laid in the cratch.
Þeir hlupu til þorpsins og fundu bæði Maríu, Jósef og barnið í jötunni.
17 And when they had seene it, they published abroade the thing, that was tolde them of that childe.
Fjárhirðarnir sögðu síðan öllum hvað gerst hafði og hvað engillinn hafði sagt þeim um þetta barn.
18 And all that heard it, wondred at ye things which were tolde them of the shepheards.
Allir sem heyrðu frásögn hirðanna, undruðust mjög,
19 But Mary kept all those sayings, and pondred them in her heart.
en María lagði allt þetta vel á minnið og hugleiddi það með sjálfri sér.
20 And the shepheardes returned glorifiyng and praising God, for all that they had heard and seene as it was spoken vnto them.
Fjárhirðarnir fóru nú aftur út í hagann og lofuðu Guð fyrir allt sem þeir höfðu heyrt og séð, og engillinn hafði sagt þeim.
21 And when the eight daies were accomplished, that they shoulde circumcise the childe, his name was then called Iesus, which was named of the Angell, before he was conceiued in the wombe.
Að átta dögum liðnum var drengurinn umskorinn og gefið nafnið Jesús, eins og engillinn nefndi hann, áður en hann var getinn í móðurlífi.
22 And when the daies of her purification after the Lawe of Moses were accomplished, they brought him to Hierusalem, to present him to the Lord,
Þegar tími var kominn til að María færði hreinsunarfórn í musterinu, eins og lög Móse krefjast þegar barn hefur fæðst, fóru foreldrar Jesú með hann upp til Jerúsalem til að færa hann Drottni.
23 (As it is written in the Lawe of the Lord, Euery man childe that first openeth ye wombe, shalbe called holy to the Lord)
Guð segir svo í þessum lögum: „Ef kona fæðir dreng fyrstan barna sinna, skal hann helgaður Drottni.“
24 And to giue an oblation, as it is commanded in the Lawe of the Lord, a paire of turtle doues, or two yong pigeons.
Um leið færðu foreldrar Jesú einnig hreinsunarfórnina, sem lögin kröfðust, en hún varð annað hvort að vera tvær turtildúfur eða tvær ungar dúfur.
25 And behold, there was a man in Hierusalem, whose name was Simeon: this man was iust, and feared God, and waited for the consolation of Israel, and the holy Ghost was vpon him.
Í Jerúsalem bjó maður sem Símeon hét. Hann var góður maður og guðrækinn, fylltur heilögum anda og vænti komu Krists, konungsins, sem Guð hafði lofað að senda.
26 And it was declared to him from God by the holy Ghost, that he shoulde not see death, before he had seene that Anointed of the Lord.
Heilagur andi hafði gert honum ljóst að hann mundi ekki deyja fyrr en hann hefði fengið að sjá konunginn Krist.
27 And he came by the motion of the spirit into the Temple, and when the parents brought in the babe Iesus, to do for him after the custome of the Lawe,
Þennan dag hafði hann einmitt fengið vísbendingu frá heilögum anda um að fara í helgidóminn. Þangað kom hann er María og Jósef komu með barnið til að færa það Drottni, eins og lögin mæltu fyrir um.
28 Then hee tooke him in his armes, and praised God, and sayd,
Símeon tók barnið í fang sér og lofaði Guð.
29 Lord, nowe lettest thou thy seruaunt depart in peace, according to thy woorde,
Hann sagði: „Drottinn, nú get ég glaður dáið, því ég hef séð þann sem þú lofaðir að ég skyldi sjá. Ég hef augum litið frelsara heimsins!
30 For mine eyes haue seene thy saluation,
31 Which thou hast prepared before the face of all people,
32 A light to be reueiled to the Gentiles, and the glory of thy people Israel.
Hann er ljósið, sem lýsa mun þjóðunum, og hann verður vegsemd þjóðar þinnar Ísrael.“
33 And Ioseph and his mother marueiled at those things, which were spoken touching him.
Jósef og María stóðu hjá og hlustuðu undrandi á það sem Símeon sagði um Jesú.
34 And Simeon blessed them, and saide vnto Mary his mother, Beholde, this childe is appointed for the fall and rising againe of many in Israel, and for a signe which shalbe spoken against,
Símeon blessaði þau en sagði síðan við Maríu: „Sverð mun nísta sál þína, því margir í Ísrael munu hafna þessu barni og það mun verða þeim til falls, en öðrum verður hann uppspretta gleðinnar. Þannig mun afstaða og hugsanir margra koma fram í ljósið.“
35 (Yea and a sworde shall pearce through thy soule) that the thoughts of many heartes may be opened.
36 And there was a Prophetesse, one Anna the daughter of Phanuel, of the tribe of Aser, which was of a great age, after she had liued with an husband seuen yeeres from her virginitie:
Spákona nokkur, Anna að nafni, var einnig stödd í musterinu þennan dag. Hún var Fanúelsdóttir og af ætt Assers. Hún var orðin háöldruð og hafði verið ekkja í áttatíu og fjögur ár eftir sjö ára búskap. Hún fór aldrei út úr musterinu, heldur dvaldist þar dag og nótt. Hún helgaði líf sitt Guði og lofaði hann með bænahaldi og föstu.
37 And she was widowe about foure score and foure yeeres, and went not out of the Temple, but serued God with fastings and prayers, night and day.
38 She then coming at the same instant vpon them, confessed likewise the Lord, and spake of him to all that looked for redemption in Hierusalem.
Nú kom hún þar að sem Símeon var að tala við Maríu og Jósef og byrjaði einnig að þakka Guði. Hún tók að segja öllum í Jerúsalem, sem væntu komu frelsarans, að Kristur væri loksins kominn.
39 And when they had performed all thinges according to the lawe of the Lord, they returned into Galile to their owne citie Nazareth.
Þegar foreldrar Jesú höfðu gert allt sem lögin kröfðust, fóru þau aftur heim til Nasaret í Galíleu.
40 And the childe grewe, and waxed strong in Spirit, and was filled with wisedome, and the grace of God was with him.
Drengurinn óx og þroskaðist og Guð blessaði hann.
41 Nowe his parents went to Hierusalem euery yeere, at the feast of the Passeouer.
Foreldrar Jesú fóru ár hvert til Jerúsalem á páskahátíðina, og þegar Jesús var tólf ára, fékk hann i fyrsta skipti að fara með.
42 And when hee was twelue yeere olde, and they were come vp to Hierusalem, after the custome of the feast,
43 And had finished the dayes thereof, as they returned, the childe Iesus remained in Hierusalem, and Ioseph knew not, nor his mother,
Þegar lagt var af stað heim til Nasaret, að hátíðahöldunum loknum, varð Jesús eftir í Jerúsalem. Fyrsta dag heimferðarinnar söknuðu María og Jósef hans ekki,
44 But they supposing, that he had bene in the company, went a dayes iourney, and sought him among their kinsfolke, and acquaintance.
því að þau héldu að hann væri meðal kunningja sem áttu samleið. En þegar hann skilaði sér ekki um kvöldið, fóru þau að leita hans meðal vina og ættingja.
45 And when they found him not, they turned backe to Hierusalem, and sought him.
Leitin varð árangurslaus, og því sneru þau aftur til Jerúsalem til að leita hans þar.
46 And it came to passe three dayes after, that they found him in the Temple, sitting in the mids of the doctours, both hearing them, and asking them questions:
Þau fundu hann ekki fyrr en eftir þrjá daga. Þá sat hann í musterinu meðal lögvitringanna og ræddi við þá háleit málefni. Undruðust allir skilning hans og svör.
47 And all that heard him, were astonied at his vnderstanding and answeres.
48 So when they sawe him, they were amased, and his mother said vnto him, Sonne, why hast thou thus dealt with vs? beholde, thy father and I haue sought thee with very heauie hearts.
Foreldrar hans vissu ekki sitt rjúkandi ráð: „Elsku drengurinn minn, “sagði móðir hans, „af hverju gerðirðu okkur þetta? Við faðir þinn vorum dauðhrædd um þig og höfum leitað þín um allt!“
49 Then said he vnto them, Howe is it that ye sought me? knewe ye not that I must goe about my Fathers busines?
„Hvers vegna voruð þið að leita að mér?“spurði hann, „vissuð þið ekki að mér bar að vera í musterinu, húsi föður míns?“
50 But they vnderstoode not the word that he spake to them.
En þau skildu ekki við hvað hann átti.
51 Then hee went downe with them, and came to Nazareth, and was subiect to them: and his mother kept all these sayings in her heart.
Síðan fór hann með þeim heim til Nasaret og var þeim hlýðinn, en móðir hans lagði alla þessa atburði vel á minnið.
52 And Iesus increased in wisedome, and stature, and in fauour with God and men.
Jesús óx að visku og vexti og allir elskuðu hann, bæði Guð og menn.

< Luke 2 >