< John 7 >
1 After these things, Iesus walked in Galile, and woulde not walke in Iudea: for the Iewes sought to kill him.
Eftir þetta fór Jesús til Galíleu og ferðaðist frá einu þorpinu til annars. Hann vildi ekki vera í Júdeu því að leiðtogarnir þar sátu um líf hans.
2 Nowe the Iewes feast of the Tabernacles was at hande.
Brátt leið að laufskálahátíðinni, en það er ein hinna árlegu trúarhátíða Gyðinga.
3 His brethren therefore sayde vnto him, Depart hence, and goe into Iudea, that thy disciples may see thy woorkes that thou doest.
Bræður Jesú hvöttu hann til að fara til Júdeu á hátíðina og sögðu ertnislega: „Farðu þangað, því að þá geta miklu fleiri séð kraftaverk þín.
4 For there is no man that doeth any thing secretely, and hee himselfe seeketh to be famous. If thou doest these things, shewe thy selfe to the worlde.
Þú verður ekki frægur af því að fela þig. Og fyrst þú ert svona mikill, skaltu reyna að sanna það fyrir heiminum!“
5 For as yet his brethren beleeued not in him.
Bræður Jesú trúðu sem sagt ekki á hann.
6 Then Iesus saide vnto them, My time is not yet come: but your time is alway readie.
Jesús svaraði: „Minn tími til að fara er enn ekki kominn. Þið getið hins vegar farið hvenær sem þið viljið, það breytir engu,
7 The world can not hate you: but me it hateth, because I testifie of it, that the workes thereof are euill.
því heimurinn er ekki á móti ykkur. Hann er á móti mér, því ég ásaka hann fyrir illt athæfi og syndir.
8 Go ye vp vnto this feast: I wil not go vp yet vnto this feast: for my time is not yet fulfilled.
Þið skuluð fara; ég kem seinna þegar minn tími er kominn.“
9 These things he sayde vnto them, and abode still in Galile.
Af þessari ástæðu varð Jesús eftir í Galíleu.
10 But assoone as his brethren were gone vp, then went hee also vp vnto the feast, not openly, but as it were priuilie.
En þegar bræður hans voru farnir til hátíðarinnar fór Jesús líka, en á laun og lét ekkert á sér bera.
11 Then the Iewes sought him at the feast, and saide, Where is hee?
Leiðtogar þjóðarinnar reyndu að finna hann á hátíðinni og héldu uppi spurnum um hann.
12 And much murmuring was there of him among the people. Some said, He is a good man: other sayd, Nay: but he deceiueth the people.
Fólkið ræddi mikið um hann sín á milli og sumir sögðu: „Hann er dásamlegur maður.“Aðrir sögðu: „Nei, hann blekkir fólkið.“
13 Howbeit no man spake openly of him for feare of the Iewes.
Enginn þorði að taka málstað hans opinberlega af ótta við leiðtoga þjóðarinnar.
14 Nowe when halfe the feast was done, Iesus went vp into the Temple and taught.
Þegar hátíðin var hálfnuð gekk Jesús inn í musterið og predikaði opinberlega.
15 And the Iewes marueiled, saving, Howe knoweth this man the Scriptures, seeing that hee neuer learned!
Leiðtogar þjóðarinnar undruðust orð hans og spurðu: „Hvaðan hefur hann þessa þekkingu? Hann hefur aldrei gengið í skóla hjá okkur.“
16 Iesus answered them, and saide, My doctrine is not mine, but his that sent me.
Jesús sagði þá við þá: „Ég kenni ekki eigin hugmyndir, heldur orð Guðs sem sendi mig.
17 If any man will doe his will, he shall knowe of the doctrine, whether it be of God, or whether I speake of my selfe.
Ef einhver ykkar vill gera vilja Guðs í raun og veru, þá mun hann örugglega sjá hvort boðskapur minn er frá Guði eða frá sjálfum mér.
18 Hee that speaketh of himselfe, seeketh his owne glorie: but hee that seeketh his glory that sent him, the same is true, and no vnrighteousnes is in him.
Sá sem talar af sjálfum sér vonast eftir hrósi, en sá sem heiðrar þann sem sendi hann, er trúr og sannur.
19 Did not Moses giue you a Law, and yet none of you keepeth the lawe? Why goe ye about to kill me?
Móse gaf ykkur lögin en hvers vegna hlýðið þið þeim þá ekki? Hvers vegna segið þið að ég brjóti þau og hver er ástæða þess að þið viljið lífláta mig?“
20 The people answered, and said, Thou hast a deuil: who goeth about to kill thee?
Fólkið svaraði: „Þú ert ekki með öllum mjalla! Hver er það sem situr um líf þitt?“
21 Iesus answered, and saide to them, I haue done one worke, and ye all maruaile.
Jesús svaraði: „Ég læknaði mann á helgidegi og það kom ykkur á óvart, en samt vinnið þið sjálf á helgidögum þegar þið umskerið samkvæmt lögum Móse – reyndar er umskurnin eldri en lögmál Móse. Ef umskurnardag ber upp á helgidag, þá framkvæmið þið umskurnina eins og ekkert sé. Hvers vegna dæmið þið mig þá fyrir að lækna mann á helgidegi?
22 Moses therefore gaue vnto you circumcision, (not because it is of Moses, but of the fathers) and ye on the Sabbath day circumcise a man.
23 If a man on the Sabbath receiue circumcision, that the Lawe of Moses should not be broken, be ye angrie with me, because I haue made a man euery whit whole on the Sabbath day?
24 Iudge not according to the appearance, but iudge righteous iudgement.
Hugsið þetta mál og þá munuð þið komast að raun um að ég hef á réttu að standa.“
25 Then saide some of them of Hierusalem, Is not this he, whom they goe about to kill?
Sumir íbúar Jerúsalem sögðu þá: „Er þetta ekki maðurinn sem leiðtogar okkar vilja feigan?
26 And beholde, he speaketh openly, and they say nothing to him: doe the rulers know in deede that this is in deede that Christ?
Hvernig stendur þá á því að hann fær að predika óáreittur á almannafæri og þeir gera enga athugasemd? Getur verið að þeir hafi loksins komist að raun um að hann sé Kristur?
27 Howbeit we know this man whence he is: but when that Christ commeth, no man shall knowe whence he is.
En hvernig ætti hann annars að vera það? Við vitum, jú, hvar hann er fæddur, en þegar Kristur kemur mun enginn vita hvaðan hann kemur, hann mun birtast allt í einu.“
28 Then cried Iesus in the Temple as hee taught, saying, Ye both knowe mee, and knowe whence I am: yet am I not come of my selfe, but he that sent me, is true, whome ye knowe not.
Þetta varð til þess að eitt sinn er Jesús var að predika í musterinu, kallaði hann hátt: „Já, þið þekkið mig og vitið hvar ég fæddist og hvar ég ólst upp, en ég tala máli þess sem þið þekkið ekki og hann er sannleikurinn.
29 But I knowe him: for I am of him, and he hath sent me.
Ég þekki hann því ég var hjá honum og hann sendi mig til ykkar.“
30 Then they sought to take him, but no man layde handes on him, because his houre was not yet come.
Þegar leiðtogarnir heyrðu hann segja þetta leituðust þeir við að handtaka hann.
31 Now many of the people beleeued in him, and said, When that Christ commeth, will he doe moe miracles then this man hath done?
Margir þeirra sem komu reglulega í musterið trúðu á hann og sögðu: „Hvaða kraftaverk haldið þið að Kristur geri, sem þessi maður hefur ekki gert?“
32 The Pharises heard that the people murmured these thinges of him, and the Pharises, and high Priestes sent officers to take him.
Þegar farísearnir heyrðu þetta sendu þeir og æðstu prestarnir lögregluna til að handtaka hann.
33 Then saide Iesus vnto them, Yet am I a little while with you, and then goe I vnto him that sent mee.
Þá sagði Jesús: „Bíðið með þetta! Mér ber að vera hér enn um stund, en að því loknu sný ég aftur til hans sem sendi mig.
34 Ye shall seeke me, and shall not finde me, and where I am, can ye not come.
Þið munuð leita mín en án árangurs, því að þangað sem ég fer komist þið ekki.“
35 Then saide the Iewes amongs themselues, Whither will he goe, that we shall not finde him? Will he goe vnto them that are dispersed among the Grecians, and teache the Grecians?
Leiðtogarnir urðu undrandi á þessum tilsvörum og spurðu: „Hvert skyldi hann ætla? Skyldi hann ætla úr landi til að útbreiða kenningar sínar meðal Gyðinga í öðrum löndum, eða jafnvel meðal heiðingjanna?
36 What saying is this that hee saide, Ye shall seeke mee, and shall not finde mee? and where I am, cannot ye come?
Hvað á hann við þegar hann segir að við munum leita hans, en ekki finna? Og hvað þýðir þetta: Þið komist ekki þangað sem ég fer?“
37 Nowe in the last and great day of the feast, Iesus stoode and cried, saying, If any man thirst, let him come vnto me, and drinke.
Síðasta daginn – helgasta dag þjóðarinnar – hrópaði Jesús út yfir mannfjöldann: „Ef nokkurn þyrstir þá komi hann til mín og drekki,
38 Hee that beleeueth in mee, as saith the Scripture, out of his bellie shall flowe riuers of water of life.
því Biblían segir um þann sem trúir á mig, að frá hans innra manni muni streyma lækir lifandi vatns.“
39 (This spake hee of the Spirite which they that beleeued in him, should receiue: for the holy Ghost was not yet giuen, because that Iesus was not yet glorified.)
Hér átti hann við heilagan anda, sem þeir mundu fá, sem tryðu á hann. En ennþá var andinn ekki gefinn, því að Jesús hafði þá ekki enn snúið aftur til dýrðar sinnar á himnum.
40 So many of the people, when they heard this saying, said, Of a trueth this is that Prophet.
Þegar mannfjöldinn heyrði þetta sögðu sumir: „Þessi maður er áreiðanlega spámaðurinn, sem á að koma á undan Kristi.“
41 Other saide, This is that Christ: and some said, But shall that Christ come out of Galile?
Aðrir sögðu: „Hann er Kristur.“Enn aðrir sögðu: „Það er útilokað að hann sé Kristur. Haldið þið að Kristur komi frá Galíleu? Biblían segir að Kristur muni verða af ætt Davíðs og fæðast í Betlehem þar sem Davíð fæddist.“
42 Saith not the Scripture that that Christ shall come of the seede of Dauid, and out of the towne of Beth-leem, where Dauid was?
43 So was there dissension among the people for him.
Fólkið hafði sem sagt ýmsar skoðanir á Jesú.
44 And some of them would haue taken him, but no man layde handes on him.
Sumir vildu láta handtaka hann, en þó gerði það enginn.
45 Then came the officers to the hie Priests and Pharises, and they said vnto them, Why haue ye not brought him?
Musterislögreglan, sem send hafði verið til að handtaka hann, sneri því tómhent aftur til æðstu prestanna og faríseanna. „Hvers vegna komið þið ekki með hann?“spurðu þeir reiðilega.
46 The officers answered, Neuer man spake like this man.
„Hann segir svo margt stórkostlegt!“svöruðu þeir. „Við höfum aldrei áður heyrt neitt þessu líkt.“
47 Then answered them the Pharises, Are yee also deceiued?
„Jæja, er þá líka búið að villa um fyrir ykkur?“spurðu farísearnir hæðnislega.
48 Doeth any of the rulers, or of the Pharises beleeue in him?
„Hver af okkar leiðtogum eða faríseunum trúir að hann sé Kristur?
49 But this people, which know not the Law, are cursed.
Fólkið trúir því, satt er það, en það er heimskt og hefur ekkert vit á slíkum hlutum, enda hvílir bölvun yfir því!“
50 Nicodemus said vnto them, (he that came to Iesus by night, and was one of them.)
Þá spurði Nikódemus, einn af leiðtogum þjóðarinnar, sem heimsótti Jesú eitt sinn á laun til að ræða við hann:
51 Doth our Law iudge a man before it heare him, and knowe what he hath done?
„Er leyfilegt að dæma nokkurn áður en hann hefur verið ákærður?“
52 They answered, and said vnto him, Art thou also of Galile? Searche and looke: for out of Galile ariseth no Prophet.
„Ha?“spurðu hinir, „ert þú kannski einn af þessum auvirðilegu Galíleumönnum? Lestu Biblíuna – enginn spámannanna kom frá Galíleu!“
53 And euery man wet vnto his owne house.
Eftir þetta leystist fundurinn upp og fór hver heim til sín.