< Hebrews 6 >
1 Therefore, leauing the doctrine of the beginning of Christ, let vs be led forward vnto perfection, not laying againe ye foundation of repetance from dead workes, and of faith toward God,
Sleppum því nú að rifja enn einu sinni upp undirstöðukenningar kristindómsins. Stígum heldur feti framar, svo að skilningur okkar og þroski aukist eins og kristnum mönnum sæmir. Það ætti að vera óþarfi að ræða frekar um hvað það er að iðrast og trúa á Guð.
2 Of the doctrine of baptismes, and laying on of hands, and of the resurrection from the dead, and of eternall iudgement. (aiōnios )
Og frekari fræðslu um skírn, handayfirlagningu, upprisu dauðra og eilífan dóm þurfið þið ekki. (aiōnios )
3 And this will we doe if God permit.
Sem sagt, snúum okkur að öðru, ef Drottinn vill, því að ekki er eftir neinu að bíða.
4 For it is impossible that they which were once lightened, and haue tasted of the heauenly gift, and were made partakers of the holy Ghost,
Ef þið hafið snúið baki við Drottni eftir að hafa öðlast skilning á gleðiboðskapnum, fengið forsmekkinn af gæðum himnanna, öðlast hlutdeild í heilögum anda,
5 And haue tasted of the good word of God, and of the powers of the world to come, (aiōn )
reynt blessunina af orði Guðs og fundið mátt hins komandi heims, þá er þýðingarlaust að reyna að leiða ykkur aftur til Drottins. (aiōn )
6 If they fal away, should be renued againe by repentance: seeing they crucifie againe to themselues the Sonne of God, and make a mocke of him.
Þið getið ekki iðrast á ný, ef þið hafið krossfest son Guðs í annað sinn með því að hafna honum og hæða hann í allra áheyrn.
7 For the earth which drinketh in the raine that commeth oft vpon it, and bringeth foorth herbes meete for them by whome it is dressed, receiueth blessing of God.
Þegar rignt hefur yfir akur og hann borið mikinn ávöxt, þá hefur hann fengið að reyna blessun Guðs.
8 But that which beareth thornes and briars, is reproued, and is neere vnto cursing, whose end is to be burned.
En ef þar vex aðeins illgresi endalaust og ekkert annað þá er akurinn talinn ónothæfur og bíður þess eins að eldur verði látinn eyða honum.
9 But beloued, we haue perswaded our selues better things of you, and such as accompany saluation, though we thus speake.
Kæru vinir, þótt ég segi þetta, álít ég ekki að þessi orð mín eigi við ykkur, því að ég hef þá trú að þið berið hinn góða ávöxt hjálpræðisins.
10 For God is not vnrighteous, that hee should forget your worke, and labour of loue, which ye shewed toward his Name, in that ye haue ministred vnto the Saints, and yet minister.
Þetta segi ég vegna þess að Guð er ekki ósanngjarn. Hvernig ætti hann að geta gleymt erfiði ykkar og kærleikanum sem þið sýnduð honum, og sýnið enn, er þið hjálpið þeim sem á hann trúa?
11 And we desire that euery one of you shew the same diligence, to the full assurance of hope vnto the ende,
Okkur er mjög umhugað að þið haldið áfram að sýna öðrum kærleika, já, meðan ævi ykkar endist. Þá munuð þið líka hljóta full laun.
12 That ye be not slouthfull, but followers of them, which through faith and patience, inherite the promises.
Nú vitið þið á hverju þið eigið von og því munuð þið ekki þreytast í trúnni né heldur verða andlega sljó og rænulaus. Ykkur mun verða umhugað að fylgja fordæmi þeirra, sem fá að höndla allt sem Guð hefur heitið þeim, vegna sterkrar trúar þeirra og þolinmæði.
13 For when God made the promise to Abraham, because he had no greater to sweare by, he sware by himselfe,
Dæmi um þetta er loforðið sem Guð gaf Abraham. Guð sór við sitt eigið nafn, þar eð ekki var annað æðra, sem hægt var að sverja við,
14 Saying, Surely I wil aboundantly blesse thee and multiplie thee marueilously.
og loforð hans var að hann skyldi blessa Abraham ríkulega, gefa honum son og gera hann að ættföður mikillar þjóðar.
15 And so after that he had taried patiently, he enioyed the promise.
Og Abraham beið í þolinmæði þar til Guð að lokum efndi loforðið og gaf honum son – Ísak.
16 For men verely sweare by him that is greater then themselues, and an othe for confirmation is among them an ende of all strife.
Þegar maður sver eið, þá skírskotar hann til einhvers annars, sem honum er voldugri, svo að sá geti neytt hann til að standa við orð sín eða þá refsað honum, rjúfi hann heit sitt.
17 So God, willing more aboundantly to shew vnto the heires of promise the stablenes of his counsell, bound himselfe by an othe,
Þannig batt Guð sjálfan sig með eiði, svo að þeir sem hann hafði lofað hjálp, þyrftu engu að kvíða né ættu það á hættu að hann skipti um skoðun.
18 That by two immutable things, wherein it is vnpossible that God should lye, we might haue strong consolation, which haue our refuge to lay holde vpon that hope that is set before vs,
Guð hefur gefið okkur loforð og þar að auki lagt eið við. Þessu tvennu getum við áreiðanlega treyst, því að það er útilokað að Guð segi ósatt. Eftir að hafa nú heyrt um þessa tryggingu Guðs, geta allir verið vissir um að öðlast hjálpræðið, sem hann lofaði þeim.
19 Which hope we haue, as an ancre of the soule, both sure and stedfast, and it entreth into that which is within the vaile,
Þessi vissa um að við munum frelsast, er akkeri fyrir sálir okkar, traust og öruggt, sem nær inn fyrir heilagt fortjald himnanna og tengir okkur sjálfum Guði!
20 Whither the forerunner is for vs entred in, euen Iesus that is made an hie Priest for euer after the order of Melchi-sedec. (aiōn )
Þessa leið fór Kristur á undan okkur, til að biðja fyrir okkur sem æðsti prestur, líkur Melkísedek að mætti og dýrð. (aiōn )