< Galatians 1 >
1 Pavl an Apostle (not of men, neither by man, but by Iesus Christ, and God the Father which hath raised him from the dead)
Frá Páli, boðbera Krists, og öðrum kristnum mönnum sem hér eru.
2 And all the brethren which are with me, vnto the Churches of Galatia:
Til safnaðanna í Galatalandi. Köllun mína til kristniboðs fékk ég ekki frá hópi manna eða félagi, heldur frá Kristi Jesú sjálfum og Guði föður sem reisti Krist upp frá dauðum.
3 Grace be with you, and peace from God the Father, and from our Lord Iesus Christ,
Friður og blessun Guðs föður og Drottins Jesú Krists sé með ykkur.
4 Which gaue himself for our sinnes, that he might deliuer vs from this present euill world according to the will of God euen our Father, (aiōn )
Kristur dó fyrir syndir okkar eins og Guð faðir hafði ætlast til, og frelsaði okkur frá öllu því illa sem ræður ríkjum í þessum heimi. (aiōn )
5 To whom be glory for euer and euer, Amen. (aiōn )
Dýrð sé Guði um aldir alda. Amen. (aiōn )
6 I marueile that ye are so soone remoued away vnto another Gospel, from him that had called you in the grace of Christ,
Ég undrast hve fljótt þið hafið snúið ykkur frá Guði, sem af kærleika sínum og miskunn bauð ykkur hlut í eilífa lífinu, sem hann gefur í Kristi. Þið eruð strax komin út á annan „veg til himins“, – veg sem hreint ekki liggur til himins!
7 Which is not another Gospel, saue that there be some which trouble you, and intend to peruert the Gospel of Christ.
Það er ekki um neina aðra leið að ræða en þá sem við bentum ykkur á. Þið hafið látið blekkjast af þeim sem rangsnúa sannleikanum um Krist.
8 But though that we, or an Angel from heauen preach vnto you otherwise, then that which we haue preached vnto you, let him be accursed.
Ef einhver boðar aðra leið til Guðs en þá sem við boðuðum ykkur, þá sé hann bölvaður, jafnvel þótt það væri ég eða engill frá himni.
9 As we sayd before, so say I now againe, If any man preach vnto you otherwise, then that ye haue receiued, let him be accursed.
Ég endurtek: Ef einhver boðar annað fagnaðarerindi en það sem þið hafið tekið á móti, þá komi bölvun Guðs yfir hann.
10 For nowe preach I mans doctrine, or Gods? or go I about to please men? for if I should yet please men, I were not the seruant of Christ.
Ykkur er ljóst að ég er ekki að reyna að þóknast ykkur með fagurgala og smjaðri. Nei, ég reyni að þóknast Guði. Ef ég væri enn að reyna að þóknast mönnum, þá gæti ég ekki verið þjónn Krists.
11 Now I certifie you, brethren, that ye Gospel which was preached of me, was not after man.
Kæru vinir, sú leið til himins, sem ég predika, er ekki byggð á hugmyndum eða óskhyggju manna.
12 For neither receiued I it of man, neither was I taught it, but by the reuelation of Iesus Christ.
Boðskapur minn er frá sjálfum Kristi Jesú og engum öðrum! Það var hann sem lagði mér orð í munn. Hann einn uppfræddi mig.
13 For ye haue heard of my conuersation in time past, in the Iewish religion, how that I persecuted the Church of God extremely, and wasted it,
Þið vitið hvernig ég var meðan ég var í Gyðingdómnum. Ég elti hina kristnu miskunnarlaust, kom þeim á kné og gerði mitt besta til að útrýma þeim.
14 And profited in the Iewish religion aboue many of my companions of mine owne nation, and was much more zealous of the traditions of my fathers.
Ég var einn trúhneigðasti Gyðingur landsins og reyndi eins og ég gat að fara eftir öllum gömlu siðareglum trúar minnar.
15 But when it pleased God (which had separated me from my mothers wombe, and called me by his grace)
En skyndilega breyttist allt! Sannleikurinn er sá, að áður en ég fæddist, hafði Guð af miskunn sinni útvalið mig sér til eignar.
16 To reueile his Sonne in me, that I should preach him among the Gentiles, immediatly I communicated not with flesh and blood:
Síðan kallaði hann mig, því hann ætlaði mér að bera syni sínum vitni meðal heiðingjanna og kynna þeim gleðitíðindin um Jesú. Fyrst í stað sagði ég engum frá þessu.
17 Neither came I againe to Hierusalem to them which were Apostles before me, but I went into Arabia, and turned againe vnto Damascus.
Ég fór ekki til Jerúsalem til að ráðgast við þá sem höfðu orðið postular á undan mér, heldur fór ég til Arabíu. Síðan fór ég aftur til Damaskus.
18 Then after three yeeres I came againe to Hierusalem to visite Peter, and abode with him fifteene dayes.
Og loks þrem árum síðar fór ég til Jerúsalem til að heimsækja Pétur og dvaldist hjá honum í fimmtán daga.
19 And none other of the Apostles sawe I, saue Iames the Lords brother.
Ég hitti aðeins einn annan postula, Jakob, bróður Drottins.
20 Nowe the things which I write vnto you, beholde, I witnes before God, that I lie not.
Þetta sem ég nú hef sagt ykkur er satt, það veit Guð. Þannig var þetta nákvæmlega, ég lýg ekki.
21 After that, I went into the coastes of Syria and Cilicia:
Eftir þessa heimsókn fór ég til Sýrlands og Kilikíu.
22 for I was vnknowen by face vnto the Churches of Iudea, which were in Christ.
Hinir kristnu í Júdeu þekktu mig ekki persónulega.
23 But they had heard onely some say, Hee which persecuted vs in time past, nowe preacheth the faith which before he destroyed.
Allt sem þeir vissu um mig, voru þessi ummæli: „Sá sem áður ofsótti, boðar nú trúna.“
24 And they glorified God for me.
Og þeir lofuðu Guð vegna mín.