< Ephesians 3 >

1 For this cause, I Paul am the prisoner of Iesus Christ for you Gentiles,
Ég, Páll, þjónn Krists, er hér í fangelsi ykkar vegna. Ástæðan er sú að ég boðaði ykkur fagnaðarerindið.
2 If ye haue heard of the dispensation of the grace of God, which is giuen me to you warde,
Ég geri ráð fyrir að þið vitið að Guð hefur falið mér þetta sérstaka verkefni, að kunngjöra ykkur heiðingjunum kærleika Guðs, eins og ég hef áður skýrt tekið fram í einu bréfa minna. Það var sjálfur Guð sem birti mér leyndarmál sitt, að heiðingjarnir fengju einnig að njóta kærleika hans.
3 That is, that God by reuelation hath shewed this mysterie vnto me (as I wrote aboue in fewe wordes,
4 Whereby when ye reade, ye may knowe mine vnderstanding in the mysterie of Christ)
Þetta segi ég til þess að þið vitið hvaðan ég hef vitneskju mína.
5 Which in other ages was not opened vnto the sonnes of men, as it is nowe reueiled vnto his holy Apostles and Prophets by the Spirit,
Frá örófi alda var þessi leyndardómur hulinn í Guði, en nú hefur hann opinberað þetta postulum sínum og spámönnum með heilögum anda.
6 That the Gentiles should be inheriters also, and of the same body, and partakers of his promise in Christ by the Gospel,
Þetta er leyndarmálið: Heiðingjarnir munu ásamt Gyðingum, fá fulla hlutdeild í öllum þeim gæðum sem börn Guðs erfa. Kirkjan stendur þeim opin og loforð Guðs tilheyra þeim, þegar þeir trúa gleðiboðskapnum um Krist.
7 Whereof I am made a minister by the gift of the grace of God giuen vnto me through the effectuall working of his power.
Guð hefur veitt mér þau miklu forréttindi að mega birta þessa áætlun hans og hann hefur gefið mér kraft sinn, og sérstaka hæfileika, til að leysa þetta verkefni vel af hendi.
8 Euen vnto me the least of all Saints is this grace giuen, that I should preach among the Gentiles the vnsearchable riches of Christ,
Hugsið ykkur! Ekki hafði ég unnið til þess á nokkurn hátt, en samt valdi hann mig, sem er sístur allra kristinna manna, til að verða þeirrar gæfu aðnjótandi, að fá að flytja heiðingjunum fagnaðarerindið um þá miklu auðlegð sem þeir eiga í Kristi.
9 And to make cleare vnto all men what the fellowship of the mysterie is, which from the beginning of the world hath bene hid in God, who hath created all things by Iesus Christ, (aiōn g165)
Mér var falið að útskýra fyrir öllum að Guð væri einnig frelsari heiðingjanna – kunngjöra áætlun hans frá örófi alda, hans, sem allt hefur skapað. (aiōn g165)
10 To the intent, that nowe vnto principalities and powers in heauenly places, might be knowen by the Church the manifolde wisedome of God,
Hvers vegna gerði Guð þetta? Hann gerði það til að sýna öllum valdhöfum í himinhæðum sinn fullkomna vísdóm: Að öll fjölskylda hans – jafnt Gyðingar sem heiðingjar – er sameinuð í kirkju hans,
11 According to the eternall purpose, which he wrought in Christ Iesus our Lord: (aiōn g165)
einmitt eins og hann hugsaði sér í upphafi að hafa það í Jesú Kristi, Drottni okkar. (aiōn g165)
12 By whom we haue boldenes and entrance with confidence, by faith in him.
Nú megum við ganga rakleiðis fram fyrir Guð, án þess að hræðast, fullviss þess að hann muni taka vel á móti okkur þegar við komum í fylgd með Kristi og í trú á hann.
13 Wherefore I desire that ye faint not at my tribulations for your sakes, which is your glory.
Látið því ekki meðferðina sem ég hef hlotið hér, draga úr ykkur kjarkinn. Ég þjáist ykkar vegna, ykkur til heiðurs og uppörvunar.
14 For this cause I bowe my knees vnto the Father of our Lord Iesus Christ,
Þegar ég hugsa um mikilleik Guðs og visku, þá krýp ég á kné og bið til föðurins fyrir þessari stóru fjölskyldu hans – hluti hennar er þegar á himnum en hinir eru enn hér á jörðu.
15 (Of whom is named the whole familie in heauen and in earth)
16 That he might graunt you according to the riches of his glorie, that ye may be strengthened by his Spirit in the inner man,
Ég bið að hann gefi ykkur af ríkdómi sínum, sem aldrei þrýtur, svo að þið styrkist fyrir heilagan anda hið innra með ykkur.
17 That Christ may dwell in your heartes by faith:
Ég bið þess einnig að Kristur fái stöðugt meira rúm í hjörtum ykkar og megi búa í ykkur vegna trúarinnar. Ég bið þess að þið festið djúpar rætur í kærleika Guðs – það er góður jarðvegur.
18 That ye, being rooted and grounded in loue, may be able to comprehend with al Saints, what is the breadth, and length, and depth, and height:
Það er einnig bæn mín að þið fáið sjálf að reyna og skilja, eins og öll börn Guðs ættu að gera, hversu víður og langur, djúpur og hár, kærleikur hans er. Kærleikur hans er svo mikill að þið munuð aldrei geta þekkt hann eða skynjað til fulls. Þannig mun Guð fylla og auðga líf ykkar með elsku sinni og blessun.
19 And to knowe the loue of Christ, which passeth knowledge, that ye may be filled with all fulnesse of God.
20 Vnto him therefore that is able to do exceeding aboundantly aboue all that we aske or thinke, according to the power that worketh in vs,
Dýrð sé Guði, sem starfar í okkur með krafti sínum og getur gert langtum meira en við munum nokkru sinni þora að biðja eða láta okkur dreyma um.
21 Be praise in the Church by Christ Iesus, throughout all generations for euer, Amen. (aiōn g165)
Dýrð sú er hann birti heiminum í Kristi Jesú, verði augljós í söfnuði hans um alla framtíð, öld eftir öld. (aiōn g165)

< Ephesians 3 >