< 2 Timothy 2 >
1 Thou therefore, my sonne, be strong in the grace that is in Christ Iesus.
Tímóteus, sonur minn, lifðu í krafti Jesú Krists!
2 And what things thou hast heard of me, by many witnesses, ye same deliuer to faithfull men, which shalbe able to teache other also.
Þitt hlutverk er að fræða aðra um það, sem þú heyrðir mig tala í áheyrn margra votta. Þann sannleika skaltu kenna mönnum sem hægt er að treysta, svo að þeir geti kennt öðrum.
3 Thou therefore suffer affliction as a good souldier of Iesus Christ.
Vertu fús að þjást eins og sannur hermaður Jesú Krists, því að það ber okkur að gera.
4 No man that warreth, entangleth himselfe with the affaires of this life, because he woulde please him that hath chosen him to be a souldier.
Og sem hermaður Krists skaltu ekki binda þig við nein aukastörf, því hvaða hermaður heldur þú að stundi aukavinnu annars staðar? Sá kæmi varla að miklum notum!
5 And if any man also striue for a Masterie, he is not crowned, except he striue as he ought to doe.
Sá sem stundar íþróttir, verður að fara eftir settum reglum til að geta sigrað, annars verður hann dæmdur úr leik og á enga von um verðlaun.
6 The husbandman must labour before he receiue the fruites.
Og bóndinn – hann leggur hart að sér til að ná góðri uppskeru. Eins gerum við.
7 Consider what I say: and the Lord giue thee vnderstanding in all things:
Hugleiddu þessi þrjú dæmi – hermanninn, íþróttamanninn og bóndann, og Drottinn hjálpi þér að skilja hvernig þau geta átt við þig.
8 Remember that Iesus Christ, made of the seede of Dauid, was raysed againe from the dead according to my Gospel,
Umfram allt, mundu eftir Jesú Kristi. Hann fæddist sem maður af ætt Davíðs konungs og sigraði dauðann með upprisu sinni.
9 Wherein I suffer trouble as an euill doer, euen vnto bondes: but the worde of God is not bounde.
Þennan mikla sannleika hef ég boðað. Þess vegna hef ég verið ofsóttur og setið í fangelsi eins og afbrotamaður. En þótt ég sé fjötraður, þá verður orð Guðs ekki fjötrað!
10 Therefore I suffer all things, for the elects sake, that they might also obtaine the saluation which is in Christ Iesus, with eternall glorie. (aiōnios )
Ég er fús að þjást, ef það verður til þess að þeir, sem Guð hefur útvalið, öðlist hjálpræðið og dýrð Jesú Krists. (aiōnios )
11 It is a true saying, For if we be dead together with him, we also shall liue together with him.
Ég veit að það er satt, að ef við deyjum fyrir Krist, þá fáum við að lifa með honum á himnum.
12 If we suffer, we shall also reigne together with him: if we denie him, he also will denie vs.
Ef við stöndum stöðugir í trúnni og þjónustunni, þá munum við fá að ríkja með honum. En ef við snúumst gegn Kristi og afneitum honum, þá hlýtur hann einnig að hafna okkur.
13 If we beleeue not, yet abideth he faithfull: he cannot denie himselfe.
En skorti okkur þrek og sé trú okkar alveg á þrotum, þá er hann samt trúr og hjálpar, því hann getur ekki afneitað okkur – við erum hluti af honum sjálfum. Loforð hans munu standa!
14 Of these things put them in remembrance, and protest before the Lord, that they striue not about wordes, which is to no profit, but to the peruerting of the hearers.
Þennan sannleika skaltu minna hina trúuðu á og bjóða þeim í nafni Drottins að deila ekki um einskisverða hluti. Slíkar rökræður rugla menn bara í ríminu. Þær eru algjörlega gagnslausar og meira að segja skaðlegar.
15 Studie to shewe thy selfe approued vnto God, a workeman that needeth not to be ashamed, diuiding the worde of trueth aright.
Starfaðu af trúmennsku svo að Guð geti gefið þér góðan vitnisburð og þú þurfir ekki að blygðast þín þegar Guð prófar verk þín. Þú verður að þekkja orð hans, vita hvað það segir og hvað það þýðir.
16 Stay prophane, and vaine babblings: for they shall encrease vnto more vngodlinesse.
Forðastu heimskulegar rökræður sem leiða af sér synd og illindi manna á milli.
17 And their worde shall fret as a canker: of which sort is Hymeneus and Philetus,
Sum orð valda sári er seint grær. Dæmi um menn sem ánægju hafa af slíku þrasi eru Hýmeneus og Fíletus.
18 Which as concerning ye trueth haue erred from the marke, saying that the resurrection is past alreadie, and do destroy the faith of certaine.
Þeir hafa villst af vegi sannleikans og segja upprisu dáinna þegar um garð gengna og rugla fólk þannig í trúnni.
19 But the foundation of God remaineth sure, and hath this seale, The Lord knoweth who are his: and, Let euery one that calleth on the Name of Christ, depart from iniquitie.
En sannleikur Guðs er óhagganlegur og honum getur enginn breytt. Þar er skráð: „Drottinn þekkir sína, “og „sá sem telur sig kristinn, forðist ranglæti.“
20 Notwithstanding in a great house are not onely vessels of gold and of siluer, but also of wood and of earth, and some for honour, and some vnto dishonour.
Á ríkum heimilum eru sum ílát hver úr gulli og silfri, önnur úr tré og leir. Þau fyrrnefndu eru notuð fyrir gesti, en hin í eldhúsinu eða undir úrgang.
21 If any man therefore purge him selfe from these, he shalbe a vessell vnto honour, sanctified, and meete for the Lord, and prepared vnto euery good worke.
Forðist þú syndina, líkist þú gullkeri – því besta sem til er á heimilinu – og þá mun sjálfur Kristur nota þig til þess sem göfugt er.
22 Flee also from the lustes of youth, and follow after righteousnes, faith, loue, and peace, with them that call on the Lord with pure heart,
Haltu þig frá öllu sem vekur illar hugsanir, eins og oft sækja á unga menn, en kepptu eftir því sem gott er. Reyndu að vaxa í trú og kærleika og sækja eftir félagsskap þeirra sem elska Drottin og eru hjartahreinir.
23 And put away foolish and vnlearned questions, knowing that they ingender strife.
Og enn segi ég: Láttu ekki leiða þig út í heimskulegar þrætur, sem aðeins valda ófriði og illdeilum.
24 But the seruant of ye Lord must not striue, but must be gentle toward all men, apt to teache, suffering the euill,
Þjónar Drottins mega ekki vera þrasgjarnir, heldur ljúfir og uppfræða fólk með þolinmæði.
25 Instructing them with meekenesse that are contrary minded, prouing if God at any time will giue them repentance, that they may acknowledge the trueth,
Vertu hógvær þegar þú leiðbeinir þeim sem ekki þekkja sannleikann, og mótmæla þér. Þess meiri líkur eru á að þeir snúi sér frá villu sinni með Guðs hjálp og trúi sannleikanum.
26 And come to amendment out of that snare of the deuil, of whom they are taken prisoners, to doe his will.
Þannig gætu þeir áttað sig og losnað úr gildru Satans. Hann reynir sífellt að fjötra menn í þrældóm syndarinnar og fá þá til að þjóna sér.