< 1 Thessalonians 1 >
1 Pavl, and Siluanus, and Timotheus, vnto the Church of the Thessalonians, which is in God the Father, and in the Lord Iesus Christ: Grace be with you, and peace from God our Father, and from the Lord Iesus Christ.
Frá Páli, Sílasi og Tímóteusi. Til safnaðarins í Þessaloníku – ykkar, sem tilheyrið Guði föður og Drottni Jesú Kristi. Guð faðir og Jesús Kristur, Drottinn okkar, blessi ykkur ríkulega og gefi ykkur frið í hug og hjarta.
2 We giue God thankes alwayes for you all, making mention of you in our prayers
Mikið erum við þakklátir Guði fyrir ykkur. Og við biðjum fyrir ykkur.
3 Without ceasing, remembring your effectuall faith, and diligent loue, and the patience of your hope in our Lord Iesus Christ, in the sight of God euen our Father,
Þegar við tölum við Guð föður okkar, þá minnumst við kærleiksverka ykkar, sterkrar trúar og hve óhagganleg þið eruð í voninni um endurkomu Drottins Jesú Krists.
4 Knowing, beloued brethren, that ye are elect of God.
Kæru vinir, við vitum að Guð hefur kallað ykkur og að hann elskar ykkur.
5 For our Gospell was not vnto you in worde only, but also in power, and in the holy Ghost, and in much assurance, as ye know after what maner we were among you for your sakes.
Þetta segjum við vegna þess að þegar við fluttum ykkur gleðiboðskapinn, þá lituð þið ekki á hann sem eitthvert blaður, heldur hlustuðuð með mikilli athygli. Orð okkar höfðu sterk áhrif á ykkur og heilagur andi gaf ykkur djúpa og einlæga sannfæringu um, að það sem við sögðum væri satt. Þið vitið einnig að framkoma okkar var í fullu samræmi við orð okkar.
6 And ye became followers of vs, and of the Lord, and receiued the worde in much affliction, with ioy of the holy Ghost,
Þannig urðuð þið fylgjendur okkar, og þar með Drottins, því að þið tókuð á móti boðskapnum með gleði heilags anda, þrátt fyrir ofsóknir og erfiðleika sem það færði ykkur.
7 So that ye were as ensamples to all that beleeue in Macedonia and in Achaia.
Þið urðuð fyrirmynd kristnu fólki um alla Makedóníu og Akkeu.
8 For from you sounded out the worde of the Lord, not in Macedonia and in Achaia only: but your faith also which is toward God, spred abroad in all quarters, that we neede not to speake any thing.
Nú hefur orð Drottins borist frá ykkur, langt út fyrir landamæri ykkar. Það er sama hvert við förum, alls staðar hittum við fólk sem talar um ykkar sterku trú. Við þurfum ekki að segja neitt,
9 For they themselues shew of vs what maner of entring in we had vnto you, and how ye turned to God from idoles, to serue the liuing and true God,
því það segir okkur að fyrra bragði frá þeim stórkostlegu móttökum sem við fengum hjá ykkur. Hvernig þið sneruð ykkur frá skurðgoðunum og til Guðs, og í dag er hann – hinn lifandi og sanni Guð – húsbóndinn í lífi ykkar.
10 And to looke for his sonne from heauen, whome he raised from the dead, euen Iesus which deliuereth vs from that wrath to come.
Fólk hefur einnig sagt okkur hve mjög þið væntið endurkomu Guðs sonar frá himnum – Jesú sem Guð reisti frá dauðum. Hann einn getur frelsað ykkur frá reiði Guðs, vegna syndarinnar.