< 1 Peter 4 >
1 Forasmuch then as Christ hath suffered for vs in the flesh, arme your selues likewise with the same minde, which is, that he which hath suffered in the flesh, hath ceased from sinne,
Fyrst Kristur þurfti að líða og þjást, þá skuluð þið einnig hafa sama hugarfar og vera reiðubúin að þjást. Þjáningin veldur því að syndin missir mátt sinn
2 That he hence forward should liue (as much time as remaineth in the flesh) not after the lusts of men, but after the will of God.
og þá hættið þið að sækjast eftir hinu illa, en takið að þrá að hlýða Guðs vilja.
3 For it is sufficient for vs that we haue spet the time past of ye life, after the lust of the Gentiles, walking in wantonnes, lustes, drunkennes, in gluttonie, drinkings, and in abominable idolatries.
Tímann sem liðinn er notuðuð þið til ills og nú er nóg komið af slíku. Þið voruð líka heiðingjar og höfðuð nautn af kynsvalli, drykkjuskap, siðlausum samkvæmum, skurðgoðadýrkun og öðrum hræðilegum syndum.
4 Wherein it seemeth to them strange, that yee runne not with them vnto the same excesse of riot: therefore speake they euill of you,
Gamla vini ykkar mun reka í rogastans, þegar þeir sjá að þið hafið misst áhugann á að taka þátt í þessum syndum þeirra. Þeir munu senda ykkur tóninn og hæðast að ykkur.
5 Which shall giue accounts to him, that is readie to iudge quicke and dead.
En minnist þess þá að þeir munu verða að standa reikningsskap gerða sinna augliti til auglitis við hann sem er dómari allra manna, lifandi og dauðra.
6 For vnto this purpose was the Gospell preached also vnto the dead, that they might bee condemned, according to men in the flesh, but might liue according to God in the spirit.
Gleðifréttirnar voru fluttar þeim sem dauðir voru, til þess að þeir gætu lifað í andanum í samræmi við vilja Guðs, enda þótt líkömum þeirra – eins og reyndar líkömum allra manna – hafi verið refsað með dauða.
7 Now the ende of all things is at hand. Be ye therefore sober, and watching in prayer.
Endir veraldar er í nánd. Verið því vakandi í öllu og staðföst í bæninni.
8 But aboue all thinges haue feruent loue among you: for loue shall couer the multitude of sinnes.
En umfram allt berið brennandi kærleika hvert til annars, því að kærleikurinn getur breitt yfir margt sem miður fer.
9 Be ye harberous one to another, without grudging.
Opnið heimili ykkar með gleði fyrir þeim sem þarf á matarbita eða næturskjóli að halda.
10 Let euery man as hee hath receiued the gift, minister the same one to another, as good disposers of the manifolde grace of God.
Guð hefur gefið ykkur hverju fyrir sig vissar gjafir. Gætið þess nú að nota þær hvert öðru til hjálpar og skila þar með blessun Guðs áfram til annarra.
11 If any man speake, let him speake as the wordes of God. If any man minister, let him do it as of the abilitie which God ministreth, that God in al things may be glorified through Iesus Christ, to whome is prayse and dominion for euer, and euer, Amen. (aiōn )
Hafir þú fengið köllun til að predika, predikaðu þá eins og það væri sjálfur Guð sem talaði í gegnum þig. Hafir þú köllun til að hjálpa öðrum, skaltu gera það af heilum hug og af þeim krafti sem Guð gefur þér, svo að hann hljóti heiðurinn vegna Jesú Krists. Hans er mátturinn og dýrðin að eilífu. Amen. (aiōn )
12 Dearely beloued, thinke it not strange concerning the firie triall, which is among you to proue you, as though some strange thing were come vnto you:
Kæru vinir, látið það hvorki rugla ykkur né hræða, er þið mætið þeim raunum sem framundan eru, því að þær eiga ekki að koma ykkur á óvart.
13 But reioyce, in asmuch as ye are partakers of Christs suffrings, that when his glory shall appeare, ye may be glad and reioyce.
Verið þess í stað gagntekin gleði, því að með þessum raunum fáið þið að taka þátt í þjáningum Krists. Gleði ykkar mun verða mikil er þið, að þeim loknum, eignist hlutdeild í dýrð hans, sem opinberast á degi endurkomunnar.
14 If yee be railed vpon for the Name of Christ, blessed are ye: for the spirit of glory, and of God resteth vpon you: which on their part is euill spoken of: but on your part is glorified.
Gleðjist þegar menn formæla ykkur og smána fyrir trúna, því að heilagur andi hvílir yfir ykkur í dýrð sinni.
15 But let none of you suffer as a murtherer, or as a thiefe, or an euil doer, or as a busibodie in other mens matters.
Látið mig ekki þurfa að fá fréttir um að ykkur líði illa vegna þess að þið hafið framið morð eða stolið, eða þá að þið hafið orðið til óþæginda vegna forvitni um það, sem ykkur kemur ekki við.
16 But if any man suffer as a Christian, let him not bee ashamed: but let him glorifie God in this behalfe.
Það er hins vegar engin skömm að þurfa að líða fyrir að vera kristinn. Lofum Guð fyrir þau forréttindi að fá að tilheyra fjölskyldu Krists og fyrir að fá að bera hans undursamlega nafn og vera kölluð kristin!
17 For the time is come, that iudgement must beginne at the house of God. If it first beginne at vs, what shall the ende be of them which obey not the Gospel of God?
Stund dómsins er runnin upp og hann hefst á fólki Guðs. Ef við, sem kristin erum, hljótum dóm, hlýtur eitthvað óttalegt að bíða þeirra sem aldrei hafa viljað trúa á Drottin.
18 And if the righteous scarcely bee saued, where shall the vngodly and the sinner appeare?
Hvaða möguleika hafa guðleysingjarnir, ef hinir réttlátu bjargast naumlega?
19 Wherefore let them that suffer according to the will of God, commit their soules to him in well doing, as vnto a faithfull Creator.
Sem sagt, ef þið þjáist að vilja Guðs; felið þá málefni ykkar Guði skapara ykkar og haldið áfram að gera hið góða. Guð er trúr og hann mun ekki bregðast ykkur.