< Revelation 8 >

1 When he opened the seventh seal, there was silence in heaven for around half an hour.
Þegar lambið hafði rofið sjöunda innsiglið, varð þögn á himni um það bil hálfa stund.
2 I saw the seven angels that stand before God. They were given seven trumpets.
Eftir það sá ég að englunum sjö, sem standa frammi fyrir Guði, voru fengnir sjö lúðrar.
3 Then another angel came and stood at the altar. He had a golden censer and he was given a large quantity of incense to add to the prayers of all the saints on the golden altar that stands in front of the throne.
Þá kom enn einn engill, hélt sá á glóðarkeri úr gulli, og tók hann sér stöðu við altarið. Honum var fengið mikið af reykelsi, sem hann blandaði við bænir Guðs barna, til að fórna á gullaltarinu frammi fyrir hásætinu.
4 The smoke of the incense rose together with the prayers of the saints before God from the hand of the angel.
Ilmurinn af reykelsinu blandaðist bænunum og steig upp til Guðs úr hendi engilsins sem stóð við altarið.
5 The angel took the censer and filled it with fire from the altar, and threw it down upon the earth; there was the sound of thunder, with lightning flashes, and a terrible earthquake.
Engillinn fyllti nú glóðarkerið af eldi frá altarinu og fleygði því niður á jörðina. Þá komu þrumur og eldingar og jörðin nötraði.
6 Then the seven angels holding the seven trumpets prepared to blow them.
Englarnir sjö bjuggu sig síðan undir að blása í lúðrana.
7 The first angel blew his trumpet. Hail and fire mixed with blood rained down on the earth. One third of the earth was burned up, one third of the trees were burned up and all the green grass was burned up.
Fyrsti engillinn blés og kom þá hagl og eldur, blóði blandað, og var því varpað niður á jörðina. Eldurinn læsti sig um þriðjung jarðarinnar og þriðjungur trjánna brann, og grasið eyddist.
8 The second angel blew his trumpet. Something looking like a huge mountain of flaming fire was thrown into the sea. One third of the sea turned to blood,
Næsti engill þeytti lúðurinn og þá var einhverju, sem líktist stóru brennandi fjalli, varpað í hafið og eyddi það þriðjungi allra skipa. Þriðjungur hafsins varð rauður sem blóð og þriðjungur fiskanna drapst.
9 and one third of the creatures that lived in the sea died, and one third of all ships were destroyed.
10 The third angel blew his trumpet. A great star fell from heaven, blazing brightly. It fell on a third of the rivers and springs of water.
Nú blés þriðji engillinn í sinn lúður og þá féll stór brennandi stjarna af himni. Kom hún yfir þriðjung allra fljóta og yfir uppsprettur vatnanna.
11 The name of the star is Wormwood, and one third of the water turned bitter, and many people died from drinking the water because it had become poisonous.
Stjarnan var kölluð „Remma, “því að hún mengaði þriðjung alls vatns á jörðinni og margir dóu.
12 The fourth angel blew his trumpet. One third of the sun, moon, and stars were struck so a third of them would be darkened, and a third part of the day would not give light, similarly the night.
Fjórði engillinn blés og jafnskjótt myrkvaðist þriðjungur sólarinnar, sömuleiðis þriðjungur tunglsins og stjarnanna. Við þetta minnkaði dagsbirtan um þriðjung og nóttin varð enn dimmari en áður.
13 I saw and heard an eagle flying in mid-heaven, shouting loudly, “Disaster, disaster, disaster is coming to those who live on the earth because of what is going to happen when the three remaining angels blow their trumpets.”
Meðan ég var að virða þetta fyrir mér, sá ég örn sem flaug um himininn, og sagði hann hárri röddu: „Vei! Vei! Vei, íbúum jarðarinnar, því að þegar englarnir, sem eftir eru, hafa blásið í lúðra sína munu hryllilegir atburðir gerast og þeir eru skammt undan.“

< Revelation 8 >