< Revelation 5 >
1 I saw the one sitting on the throne holding a scroll in his right hand. The scroll was written on both sides and was sealed with seven seals.
Sá sem í hásætinu sat, hélt á uppvafinni bók í hægri hendi og var hún skrifuð bæði að utan og innan, auk þess var hún lokuð með sjö innsiglum.
2 I saw a powerful angel shouting in a loud voice, “Who is worthy to open the scroll and break its seals?”
Sterklegur engill hrópaði nú hárri röddu og sagði: „Hver er þess verður að brjóta innsigli bókarinnar og opna hana?“
3 Nobody in heaven, or on earth, or under the earth was able to open the scroll and read it.
En enginn slíkur fannst, hvorki á himni né jörðu né heldur meðal hinna dauðu, sem leyft var að opna hana og lesa.
4 I cried many tears because nobody could be found who was worthy to open the book and read it.
Þá grét ég af vonbrigðum, vegna þess að hvergi nokkurs staðar fannst neinn, sem var verður þess að opna hana og segja okkur hvað í henni stæði.
5 One of the elders spoke to me and said, “Don't cry. Look, the Lion of the tribe of Judah, the descendant of David, has won the battle and can open the scroll and its seven seals.”
Þá sagði einn af öldungunum tuttugu og fjórum við mig: „Hættu að gráta og taktu eftir! Ljónið af Júda ætt, afkomandi Davíðs, hefur sigrað og sannað að hann er verðugur þess að brjóta þessi sjö innsigli og opna bókina.“
6 I saw a Lamb that looked as if it had been killed standing in the center by the throne and the four living creatures, among the elders. He had seven horns and seven eyes that are the seven Spirits of God that are sent out to all the earth.
Þá leit ég upp og sá lamb sem stóð frammi fyrir öldungunum tuttugu og fjórum, frammi fyrir hásætinu og verunum fjórum og ég sá að á lambinu voru sár, sem eitt sinn höfðu leitt það til dauða. Það hafði sjö horn og sjö augu, táknuðu þau hinn sjöfalda anda Guðs, sem sendur er út um allan heiminn.
7 He went and took the scroll from the right hand of the one that sat on the throne.
Lambið gekk nú fram og tók við bókinni úr hægri hendi þess sem sat í hásætinu,
8 When he had taken the scroll, the four living creatures and the twenty-four elders fell down before the Lamb. Each of them had a harp and golden bowls full of incense, which are the prayers of the believers.
og þá krupu öldungarnir tuttugu og fjórir frammi fyrir því. Hver öldungur um sig hafði hörpu og gullskál fulla af reykelsi – en það eru bænir þeirra sem trúa á Guð.
9 They sang a new song, “You are worthy to take the scroll and open its seals, for you were slain and with your blood you redeemed for God people from every tribe, language, people, and nation.
Og þeir sungu nýjan söng með þessum orðum: „Þú ert verðugt að taka við bókinni, brjóta innsigli hennar og opna hana, því að þér var slátrað og með blóði þínu keyptir þú fólk af öllum þjóðum, Guði til eignar.
10 You made them into a kingdom and priests for our God, and they will reign on the earth.”
Allt þetta fólk hefur þú leitt inn í ríki Guðs og gert það að prestum hans og þeir munu ráða ríkjum á jörðinni.“
11 As I looked I heard the voices of millions of angels around the throne, together with the living creatures and the elders,
Þá heyrði ég í milljónum engla, sem voru umhverfis hásætið, verurnar fjórar og öldungana,
12 shouting loudly together: “The Lamb that was slain is worthy to receive authority, wealth, wisdom, strength, honor, glory, and blessing.”
og þeir sungu af miklum þrótti: „Lambið er verðugt! Lambið, sem slátrað var, er verðugt að fá máttinn, ríkdóminn, viskuna, kraftinn, heiðurinn, dýrðina og lofgjörðina.“
13 Then I heard every creature in heaven, on earth, and under the earth, in the sea—every creature everywhere—replying: “To the one who sits on the throne, and to the Lamb be blessing, honor, glory, and authority, for ever and ever.” (aiōn )
Þá heyrði ég alla, sem eru á himni og jörðu og einnig hina dauðu sem eru í jörðinni og hafinu, hrópa og segja: „Blessunin, heiðurinn, dýrðin og mátturinn tilheyra honum, sem í hásætinu situr, og lambinu um alla eilífð.“ (aiōn )
14 The four living creatures said, “Amen!” and the elders fell down and worshiped.
Verurnar fjórar sögðu: „Amen!“Og öldungarnir tuttugu og fjórir féllu fram og tilbáðu.