< Psalms 84 >
1 For the music director. A psalm of the descendants of Korah. On the gittith. How wonderful is the place where you live, Lord Almighty!
Ó, hve musteri þitt er yndislegt, þú Drottinn hersveitanna.
2 I long, I ache, to be in the courts of the Lord. My mind and my body sing for joy to the living God.
Mig langar svo mjög, já ég þrái, að nálgast þig, hinn lifandi Guð.
3 Even a sparrow finds a home there, and a swallow builds a nest for herself where she can raise her chicks near to your altars, Lord Almighty, my king and my God.
Jafnvel spörvum og svölum leyfist að búa sér hreiður innan um ölturu þín og eiga þar unga sína. Þú Drottinn hinna himnesku hersveita, konungur minn og Guð minn!
4 How happy are those who live in your house—they are always praising you! (Selah)
Sælir eru þeir sem fá að búa í musteri þínu og syngja þér lof.
5 How happy are those whose strength is in you, those who are determined to make a pilgrimage.
Sælir eru þeir sem fá styrk frá þér og þrá það eitt að ganga veg þinn.
6 As they walk through the Valley of Tears it becomes a spring of water; autumn rains cover it with pools.
Þegar þeir ganga gegnum táradalinn, þá breytir þú honum í vatnsríka vin og haustregrúð færir þeim blessun.
7 They go from strength to strength, and each one will appear before God in Jerusalem.
Þeir styrkjast á göngunni og fá að lokum að ganga fram fyrir Drottin í musteri hans á Síon.
8 Lord God Almighty, please hear my prayer; please listen, God of Jacob. (Selah)
Drottinn, Guð hersveitanna, heyrðu bæn mína! Hlusta þú Guð Ísraels.
9 Please God, look at our defender, look at the face of your anointed one.
Guð, þú ert vörn okkar, miskunna honum sem þú smurðir til konungs.
10 One day in your courts is better than a thousand anywhere else. I'd rather stand as a doorkeeper in the house of my God than live comfortably in the homes of the wicked.
Einn dagur í musteri þínu er betri en þúsund aðrir sem eytt er á öðrum stað! Frekar vildi ég vera dyravörður í musteri Guðs míns, en búa í höllum óguðlegra.
11 For the Lord God is our sun and shield, and he gives us grace and honor. The Lord doesn't hold back anything good from those who do right.
Því að Drottinn er okkur ljós og skjöldur. Vegsemd og náð veitir hann. Hann neitar þeim ekki um nein gæði sem hlýða honum.
12 Lord Almighty, how happy are those who trust in you.
Drottinn hersveitanna, sæll er sá maður sem treystir þér.