< Psalms 143 >
1 A psalm of David. Lord, please hear my prayer. Because you are faithful, please listen to my appeal for mercy. Answer me because you do what is right!
Drottinn, heyrðu bæn mína. Svaraðu ákalli mínu, því að þú ert réttlátur og stendur við orð þín.
2 Please don't place me, your servant, on trial, because nobody is innocent in your sight.
Leiddu mig ekki fyrir dóm, því að enginn er réttlátur frammi fyrir þér.
3 The enemy has chased me down. He crushes me to the ground. He makes me live in darkness like those who died a long time ago.
Óvinir mínir eltu mig og náðu mér. Þeir slógu mig til jarðar og drógu mig inn í myrkrið – ég er eins og þeir sem gengnir eru til grafar.
4 I sense myself fading away inside; I am overwhelmed by a sense of desolation.
Ég eygi enga von, er lamaður af ótta.
5 I think of days long ago, and as I meditate I talk to myself about all you have done, I reflect on what you have accomplished.
Ég hugsa um máttarverk þau sem þú vannst fyrir langa löngu.
6 I stretch out my hands to you, thirsting for you like dried-out land. (Selah)
Ég leita þín. Mig þyrstir eftir þér eins og örþrota land, skrælnað af þurrki.
7 Please answer me quickly, Lord! I'm dying! Don't turn away otherwise I'll be just like those who are going down into the grave.
Komdu skjótt, Drottinn og bjargaðu mér, því að ég er að örmagnast! Snúðu ekki við mér bakinu, því að þá væri úti um mig.
8 Tell me every morning about your trustworthy love, because I put my confidence in you. Show me the way I should go, because I dedicate myself to you.
Sýndu mér miskunn þína að morgni, því að þér treysti ég. Sýndu mér þann veg er ég á að ganga, því að bæn mín er beðin í einlægni.
9 Save me from those who hate me, Lord—I run to you for protection.
Frelsaðu mig undan óvinum mínum, Drottinn minn, ég vil flýja í skjól þitt.
10 Teach me your will for you are my God. May your spirit of goodness lead me and make my way smooth.
Hjálpaðu mér að gera vilja þinn, því að þú ert minn Guð. Þinn góði andi leiði mig um réttan veg.
11 Because of the kind of person you are, let me go on living. Because you always do what's right, get me out of the trouble I'm in.
Drottinn, láttu mig lífi halda og leystu mig úr öllum þessum nauðum, því að þú ert réttlátur og veist að ég hef ekkert til saka unnið.
12 In your trustworthy love, get rid of those who hate me, destroy all my enemies, for I am your servant.
Ég er þjónn þinn. Þú elskar mig og ert mér svo góður! Ryð þú burt þessum óvinum mínum og láttu þá hverfa sem ofsækja mig.