< Hebrews 12 >
1 For that reason, since we are surrounded by such a great crowd of people who gave evidence of their trust in God, let's get rid of everything that holds us back, the seductive sins that trip us up, and let's keep on running the race placed before us.
Virðum nú fyrir okkur þessar trúarhetjur og látum þær verða okkur til hvatningar. Losum okkur við allt, sem hindrar okkur og fjötrar. Þá á ég sérstaklega við syndir, sem vafist hafa um fætur okkar og hindrað okkur í að ganga áfram veg trúarinnar. Hlaupum þolgóð skeiðið, sem Guð hefur ætlað okkur.
2 We should keep on looking to Jesus, the one who begins and completes our trust in God. Because of the joy ahead of him Jesus endured the cross, disregarding its shame, and sat down at the right hand of God's throne.
Horfum stöðugt á Jesú, höfund og leiðtoga trúar okkar. Hann var fús að deyja smánardauða á krossi, vegna gleðinnar, sem hann vissi að biði hans, og nú situr hann í heiðurssæti við hástól Guðs.
3 Think about Jesus who endured such hostility from sinful people so you don't grow tired and become discouraged.
Ef þið viljið komast hjá því að missa kjarkinn og gefast upp, minnist þá þolinmæði hans er hann þjáðist af völdum syndugra manna.
4 Your resistance so far hasn't cost you blood as you fight against sin.
Enn hafið þið ekki þurft að berjast svo gegn synd og freistingum að sviti ykkar hafi orðið að blóðdropum.
5 Have you forgotten God's appeal to you when he reasons with you as his children? He says, “My child, don't treat the Lord's discipline lightly, and don't give up when he corrects you either.
Hafið þið alveg gleymt þessum hvatningarorðum sem Guð sagði við ykkur, börnin sín: „Sonur minn, reiðstu ekki þótt Drottinn refsi þér. Misstu ekki kjarkinn, þótt hann bendi þér á mistök þín,
6 The Lord disciplines everyone he loves, and he punishes everyone he welcomes as his child.”
því að refsing hans sannar að hann elskar þig. Ef hann hirtir þig, þá sýnir það aðeins að þú ert í raun og veru barn hans.“
7 Be patient as you experience God's discipline because he is treating you as his children. What child doesn't experience a father's discipline?
Leyfðu Guði að aga þig, því að það gera allir feður sem elska börnin sín. Hafið þið nokkru sinni heyrt talað um son sem aldrei hlaut umvöndun?
8 If you are not disciplined, (which everyone has experienced), then you are illegitimate and not true children.
Ef Guð lætur hjá líða að refsa ykkur, þegar þið eigið það skilið – eins og feður almennt refsa börnum sínum – þá er það merki þess að þið séuð alls ekki hans börn og tilheyrið þar af leiðandi ekki fjölskyldu hans.
9 For if we respected our earthly fathers who disciplined us, shouldn't we even more be subject to the discipline of our spiritual Father which leads to life?
Við virðum okkar jarðnesku feður, enda þótt þeir refsi okkur, ættum við þá ekki enn frekar að taka ögun Guðs, svo við lærum að lifa lífinu á réttan hátt?
10 They disciplined us for a short while as they thought appropriate, but God does so for our benefit in order that we can share his holy character.
Okkar jarðnesku feður öguðu okkur aðeins í nokkur ár og aðeins í góðum tilgangi. Ögun Guðs er alltaf rétt og okkur fyrir bestu, því að hún veitir okkur hlutdeild í heilagleika hans.
11 When it happens, all discipline seems painful and not something to be happy about. But later on it produces peace in those who have been trained in this way so that they do what is good and right.
Refsing er óþægileg meðan á henni stendur, og jafnvel sársaukafull! En hver er árangurinn? Persónuleiki og skilningur mannsins vex og þroskast.
12 So strengthen your feeble hands, and your weak knees!
Herðið nú tökin, þið lúnu hendur, og réttið úr ykkur, magnþrota hné!
13 Make straight paths to walk on, so that those who are crippled won't lose their way, but will be healed.
Ryðjið öllum hindrunum úr vegi svo að þeir sem á eftir koma, veikir og vanmegna, hrasi ekki á göngunni, heldur styrkist í hverju skrefi.
14 Do your best to live in peace with everybody, and look for holiness—if you don't have this you won't see the Lord.
Forðist allar deilur og leitist við að lifa hreinu og heilögu lífi, því að án helgunar mun enginn sjá Drottin.
15 Make sure that none of you lack God's grace, in case some cause of bitterness arises to give trouble and end up corrupting many of you.
Gefið gætur hvert að öðru, svo að þið missið ekki af blessun Guðs. Gætið þess að verða ekki beisk hvert við annað, því að beiskjan er trúnni til mikils tjóns.
16 Make sure there's nobody who is sexually immoral, or irreligious, like Esau was. He sold his birthright for a single meal.
Hafið gát a að enginn lifi lauslæti eða fjarlægist Guð, eins og Esaú. Hann mat frumburðarrétt sinn til jafns við einn málsverð.
17 You remember that even when he wanted to receive the blessing later on he was refused. Even though he really tried, and cried hard, Esau couldn't change what he had done.
Síðar, þegar hann vildi endurheimta réttindi sín, var allt um seinan og beisk iðrunartár hans fengu engu breytt. Munið þetta og gætið ykkar vel.
18 You haven't arrived at a physical mountain that can be touched, that burned with fire, to a stormy place of black darkness,
Þið hafið ekki þurft að horfast í augu við ógnir, æðandi eld, sorta, myrkur og óveður, eins og Ísraelsmenn á Sínaífjalli, þegar Guð gaf þeim lögmálið.
19 where the sound of a trumpet and a voice speaking was heard—and those who heard the voice begged never to hear it speak to them again.
Þá kvað við skær lúðurhljómur og rödd sem flutti þvílíkan boðskap að fólkið bað Guð að hætta að tala.
20 For they couldn't take what they were told to do, such as, “Even if a farm animal touches the mountain, it must be stoned to death.”
Og þegar Guð sagði að sérhver skepna sem snerti fjallið myndi deyja, þá hopaði fólkið á hæl.
21 The sight was so terrifying that Moses himself said, “I'm so scared I'm shaking!”
Sjálfur Móse varð svo hræddur við þessa sýn að hann skalf af ótta.
22 But you have arrived at Mount Zion, the city of the living God, heavenly Jerusalem, with its thousands and thousands of angels.
Nú eruð þið komin að Síonfjalli, til borgar lifandi Guðs, hinnar himnesku Jerúsalem, til fundar við óteljandi engla,
23 You have come to the church of the firstborn whose names are written down in heaven, to God, the judge of everyone, and to those good people whose lives are complete.
til kirkju Krists, sem telur alla sem skráðir eru á himnum, til Guðs, sem alla dæmir, til hinna endurleystu anda, sem fullkomnir eru orðnir,
24 You have come to Jesus, who shares with us the new agreed relationship, to the sprinkled blood that means more than that of Abel.
til sjálfs Jesú, sem færði okkur nýjan og dásamlegan sáttmála sinn, og til blóðsins, sem úthellt var og veitir náð og fyrirgefningu í stað þess að hrópa á hefnd, eins og blóð Abels.
25 Make sure you don't reject the one who is speaking! If they didn't escape when they rejected God on earth, it is even more certain that we won't escape if we turn away from God who warns us from heaven!
Gætið þess að hlýða honum, sem talar til ykkar. Ísraelsmönnum varð ekki bjargað eftir að þeir neituðu að hlýða á Móse, sem þó var aðeins maður. Við erum ekki síður í skelfilegri hættu, ef við óhlýðnumst Guði, sem talar til okkar frá himnum.
26 Back then God's voice shook the earth, but his promise is now: “One more time I'm going to shake not only the earth, but heaven too.”
Þegar Guð talaði frá Sínaífjalli var rödd hans svo sterk að jörðin skalf. „En næst, “segir hann, „mun ég ekki aðeins hrista jörðina, heldur einnig himininn!“
27 This expression, “one more time,” indicates that all creation that is shaken is removed so that everything that is not shaken may remain.
Með þessu á hann við að hann muni fjarlægja allt, sem ekki fær staðist, svo einungis það sem stenst verði eftir.
28 Since we're receiving a kingdom that cannot be shaken, let us have a gracious attitude, so we can serve God in a way that pleases him, with reverence and respect.
Fyrst ríki okkar er ósigrandi, skulum við þóknast Guði með því að þjóna honum með þakklátum hjörtum, heilögum ótta og lotningu,
29 For “our God is a fire that consumes.”
því að Guð er eyðandi eldur.