< 2 Timothy 3 >
1 Be aware that there will be troubled times in the last days.
Eitt er það enn sem þér er nauðsynlegt að vita, Tímóteus, á hinum síðustu dögum verður mjög erfitt að vera kristinn.
2 People will love themselves and love money. They will be boastful, arrogant, abusive, disobedient to their parents, ungrateful, and without God in their lives.
Þá munu menn verða sjálfselskir og ágjarnir. Þeir verða stoltir og hrokafullir, fyrirlíta Guð og verða foreldrum sínum óhlýðnir og vanþakklátir. Illskan mun vaxa á flestum sviðum.
3 Heartless and unforgiving, they'll commit slander and have no self-control. Brutal people who hate what's good,
Menn verða miskunnarlausir og ófúsir að vægja. Þeim verður eðlilegt að ljúga og sýna ýmiskonar yfirgang. Menn kæra sig kollótta um gott siðferði en verða óheflaðir og grimmir, og fyrirlíta það sem gott er.
4 they will betray others and be totally thoughtless. They are absurdly full of themselves, living so much for pleasure that they don't care about loving God.
Þeir munu svíkja vini sína, vera framhleypnir og hrokafullir og elska lífsgæðin meira en Guð.
5 They may give an outward impression of being religious, but they don't actually believe it works. Stay away from these people!
Menn munu að vísu sækja kirkjur, en það mun hafa lítil áhrif á þá. Haltu þér frá slíkum mönnum.
6 They're the kind of people that slip into homes and take control of vulnerable women who are burdened down by the guilt of sin and distracted by all kinds of desires.
Úr þessum hópi koma þeir sem smeygja sér inn á heimili annarra og koma sér í mjúkinn hjá grunnhyggnu og syndugu kvenfólki, sem lætur leiðast af fýsnum sínum.
7 These women are always trying to learn but they're never able to understand the truth!
Þessar konur fylgja öllum nýjum kenningum sem þær heyra en öðlast þó aldrei skilning á sannleikanum.
8 Just like Jannes and Jambres opposed Moses, these teachers also oppose the truth. They are people with corrupted minds whose supposed trust in God is a lie.
Þessir kennimenn vinna gegn sannleikanum, rétt eins og Jannes og Jambres börðust gegn Móse. Þeir eru afvegaleiddir, hafa óhreint hugarfar og hafa snúist gegn kristinni trú.
9 But they won't get far. Their stupidity will be obvious to everyone, just like that of Jannes and Jambres.
En þeim verður ekki stætt á þessu til lengdar, því að dag einn munu svik þeirra verða lýðum ljós, rétt eins og svik Jannesar og Jambresar.
10 But you know all about my teaching and behavior, and my aim in life. You know my trust in God and my love. You know what I've had to endure—
Tímóteus, þú þekkir mig og veist að ég er ekki af slíku sauðahúsi. Þú veist hverju ég trúi, hvernig ég lifi og hvert ég stefni. Þú þekkir trú mína á Krist og veist hvað ég hef orðið að þola. Þú veist hve heitt ég elska þig og þekkir einnig þolinmæði mína.
11 how I've been persecuted and what I've suffered. You know what happened to me at Antioch, at Iconium, and at Lystra—the troubles I had and how the Lord rescued me from all of them.
Þér er kunnugt um alla erfiðleikana sem ég hef mætt vegna fagnaðarerindisins. Þú veist vel hvað gert var við mig í Antíokkíu, Íkóníum og Lýstru en Drottinn bjargaði mér úr því öllu.
12 Of course it's true that everyone who wants to live a life devoted to God in Christ Jesus will experience persecution,
Allir sem í sannleika hlýða Jesú Kristi og lifa guðrækilegu lífi, munu ofsóttir verða.
13 while wicked people and frauds will do well, going from bad to worse, deceiving others and deceiving themselves too.
Illmenni og falskennendur munu sækja í sig veðrið og leiða marga í villu, enda sjálfir afvegaleiddir af Satan.
14 But you must hold onto the things you've learned and are convinced are true. You know who taught you.
Haltu fast í trúna á það sem þér hefur verið kennt! Þú veist að það er sannleikurinn, enda getur þú treyst okkur sem kenndum þér það.
15 From your childhood you've known the holy Scriptures which can give you understanding for salvation by trusting in Christ Jesus.
Þú manst að þegar þú varst drengur, var þér kennt að þekkja Guðs orð og þar er okkur sagt hvernig við eignumst hjálpræði Guðs í trúnni á Jesú Krist.
16 All Scripture inspired by God is useful for teaching, for confronting what is wrong, for setting us straight, and for telling us what is right.
Öll Biblían er orð Guðs, því að hún er innblásin af heilögum anda. Hún kennir okkur sannleikann og bendir okkur á það sem rangt er í lífi okkar. Hún leiðréttir okkur og hjálpar okkur að gera það sem rétt er.
17 This is how God provides a thorough preparation for those who work for him to accomplish all that's good.
Hún er verkfæri Guðs til að móta líf okkar og gera okkur hæf til að vinna það sem gott er.