< 2 Peter 2 >

1 But just as there were false prophets among the people then, there will be false teachers among you. They subtly introduce false and destructive teachings, even denying the Lord who redeemed them, quickly bringing destruction on themselves.
Falsspámenn komu einnig fram í þá daga og hið sama mun gerast hjá ykkur. Þeir munu beita kænsku við að breiða út lygi um Guð. Þeir munu jafnvel ganga svo langt að afneita Drottni sínum, sem frelsaði þá, og þegar svo er komið eru afdrif þeirra augljós: Bráð glötun.
2 Many will follow their immoral perversions, and because of them people will condemn the way of truth.
Margir munu aðhyllast villukenningar þeirra og þeir munu fá fólk til að hlæja að Kristi og kenningum hans.
3 They will greedily exploit you with false tales. However, they are already condemned: their sentence has been hanging over them for a long time, their destruction won't be postponed.
Þessir fræðarar munu segja ykkur allt sem þeim dettur í hug, til þess eins að græða á ykkur og komast yfir peningana ykkar. Langt er síðan Guð fordæmdi slíka menn og nú bíður þeirra ekkert nema glötun.
4 For God didn't even spare the angels when they sinned. He threw them into Tartarus, holding them in dark pits ready for judgment. (Tartaroō g5020)
Ekki hlífði Guð englunum sem syndguðu, heldur varpaði hann þeim niður til heljar, þar sem þeir bíða dómsdags, læstir inni í dimmum og drungalegum hellum. (Tartaroō g5020)
5 God didn't spare the ancient world either, but he protected Noah who told people about the God who did right. He was one of the eight who were saved when God sent a flood upon a world of evil people.
Ekki hlífði hann heldur fólkinu sem lifði fyrr á öldum, á dögum flóðsins, að Nóa undanskildum, manninum sem játaði trú sína á Guð ásamt sjö öðrum í fjölskyldu sinni. Í þessu gífurlega flóði eyddi Guð hinum óguðlega heimi.
6 God condemned the cities of Sodom and Gomorrah to total destruction, burning them to ash, as an example of what will happen to those who live evil lives.
Síðar gerði hann borgirnar Sódómu og Gómorru að rjúkandi rúst. Hann þurrkaði þær út af yfirborði jarðarinnar og setti þær sem víti til varnaðar, öllum óguðlegum mönnum framtíðarinnar, svo að þeir mættu minnast þeirra og skelfast.
7 But God rescued Lot because he was a good man, sickened by the disgusting immorality of his neighbors.
En á sama tíma bjargaði Drottinn Lot út úr Sódómu, vegna þess að hann var góður maður. Öll sú hræðilega illska, sem Lot varð vitni að dag eftir dag, olli honum sárri kvöl.
8 (Lot lived among them, but he did what was good and right. He saw and heard what they did day after day, and their wickedness tormented him.)
9 As you can see, the Lord is able to rescue from their troubles those who respect him, and to keep the wicked until the day of judgment when their punishment is completed.
Fyrst Drottinn gat bjargað Lot, þá getur hann einnig bjargað þér og mér út úr þeim freistingum sem umkringja okkur, og hann getur einnig refsað hinum óguðlegu, allt til þess dags er lokadómurinn verður kveðinn upp.
10 This is especially so for those who follow their corrupt human desires, and contemptuously disregard authority. Arrogant and proud, they're not even afraid to defame heavenly beings.
Drottinn mun kveða upp þungan dóm yfir þeim sem láta leiðast af girnd sinni og illum hugsunum; einnig þeim sem eru stoltir og einþykkir og dirfast að hæðast að dýrð hans.
11 Angels, on the other hand, even though they are stronger and more powerful, don't disparage them before the Lord.
Þetta gera þessir falskennendur enda þótt englarnir, sem standa frammi fyrir Drottni á himnum – og eru þeir miklu æðri að tign og mætti – fari aldrei niðrandi orðum um þessi illu máttarvöld.
12 These people are like mindless beasts, produced like farm animals to be captured and slaughtered. They condemn things they don't know anything about, and just like animals they will be destroyed.
Þessir falskennendur eru heimskir. Þeir eru engu betri en dýrin, sem aðeins láta stjórnast af hvötum sínum og eru fædd til þess eins að verða slátrað. Þeir hlæja að hinum voldugu, sem þeir þekkja ekki hót. Slíkir menn munu fá það sem þeir eiga skilið fyrir illverk sín – glötun.
13 They will be paid back in harm for the harm they have done. Their idea of fun is to commit their evil lusts in broad daylight. They are stains and blemishes on your community. They enjoy their deceptive pleasures even while they eat together with you.
Það verða launin sem þeir munu fá fyrir syndir sínar, því að þeir eru munaðarseggir sem sækjast stöðugt eftir því sem illt er. Þeir eru til skammar og svívirðingar á meðal ykkar. Þeir draga ykkur á tálar, því að bæði lifa þeir í viðbjóðslegri synd og svo taka þeir þátt í kærleiksmáltíðum ykkar eins og allt væri í besta lagi.
14 They're always on the lookout for adulterous relationships—they just can't stop sinning. They seduce the vulnerable; they have trained themselves in greed; they are offspring under a curse.
Engin kona kemst hjá syndsamlegum augnagotum þeirra og af hórdómi fá þeir aldrei nóg. Þeir leika sér að því að tæla óstöðugar konur og æsa þar með upp í sér girndina – bölvun dómsins bíður þeirra.
15 They have abandoned the right path and went astray, following the way of Balaam, the son of Beor, who loved to be paid for doing evil.
Þeir hafa yfirgefið hinn rétta veg og villst eins og Bíleam, sonur Beórs, sem elskaði rangfenginn gróða.
16 But he was told off for his evil actions—a dumb donkey spoke with a human voice and stopped the prophet's foolishness!
En Bíleam var stöðvaður á villubraut sinni, er asninn hans tók að tala við hann mannamál og ávíta hann.
17 People like these are springs without water, mists blown away by the wind. They are destined for blackest darkness—forever. (questioned)
Þessir menn eru eins og lindir sem þornað hafa upp. Þeir lofuðu góðu, en svo brugðust þeir. Þeir eru eins og ský sem hrekjast fyrir vindi. Þeir eru dæmdir til að falla í hin eilífu hyldýpi myrkursins. (questioned)
18 Inflated with their own nonsense, they appeal to sensual desires, luring back into immorality those who have only just escaped from those who live in error.
Þeir hrósa sér fjálglega af syndum sínum og árangri í kvennamálum og nota girnd sína sem beitu til að draga þá, sem nýsloppnir eru úr slíku spillingarfeni, aftur út í syndina.
19 They promise them freedom, even though they themselves are slaves to depravity. “You are a slave to whatever conquers you.”
Þeir segja: „Fagnaðarerindið gefur þér rétt til að gera hvað sem þig langar til. Vertu frjáls!“Fræðarar, sem bjóða slíkt „frelsi“frá boðorðunum, eru sjálfir þrælar syndar og spillingar. Sérhver maður er þræll þess sem hefur vald yfir honum.
20 If people manage to escape from the evil influence of the world by knowing the Lord and Savior Jesus Christ, and then get tangled up in sin again and are defeated, they are worse off than they were in the first place.
Sá sem hefur sloppið úr greipum hins illa í þessum heimi, með því að kynnast Drottni okkar og frelsara Jesú Kristi, en flækist síðan aftur í neti syndarinnar og verður þræll hennar að nýju, er verr staddur en áður en hann varð kristinn.
21 It would have been better not to have known the right way of truth, than to have known it and then turn away from the sacred instructions they'd been given.
Betra hefði verið fyrir hann að kynnast aldrei Kristi, en að kynnast honum og snúa síðan bakinu við hinum heilögu boðorðum, sem honum voru gefin.
22 This proverb has come true for them: “The dog has returned to its own vomit, and the washed pig has gone back to rolling in the mud.”
Gamall málsháttur hljóðar svo: „Hundur snýr aftur til spýju sinnar og þvegið svín veltir sér í saur.“Þannig fer fyrir þeim sem snúa sér aftur að syndinni.

< 2 Peter 2 >