< 1 John 4 >
1 Dear friends, don't trust every spirit, but put the spirits to the test to find out whether they're from God, for there are many false prophets out there in the world.
Elsku vinir, trúið ekki öllu sem þið heyrið, enda þótt menn segi að það sé boðskapur frá Guði. Sannprófið það fyrst. Margir falskennendur eru nú á ferð um heiminn.
2 How can you recognize God's Spirit? Every spirit that accepts Jesus Christ came with a human body is from God;
Til að vita hvort boðskapur þeirra sé frá heilögum anda, skulum við spyrja hvort Jesús Kristur, sonur Guðs, hafi orðið maður og komið í mannslíkama. Ef þeir viðurkenna það, þá er boðskapur þeirra frá Guði,
3 while every spirit that doesn't accept Jesus, that spirit isn't from God. In fact it is the spirit of the antichrist which you heard was coming, and which is already in the world.
ef ekki, þá er hann frá andstæðingi Krists – andkristinum – sem þið hafið heyrt að koma muni, og áhrifa hans gætir nú þegar í heiminum.
4 But you belong to God, my friends, and you have defeated them, for the one who is in you is greater than the one who is in the world.
Kæru ungu vinir, þið tilheyrið Guði og hafið þegar unnið sigur á andstæðingum Krists, því að sá sem er í ykkur, er máttugri en allir falskennendur þessa óguðlega heims.
5 They belong to the world, so they speak like people of the world, and the world listens to them.
Þeir eru af þessum heimi og hafa þess vegna allan hugann við það sem heimsins er, og heimurinn hefur áhuga á þeim.
6 We belong to God and whoever knows God listens to us, while whoever doesn't belong to God doesn't listen to us. This is how we can distinguish the spirit of truth from the spirit of deception.
En við erum Guðs börn og þess vegna vilja þeir einir hlusta á okkur, sem hafa samfélag við Guð. Aðrir hafa ekki áhuga. Við höfum einnig aðra leið til að sannprófa hvort einhver boðskapur sé frá Guði: Ef hann er frá Guði, vill heimurinn ekki hlusta.
7 Dear friends, let's go on loving one another, for love comes from God. All those who love are born of God and know God.
Kæru vinir, elskum hvert annað, því kærleikurinn er frá Guði. Þeir sem iðka kærleika og umhyggju, sýna að þeir eru börn Guðs og þekking þeirra á honum fer vaxandi.
8 Those who don't love don't know God, for God is love.
Sá sem ekki sýnir kærleika, þekkir ekki Guð, því að Guð er kærleikur.
9 How was God's love shown to us? God sent his one and only Son into the world so that we could live through him.
Guð hefur sýnt kærleika sinn með því að senda einkason sinn, í þennan hrjáða heim, til að deyja fyrir okkur og gefa okkur eilíft líf.
10 This is love! It's not that we loved God, but that he loved us, and he sent his Son to be the reconciliation for our sins.
Kærleikurinn birtist ekki í því að við elskuðum Guð, heldur í því að hann elskaði okkur og sendi son sinn til að afplána refsingu fyrir syndir okkar.
11 Friends, if this is the way God loves us, we ought to love one another like this too.
Kæru vinir, fyrst Guð hefur elskað okkur svo heitt, ber okkur einnig að elska hvert annað,
12 No one has ever seen God. However, if we love one another then God lives in us, and his love is fulfilled in us.
Enginn hefur nokkru sinni séð Guð eins og hann er í raun og veru, en samt lifir hann í okkur, það er að segja, þegar við elskum hvert annað og leyfum kærleika hans að vaxa í okkur.
13 How can we know that we live in him, and that he lives in us? He's given us the ability to love by his Spirit.
Guð hefur einnig gefið okkur heilagan anda og það sýnir að við lifum í samfélagi við hann.
14 For we are witnesses to what we have seen and testify that the Father sent the Son as the Savior of the world.
Við höfum séð með eigin augum og vitnum fyrir öllum heiminum, að Guð sendi son sinn til að verða frelsara allra manna.
15 God lives in everyone who declares that Jesus is the Son of God, and they live in God.
Hver sá sem trúir og játar að Jesús sé sonur Guðs, á Guð í hjarta sínu og lifir í samfélagi við hann.
16 We have experienced and trusted in the love that God has for us. God is love, and those who live in love, live in God, and God lives in them.
Við vitum að Guð elskar okkur – við höfum fundið kærleika hans! Við vitum það einnig vegna þess að við trúum orðum hans, að hann elski okkur. Guð er kærleikur og sá sem sýnir kærleika í verki, lifir í Guði og Guð í honum.
17 This is how love is made complete in us so that we can be confident on judgment day: by the fact that we live just like him in this world.
Ef við lifum í Kristi, vex kærleikur okkar og nær fullkomnun og þá verðum við okkur ekki til skammar eða háðungar á degi dómsins. Þá getum við glöð og hugrökk horfst í augu við hann, því að hann elskar okkur og við elskum hann.
18 Where there is love there can be no fear. God loves us completely, and this love drives all our fears away. If we do fear, it's because we fear being punished, and this shows that we have not been fully re-made by the completeness of God's love.
Okkur er óþarft að óttast þann, sem elskar okkur, því að hans fullkomni kærleikur rekur burt allan ótta. Ef við erum hrædd, þá er það vegna þess að við höldum að Guð muni refsa okkur – við erum ekki fyllilega sannfærð um að hann elski okkur.
19 We love because he loved us first.
Af þessu má sjá að kærleikur okkar til hans er afleiðing af kærleika hans til okkar.
20 Anyone who says, “I love God,” but hates a Christian brother or sister, is a liar. Anyone who doesn't love a brother whom they can see, can't love God whom they can't see.
Ef einhver segir: „Ég elska Guð, “og heldur áfram að hata bróður sinn, sem hann umgengst og sér, hvernig getur hann þá elskað Guð, sem hann hefur aldrei séð?
21 This is the command he gave to us: those who love God love their brothers and sisters too.
Boðorð Guðs er svona: „Sá, sem elskar Guð, á einnig að elska bróður sinn.“