< Psalms 74 >
1 Understanding for Asaph. O God, why hast thou cast us off unto the end: why is thy wrath enkindled against the sheep of thy pasture?
Guð, hvers vegna hefur þú hafnað okkur fyrir fullt og allt? Af hverju ertu reiður? Við erum þó þín eigin hjörð?
2 Remember thy congregation, which thou hast possessed from the beginning. The sceptre of thy inheritance which thou hast redeemed: mount Sion in which thou hast dwelt.
Mundu, að við erum þjóðin þín – fólkið sem þú forðum leystir úr útlegð og valdir þér til eignar og gleði. Þú útvaldir Jerúsalem sem bústað þinn á jörðu.
3 Lift up thy hands against their pride unto the end; see what things the enemy hath done wickedly in the sanctuary.
Fáðu þér göngu og skoðaðu rústirnar! Sjáðu, óvinirnir hafa eyðilagt borgina og musteri þitt.
4 And they that hate thee have made their boasts, in the midst of thy solemnity. They have set up their ensigns for signs,
Þar, já, inni í helgidómnum, æptu þeir heróp, reistu stríðsfána sína og guðamyndir og fögnuðu sigri!
5 And they knew not both in the going out and on the highest top. As with axes in a wood of trees,
Allt er eins og rjúkandi rúst, eins og brunninn skógur.
6 They have cut down at once the gates thereof, with axe and hatchet they have brought it down.
Með öxum sínum og sleggjum hjuggu þeir og brutu allan útskurðinn.
7 They have set fire to thy sanctuary: they have defiled the dwelling place of thy name on the earth.
Þeir kveiktu í musterinu og gjöreyddu helgidóm þinn, Drottinn.
8 They said in their heart, the whole kindred of them together: Let us abolish all the festival days of God from the land.
„Þurrkum út allt sem minnir á Drottin!“öskruðu þeir og brenndu síðan öll samkomuhús Guðs í landinu.
9 Our signs we have not seen, there is now no prophet: and he will know us no more.
Ekkert er nú eftir sem sýnir að við séum þín útvalda þjóð. Spámennirnir eru horfnir og hver getur þá sagt okkur hvenær þessi ósköp munu enda?
10 How long, O God, shall the enemy reproach: is the adversary to provoke thy name for ever?
Hve lengi ætlar þú Guð að leyfa óvinum þínum að óvirða nafn þitt? Ætlar þú að láta þá komast upp með þetta að eilífu?
11 Why dost thou turn away thy hand: and thy right hand out of the midst of thy bosom for ever?
Eftir hverju ertu að bíða? Af hverju gerir þú ekkert? Ó, rektu þá burt með þinni sterku hendi!
12 But God is our king before ages: he hath wrought salvation in the midst of the earth.
Guð, þú ert konungur minn frá alda öðli. Hjálpar þinnar hef ég notið á öllum mínum ferðum.
13 Thou by thy strength didst make the sea firm: thou didst crush the heads of the dragons in the waters.
Þú klaufst hafið með mætti þínum,
14 Thou hast broken the heads of the dragon: thou hast given him to be meat for the people of the Ethiopians.
molaðir haus sjávarguðsins!
15 Thou hast broken up the fountains and the torrents: thou hast dried up the Ethan rivers.
Eftir skipun þinni opnuðust lindir og þar gat þjóð þín svalað þorstanum. Og þú þurrkaðir fyrir þau farveg Jórdanar, sem annars streymir endalaust.
16 Thine is the day, and thine is the night: thou hast made the morning light and the sun.
Þú stjórnar bæði nóttu og degi og sólina og stjörnurnar hefur þú skapað.
17 Thou hast made all the borders of the earth: the summer and the spring were formed by thee.
Öll náttúran er á valdi þínu og vetur og sumar eru þín verk.
18 Remember this, the enemy hath reproached the Lord: and a foolish people hath provoked thy name.
Drottinn líttu á, óvinir þínir spotta þig, ofstopalýður óvirðir nafn þitt!
19 Deliver not up to beasts the souls that confess to thee: and forget not to the end the souls of thy poor.
Ó, Drottinn, frelsaðu mig! Verndaðu turtildúfuna þína fyrir ránfuglunum. Bjargaðu eignarlýð þínum úr klóm varganna.
20 Have regard to thy covenant: for they that are the obscure of the earth have been filled with dwellings of iniquity.
Minnstu loforða þinna! Landið er hulið myrkri og ofbeldismenn út um allt.
21 Let not the humble be turned away with confusion: the poor and needy shall praise thy name.
Drottinn, þjóð þín er kúguð, en láttu hana ekki þurfa að þola þessa svívirðing endalaust. Leyfðu hinum fátæku og hrjáðu að lofa nafn þitt!
22 Arise, O God, judge thy own cause: remember thy reproaches with which the foolish man hath reproached thee all the day.
Komdu, ó Guð, og ákærðu óvini okkar. Hlustaðu á óþverrann sem þessi illmenni ausa yfir þig alla daga!
23 Forget not the voices of thy enemies: the pride of them that hate thee ascendeth continually.
Gleymdu ekki formælingum óvina þinna, þær glymja hærra og hærra.