< Psalms 73 >
1 A psalm for Asaph. How good is God to Israel, to them that are of a right heart!
Guð er góður við Ísrael! Hann er góður þeim sem hreinlyndir eru.
2 But my feet were almost moved; my steps had well nigh slipped.
En hvað um mig? Ég var kominn á ystu nöf. Það munaði engu að mér skrikaði fótur og ég félli!
3 Because I had a zeal on occasion of the wicked, seeing the prosperity of sinners.
Ég hafði fyllst gremju út af velgengni hinna hrokafullu.
4 For there is no regard to their death, nor is there strength in their stripes.
Þeim virtist ganga allt í haginn. Þeir eru hraustir og sterkir.
5 They are not in the labour of men: neither shall they be scourged like other men.
Þeir virðast lausir við alla erfiðleika og áföll sem henda aðra.
6 Therefore pride hath held them fast: they are covered with their iniquity and their wickedness.
Hrokinn er eins og glitrandi festi um háls þeirra og þeir eru sveipaðir ofríki eins og skikkju.
7 Their iniquity hath come forth, as it were from fatness: they have passed into the affection of the heart.
Þeir belgjast út af offitu og augu þeirra tútna af ágirnd.
8 They have thought and spoken wickedness: they have spoken iniquity on high.
Þeir hæðast að Guði og hafa í hótunum við fólk hans. Hroki er í hverju orði.
9 They have set their mouth against heaven: and their tongue hath passed through the earth.
Þeir stæra sig gegn himninum og blaðrið í þeim heyrist um allar jarðir.
10 Therefore will my people return here and full days shall be found in them.
Þjóð Guðs er orðlaus og gleypir í sig boðskap þeirra.
11 And they said: How doth God know? and is there knowledge in the most High?
„Guð virðist láta þá í friði, “segir fólk,
12 Behold these are sinners; and yet abounding in the world they have obtained riches.
„já, þessir guðleysingjar lifa áhyggjulausu lífi og verða ríkari með hverjum degi.“
13 And I said: Then have I in vain justified my heart, and washed my hands among the innocent.
Hef ég eytt tíma mínum til einskis? Er til nokkurs að kappkosta að lifa heiðvirðu lífi?
14 And I have been scourged all the day; and my chastisement hath been in the mornings.
Allt sem ég hef upp úr því er erfiði og strit – alla daga, sí og æ!
15 If I said: I will speak thus; behold I should condemn the generation of thy children.
Ef ég talaði með þessum hætti, væri ég að bregðast lýð þínum.
16 I studied that I might know this thing, it is a labour in my sight:
En þetta er samt svo torskilið – velgengni þeirra sem hata Drottin.
17 Until I go into the sanctuary of God, and understand concerning their last ends.
En dag einn fór ég í helgidóm Drottins til að íhuga, og þá hugleiddi ég framtíð þessara vondu manna.
18 But indeed for deceits thou hast put it to them: when they were lifted up thou hast cast them down.
Sá vegur sem þeir ganga mun enda í skelfingu. Skyndilega mun þeim skrika fótur og þeir hrasa og steypast fram af brúninni, niður í hyldýpið.
19 How are they brought to desolation? they have suddenly ceased to be: they have perished by reason of their iniquity.
Það verður snöggur endir á allri „gæfunni“, skyndileg tortíming.
20 As the dream of them that awake, O Lord; so in thy city thou shalt bring their image to nothing.
Líf þeirra líkist draumi. Þeir munu vakna til veruleikans, eins og þegar menn vakna af draumsvefni og sjá að allt var ímyndun ein!
21 For my heart hath been inflamed, and my reins have been changed:
Þegar ég skyldi þetta, fylltist ég hryggð og leið illa.
22 And I am brought to nothing, and I knew not.
Ég sá hve heimskur og fávís ég var. Ég hlýt að vera eins og skynlaus skepna í þínum augum, Guð!
23 I am become as a beast before thee: and I am always with thee.
En samt elskar þú mig! Þú heldur í hægri hönd mína og varðveitir mig.
24 Thou hast held me by my right hand; and by thy will thou hast conducted me, and with thy glory thou hast received me.
Og áfram munt þú leiða mig með vísdómi þínum og speki.
25 For what have I in heaven? and besides thee what do I desire upon earth?
Hvern á ég að á himnum nema þig? Og þú ert sá sem ég þrái mest á jörðu!
26 For thee my flesh and my heart hath fainted away: thou art the God of my heart, and the God that is my portion for ever.
Heilsu minni hrakar og hjarta mitt þreytist, en Guð lifir! Hann er styrkur minn, ég fæ að tilheyra honum að eilífu.
27 For behold they that go far from thee shall perish: thou hast destroyed all them that are disloyal to thee.
Drottinn, þeir sem hafna þér munu farast, því að þú eyðir þeim sem þjóna öðrum guðum.
28 But it is good for me to adhere to my God, to put my hope in the Lord God: That I may declare all thy praises, in the gates of the daughter of Sion.
En hvað um mig? Ég vil komast eins nálægt Guði og ég get! Ég hef kosið að trúa á Drottin. Hann er skjól mitt. Ég vil vitna um það í allra áheyrn að margsinnis hefur hann bjargað mér á undursamlega hátt.