< Psalms 41 >
1 Unto the end, a psalm for David himself. Blessed is he that understandeth concerning the needy and the poor: the Lord will deliver him in the evil day.
Guð blessar þann sem hjálpar bágstöddum. Á mæðudeginum bjargar Drottinn honum.
2 The Lord preserve him and give him life, and make him blessed upon the earth: and deliver him not up to the will of his enemies.
Drottinn verndar hann og heldur í honum lífinu. Hann lætur hann njóta sæmdar og frelsar hann frá óvinum hans.
3 The Lord help him on his bed of sorrow: thou hast turned all his couch in his sickness.
Drottinn annast hann á sóttarsæng, veitir honum hvíld og hressing.
4 I said: O Lord, be thou merciful to me: heal my soul, for I have sinned against thee.
Ég bað: „Drottinn, miskunnaðu mér. Læknaðu sál mína því að ég hef syndgað gegn þér.“
5 My enemies have spoken evils against me: when shall he die and his name perish?
Óvinir mínir biðja mér bölbæna og segja: „Bara að hann deyi sem fyrst svo að allir gleymi honum!“
6 And if he came in to see me, he spoke vain things: his heart gathered together iniquity to itself. He went out and spoke to the same purpose.
Sumir sem heimsækja mig í veikindunum eru að þykjast. Innst inni hata þeir mig og líkar vel að ég er sjúkur. Þegar út er komið baktala þeir mig.
7 All my enemies whispered together against me: they devised evils to me.
Hatursmenn mínir hæða mig og spotta. Þeir skrafa og pískra hvað gera skuli þegar ég er allur
8 They determined against me an unjust word: shall he that sleepeth rise again no more?
„Þetta er banvænt, hvað sem það er, “segja þeir, „honum mun aldrei batna.“
9 For even the man of peace, in whom I trusted, who ate my bread, hath greatly supplanted me.
Og besti vinur minn, hann snerist líka gegn mér, maðurinn sem ég treysti svo vel, hann sem át við borð mitt.
10 But thou, O Lord, have mercy on me, and raise me up again: and I will requite them.
En, Drottinn, yfirgef mig ekki! Miskunnaðu mér og læknaðu mig svo að ég geti endurgoldið þeim!
11 By this I know, that thou hast had a good will for me: because my enemy shall not rejoice over me.
Ég veit að þú elskar mig og að þú munt ekki láta óvini mína hlakka yfir mér.
12 But thou hast upheld me by reason of my innocence: and hast established me in thy sight for ever.
Vegna sakleysis míns hefur þú varðveitt mig og lætur mig lifa með þér að eilífu.
13 Blessed by the Lord the God of Israel from eternity to eternity. So be it. So be it.
Lofaður sé Drottinn, Guð Ísraels, frá eilífð til eilífðar. Amen. Amen.