< Psalms 39 >

1 Unto the end, for Idithun himself, a canticle of David. I said: I will take heed to my ways: that I sin not with my tongue. I have set guard to my mouth, when the sinner stood against me.
Ég hugsaði: „Ég ætla ekki að kvarta, né segja neitt ljótt meðan óguðlegir heyra til.“
2 I was dumb, and was humbled, and kept silence from good things: and my sorrow was renewed.
Og ég þagði. En hið innra leið mér verr og verr.
3 My heart grew hot within me: and in my meditation a fire shall flame out.
Ég hélt aftur af mér, en gremjan magnaðist í mér. Að lokum gat ég ekki orða bundist:
4 I spoke with my tongue: O Lord, make me know my end. And what is the number of my days: that I may know what is wanting to me.
„Drottinn, fæ ég aðeins að lifa örfá ár í viðbót?
5 Behold thou hast made my days measurable: and my substance is as nothing before thee. And indeed all things are vanity: every man living.
Ævi mín er lítið lengri en höndin á mér! Og í þínum augum er hún nánast ekki neitt! Maðurinn, hvað er hann? Vindblær, flöktandi skuggi!
6 Surely man passeth as an image: yea, and he is disquieted in vain. He storeth up: and he knoweth not for whom he shall gather these things.
Ys hans og amstur kemur engu til leiðar. Hann rakar saman fé sem svo aðrir eyða!“
7 And now what is my hope? is it not the Lord? and my substance is with thee.
En á hvern vona ég þá? Drottinn, ég vona á þig!
8 Deliver thou me from all my iniquities: thou hast made me a reproach to the fool.
Frelsa mig frá syndum mínum svo að heimskingjarnir hafi mig ekki að spotti.
9 I was dumb, and I opened not my mouth, because thou hast done it.
Drottinn, ég þegi því að þú hefur talað. Ég vil ekki kvarta, því að þú hefur refsað mér.
10 Remove thy scourges from me. The strength of thy hand hath made me faint in rebukes:
Drottinn láttu refsingu þína taka enda – ég þoli ekki meira!
11 Thou hast corrected man for iniquity. And thou hast made his soul to waste away like a spider: surely in vain is any man disquieted.
Þegar þú hirtir manninn vegna synda hans, þá er nánast úti um hann. Hann er sem mölétin flík, já, hann líður burt eins og gufa.
12 Hear my prayer, O Lord, and my supplication: give ear to my tears. Be not silent: for I am a stranger with thee, and a sojourner as all my fathers were.
Heyr þú bæn mína, Drottinn, hlustaðu á hróp mitt! Vertu ekki hljóður við tárum mínum. Mundu að ég er gestur hér, förumaður á þessari jörð eins og forfeður mínir.
13 O forgive me, that I may be refreshed, before I go hence, and be no more.
Miskunna þú mér, Drottinn og læknaðu mig. Lofaðu mér aftur að sjá glaðan dag áður en ég dey.

< Psalms 39 >