< Psalms 147 >

1 Praise ye the Lord, because psalm is good: to our God be joyful and comely praise.
Hallelúja! Já, lofið Drottin! Það er gott að lofa Drottin! Indælt og rétt!
2 The Lord buildeth up Jerusalem: he will gather together the dispersed of Israel.
Hann er að endurreisa Jerúsalem og flytja hina herleiddu heim.
3 Who healeth the broken of heart, and bindeth up their bruises.
Hann reisir upp hina niðurbeygðu og bindur um sár þeirra.
4 Who telleth the number of the stars: and calleth them all by their names.
Hann þekkir fjölda stjarnanna, já og hverja fyrir sig með nafni!
5 Great is our Lord, and great is his power: and of his wisdom there is no number.
Mikill er Drottinn! Vald hans er stórkostlegt! Þekking hans er takmarkalaus.
6 The Lord lifteth up the meek, and bringeth the wicked down even to the ground.
Drottinn styður auðmjúka, en varpar illmennum til jarðar.
7 Sing ye to the Lord with praise: sing to our God upon the harp.
Syngið honum þakkarljóð, lofið Guð með hörpuleik.
8 Who covereth the heaven with clouds, and prepareth rain for the earth. Who maketh grass to grow on the mountains, and herbs for the service of men.
Hann fyllir himininn skýjum, gefur steypiregn og klæðir fjöllin grænu grasi.
9 Who giveth to beasts their food: and to the young ravens that call upon him.
Hann fæðir hin villtu dýr og hrafnarnir krunka til hans eftir æti.
10 He shall not delight in the strength of the horse: nor take pleasure in the legs of a man.
Í hans augum kemst sprettharður foli varla úr sporunum og máttur mannsins má sín lítils.
11 The Lord taketh pleasure in them that fear him: and in them that hope in his mercy.
En hann gleðst yfir þeim sem elska hann og reiða sig á kærleika hans og gæsku.
12 Praise the Lord, O Jerusalem: praise thy God, O Sion.
Lofa þú hann, Jerúsalem! Vegsama Guð þinn, Síon!
13 Because he hath strengthened the bolts of thy gates, he hath blessed thy children within thee.
Því að hann hefur gert múra þína öfluga og blessað börnin þín.
14 Who hath placed peace in thy borders: and filleth thee with the fat of corn.
Hann lætur frið haldast í landinu og fyllir hlöður þínar af úrvals hveiti.
15 Who sendeth forth his speech to the earth: his word runneth swiftly.
Hann sendir boð sín til jarðar, skipanir hans berast hratt eins og vindurinn.
16 Who giveth snow like wool: scattereth mists like ashes.
Skjannahvít mjöllin er frá honum komin og hrímið sem glitrar á jörðinni.
17 He sendeth his crystal like morsels: who shall stand before the face of his cold?
Haglélið er líka hans verk og frostið sem bítur í kinnarnar.
18 He shall send out his word, and shall melt them: his wind shall blow, and the waters shall run.
En síðan sendir hann hlýjan vorvind, snjórinn þiðnar og árnar ryðja sig.
19 Who declareth his word to Jacob: his justices and his judgments to Israel.
Hann kunngjörði Ísrael lögmál sitt og ákvæði
20 He hath not done in like manner to every nation: and his judgments he hath not made manifest to them. Alleluia.
– það hefur hann ekki gert við neina aðra þjóð, nei, þeim kennir hann ekki fyrirmæli sín. Hallelúja! Dýrð sé Drottni!

< Psalms 147 >