< John 14 >

1 Let not your heart be troubled. You believe in God, believe also in me.
„Látið ekki óttann ná tökum á ykkur. Treystið Guði og treystið mér.
2 In my Father’s house there are many mansions. If not, I would have told you: because I go to prepare a place for you.
Heima hjá föður mínum eru margar vistarverur og ég ætla að búa þær undir komu ykkar.
3 And if I shall go, and prepare a place for you, I will come again, and will take you to myself; that where I am, you also may be.
Þegar allt er reiðubúið, kem ég aftur og sæki ykkur, svo að þið getið verið hjá mér alla tíð. Ef þessu væri öðruvísi varið, hefði ég sagt ykkur það.
4 And whither I go you know, and the way you know.
En nú vitið þið hvert ég fer og hvernig á að komast þangað.“
5 Thomas saith to him: Lord, we know not whither thou goest; and how can we know the way?
„Nei, það vitum við ekki, “sagði Tómas. „Við höfum ekki hugmynd um hvert þú ætlar, og hvernig ættum við þá að rata þangað?“
6 Jesus saith to him: I am the way, and the truth, and the life. No man cometh to the Father, but by me.
Jesús svaraði: „Ég er vegurinn, sannleikurinn og lífið. Enginn kemst til föðurins nema hann trúi á mig.
7 If you had known me, you would without doubt have known my Father also: and from henceforth you shall know him, and you have seen him.
Ef þið hafið þekkt mig, þá þekkið þið einnig föður minn. Héðan í frá þekkið þið hann og hafið þegar séð hann.“
8 Philip saith to him: Lord, shew us the Father, and it is enough for us.
„Herra, “sagði Filippus, „sýndu okkur föðurinn og það nægir okkur.“
9 Jesus saith to him: Have I been so long a time with you; and have you not known me? Philip, he that seeth me seeth the Father also. How sayest thou, Shew us the Father?
„Filippus, “svaraði Jesús, „þekkir þú mig ekki enn, eftir allan þennan tíma sem við höfum verið saman? Sá sem hefur séð mig, hefur séð föðurinn. Hvers vegna biður þú þá um að fá að sjá hann?
10 Do you not believe, that I am in the Father, and the Father in me? The words that I speak to you, I speak not of myself. But the Father who abideth in me, he doth the works.
Trúir þú ekki að ég sé í föðurnum og faðirinn í mér? Það sem ég segi, er ekki frá eigin brjósti, heldur frá föðurnum sem í mér er og vinnur verk sitt í gegnum mig.
11 Believe you not that I am in the Father, and the Father in me?
Trúið þessu: Ég er í föðurnum og faðirinn í mér. Ef þið eigið erfitt með að trúa því, þá minnist allra kraftaverkanna sem þið hafið séð mig gera.
12 Otherwise believe for the very works’ sake. Amen, amen I say to you, he that believeth in me, the works that I do, he also shall do; and greater than these shall he do.
Ég segi ykkur satt: Sá sem á mig trúir, mun gera sömu kraftaverk og þau sem ég gerði, og jafnvel enn meiri, því að ég fer til föðurins.
13 Because I go to the Father: and whatsoever you shall ask the Father in my name, that will I do: that the Father may be glorified in the Son.
Hvað sem þið biðjið föðurinn um, mun ég gera ef þið biðjið hann um það í mínu nafni. Allt það sem ég, sonurinn, geri fyrir ykkur, verður föður mínum til vegsemdar.
14 If you shall ask me any thing in my name, that I will do.
Biðjið um hvað sem þið viljið og notið nafn mitt, og þá mun ég svara bæn ykkar.
15 If you love me, keep my commandments.
Ef þið elskið mig, hlýðið þá orðum mínum.
16 And I will ask the Father, and he shall give you another Paraclete, that he may abide with you for ever. (aiōn g165)
Ég mun biðja föðurinn og hann mun gefa ykkur annan hjálpara, sem aldrei yfirgefur ykkur. (aiōn g165)
17 The spirit of truth, whom the world cannot receive, because it seeth him not, nor knoweth him: but you shall know him; because he shall abide with you, and shall be in you.
Þessi hjálpari er heilagur andi. Andinn sem leiðir menn í allan sannleikann. Heimurinn getur ekki tekið á móti honum, því heimurinn leitar hans ekki og þekkir hann ekki heldur. En þið þekkið hann, því að hann lifir í ykkur og er með ykkur.
18 I will not leave you orphans, I will come to you.
Ég mun ekki sleppa af ykkur hendinni né skilja ykkur eina eftir; ég kem til ykkar.
19 Yet a little while: and the world seeth me no more. But you see me: because I live, and you shall live.
Innan skamms yfirgef ég þennan heim en ég verð samt með ykkur, því að ég lifi og þið munuð lifa.
20 In that day you shall know, that I am in my Father, and you in me, and I in you.
Þegar ég er risinn upp frá dauðum, munuð þið skilja að ég er í föður mínum, þið í mér, og ég í ykkur.
21 He that hath my commandments, and keepeth them; he it is that loveth me. And he that loveth me, shall be loved of my Father: and I will love him, and will manifest myself to him.
Sá sem hlýðir mér, elskar mig og vegna þess að hann elskar mig, mun faðir minn elska hann, og ég mun elska hann og sjálfur birtast honum.“
22 Judas saith to him, not the Iscariot: Lord, how is it, that thou wilt manifest thyself to us, and not to the world?
Júdas (ekki Júdas Ískaríot, heldur nafni hans) sagði þá við hann: „Herra, hvers vegna vilt þú einungis opinbera þig fyrir okkur, lærisveinunum, en ekki fyrir heiminum?“
23 Jesus answered, and said to him: If any one love me, he will keep my word, and my Father will love him, and we will come to him, and will make our abode with him.
„Vegna þess að ég vil aðeins opinbera mig þeim sem elska mig og hlýða mér, “svaraði Jesús. Síðan bætti hann við: „Faðirinn mun einnig elska þá og við munum koma til þeirra og búa hjá þeim.
24 He that loveth me not, keepeth not my words. And the word which you have heard, is not mine; but the Father’s who sent me.
Sá sem óhlýðnast mér, sýnir þar með að hann elskar mig ekki. Takið eftir, að þetta svar við spurningu ykkar er ekki mitt svar, heldur föðurins sem sendi mig.
25 These things have I spoken to you, abiding with you.
Þetta segi ég ykkur nú meðan ég er hjá ykkur.
26 But the Paraclete, the Holy Ghost, whom the Father will send in my name, he will teach you all things, and bring all things to your mind, whatsoever I shall have said to you.
En þegar faðirinn sendir ykkur hjálparann í minn stað – og þegar ég tala um hjálparann, þá á ég við heilagan anda – þá mun hann, andinn, fræða ykkur um margt og minna ykkur á allt sem ég hef sagt ykkur.
27 Peace I leave with you, my peace I give unto you: not as the world giveth, do I give unto you. Let not your heart be troubled, nor let it be afraid.
Frið skil ég eftir hjá ykkur, minn frið gef ég ykkur. Minn friður er ekki hverfull eins og sá friður sem heimurinn gefur, verið því hvorki kvíðafullir né hræddir.
28 You have heard that I said to you: I go away, and I come unto you. If you loved me, you would indeed be glad, because I go to the Father: for the Father is greater than I.
Minnist orða minna: Ég fer burt, en ég kem aftur til ykkar. Ef þið elskið mig í raun og veru, þá samgleðjist þið mér, því nú fæ ég að fara til föðurins, hans sem mér er æðri.
29 And now I have told you before it comes to pass: that when it shall come to pass, you may believe.
Þetta segi ég ykkur fyrir fram, svo að þið trúið, þegar það gerist.
30 I will not now speak many things with you. For the prince of this world cometh, and in me he hath not any thing.
Tíminn sem ég hef til að ræða þetta við ykkur styttist óðum, því að hinn illi höfðingi þessa heims er á næsta leiti. Hann hefur ekki vald yfir mér,
31 But that the world may know, that I love the Father: and as the Father hath given me commandment, so do I: Arise, let us go hence.
en ég vil gera vilja föðurins, svo að heimurinn fái að vita að ég elska föðurinn. Standið upp, við skulum fara.“

< John 14 >