< Psalms 18 >

1 To the chief Musician. [A Psalm] of David, the servant of Jehovah, who spoke to Jehovah the words of this song in the day that Jehovah had delivered him out of the hand of all his enemies and out of the hand of Saul. And he said, I will love thee, O Jehovah, my strength.
Þennan sálm orti Davíð eftir að Drottinn hafði frelsað hann undan óvinum hans, þeirra á meðal Sál konungi. Drottinn – ég elska þig! Þú hefur gert stórkostlega hluti fyrir mig!
2 Jehovah is my rock, and my fortress, and my deliverer; my God, my rock, in whom I will trust; my shield, and the horn of my salvation, my high tower.
Drottinn er vígi mitt, þar er ég öruggur. Enginn getur veitt mér eftirför og unnið á mér. Hann er felustaður minn, frelsari og varðborg, kletturinn þar sem enginn getur náð mér! Hann er skjöldur minn. Styrkur hans er eins og uxans sem mundar horn sín í vígahug!
3 I will call upon Jehovah, who is to be praised: so shall I be saved from mine enemies.
Mér nægir að ákalla hann – lof sé Guði! – og ég frelsast undan öllum óvinum mínum.
4 The bands of death encompassed me, and torrents of Belial made me afraid.
Ég var bundinn hlekkjum dauðans og holskeflur óguðlegra risu ógnandi gegn mér.
5 The bands of Sheol surrounded me, the cords of death encountered me. (Sheol h7585)
Umkringdur og hjálparvana barðist ég um í netinu sem dró mig niður í djúp dauðans. (Sheol h7585)
6 In my distress I called upon Jehovah, and I cried out to my God; he heard my voice out of his temple, and my cry came before him, into his ears.
Þá hrópaði ég til Drottins. – Hróp mitt náði eyrum hans á himnum!
7 Then the earth shook and quaked, and the foundations of the mountains trembled and shook, because he was wroth.
Þá lyftist jörðin og nötraði og undirstöður fjallanna skulfu vegna bræði hans. Hvílíkur landskjálfti! Já, Drottinn reiddist.
8 There went up a smoke out of his nostrils, and fire out of his mouth devoured: coals burned forth from it.
Eldsblossar gengu út af munni hans svo að jörðin sviðnaði og reykur streymdi um nasir hans.
9 And he bowed the heavens, and came down; and darkness was under his feet.
Hann sveigði himininn og steig niður mér til bjargar! Skýjasorti var undir fótum hans.
10 And he rode upon a cherub and did fly; yea, he flew fast upon the wings of the wind.
Hann steig á bak kerúbi og sveif til mín með hraða vindsins.
11 He made darkness his secret place, his tent round about him: darkness of waters, thick clouds of the skies.
Hann skýldi sér með myrkri, leyndi komu sinni með regnsorta og dimmu skýi.
12 From the brightness before him his thick clouds passed forth: hail and coals of fire.
En svo birtist hann í skýjunum! Hvílík hátign! Eldingar leiftruðu og haglið dundi!
13 And Jehovah thundered in the heavens, and the Most High uttered his voice: hail and coals of fire.
Himnarnir nötruðu í þrumugný Drottins. Guð allra guða hafði talað!
14 And he sent his arrows, and scattered [mine enemies]; and he shot forth lightnings, and discomfited them.
Hann sendi út eldingar sínar sem örvar og tvístraði óvinum mínum. Sjá, hvernig þeir flýðu!
15 And the beds of the waters were seen, and the foundations of the world were uncovered at thy rebuke, Jehovah, at the blast of the breath of thy nostrils.
Þá hljómaði skipun Drottins – og hafið hopaði og það sá í mararbotn!
16 He reached forth from above, he took me, he drew me out of great waters:
Þá seildist Drottinn niður frá himnum, greip mig og frelsaði mig úr neyðinni. Hann bjargaði mér úr hyldýpi dauðans.
17 He delivered me from my strong enemy, and from them that hated me; for they were mightier than I.
Hann frelsaði mig frá ofurafli óvinarins, úr höndum þeirra sem hötuðu mig, því í greipum þeirra mátti ég mín einskis.
18 They encountered me in the day of my calamity, but Jehovah was my stay.
Þeir réðust á mig þegar ég mátti mín einskis, en Drottinn studdi mig.
19 And he brought me forth into a large place; he delivered me, because he delighted in me.
Hann leiddi mig í öruggt skjól, því að hann hefur velþóknun á mér.
20 Jehovah hath rewarded me according to my righteousness; according to the cleanness of my hands hath he recompensed me.
Drottinn launaði mér réttlæti mitt og hreinleika.
21 For I have kept the ways of Jehovah, and have not wickedly departed from my God.
Því að ég hef hlýtt boðorðum hans og ekki syndgað með því að snúa í hann baki.
22 For all his ordinances were before me, and I did not put away his statutes from me;
Ég gætti lögmáls hans í hvívetna og lítilsvirti enga grein þess.
23 And I was upright with him, and kept myself from mine iniquity.
Ég lagði mig fram við að halda það og forðaðist ranglæti.
24 And Jehovah hath recompensed me according to my righteousness, according to the cleanness of my hands in his sight.
Þess vegna hefur Drottinn launað mér með blessun, því að ég gerði það sem rétt var og gætti hreinleika hjarta míns. Allt þetta þekkti hann, enda vakir hann yfir hverju skrefi mínu.
25 With the gracious thou dost shew thyself gracious; with the upright man thou dost shew thyself upright;
Drottinn, þú miskunnar þeim sem auðsýna miskunn og ert góður við ráðvanda.
26 With the pure thou dost shew thyself pure; and with the perverse thou dost shew thyself contrary.
Þú blessar hjartahreina en snýrð þér frá þeim sem yfirgefa þig.
27 For it is thou that savest the afflicted people; but the haughty eyes wilt thou bring down.
Þú hlífir hinum hógværu, en ávítar stolta og hrokafulla.
28 For it is thou that makest my lamp to shine: Jehovah my God enlighteneth my darkness.
Já, þú lætur lampa minn skína. Drottinn, Guð minn, hefur lýst upp myrkrið sem umlukti mig.
29 For by thee I have run through a troop; and by my God have I leaped over a wall.
Með þinni hjálp stekk ég yfir múra og brýt niður borgarveggi óvinarins.
30 As for God, his way is perfect; the word of Jehovah is tried: he is a shield to all that trust in him.
Drottinn, hann er mikill Guð! Fullkominn í öllum hlutum! Orð hans standast öll. Skjöldur er hann öllum þeim sem til hans leita.
31 For who is God save Jehovah? and who is a rock if not our God?
Því hver er hinn sanni Guð nema Drottinn? Og hver er bjargið nema hann?
32 The God who girdeth me with strength, and maketh my way perfect,
Hann styrkir mig og verndar hvar sem ég fer.
33 Who maketh my feet like hinds' [feet], and setteth me upon my high places;
Hann gerir fætur mína fima sem geitanna á fjöllunum. Hann tryggir mér fótfestu á hæstu tindum.
34 Who teacheth my hands to war, and mine arms bend a bow of brass;
Hann æfir hendur mínar til hernaðar og gerir mér kleift að spenna eirbogann.
35 And thou didst give me the shield of thy salvation, and thy right hand held me up; and thy condescending gentleness hath made me great.
Þú fékkst mér skjöld hjálpræðis þíns. Hægri hönd þín, Drottinn, styður mig, mildi þín hefur gert mig mikinn.
36 Thou didst enlarge my steps under me, and mine ankles have not wavered.
Þú lagðir veg fyrir fætur mína og þar mun ég ekki hrasa.
37 I pursued mine enemies, and overtook them; and I turned not again till they were consumed.
Ég veitti óvinum mínum eftirför, elti þá uppi og eyddi þeim.
38 I crushed them, and they were not able to rise: they fell under my feet.
Ég tók þá einn af öðrum – þeir gátu enga vörn sér veitt – allir lágu í valnum að lokum.
39 And thou girdedst me with strength to battle; thou didst subdue under me those that rose up against me.
Hjálpin frá þér var eins og brynja í bardaganum. Óvini mína beygðir þú undir mig.
40 And mine enemies didst thou make to turn their backs unto me, and those that hated me I destroyed.
Þú stökktir þeim á flótta og ég eyddi öllum þeim sem ofsóttu mig.
41 They cried, and there was none to save; — unto Jehovah, and he answered them not.
Þeir hrópuðu á hjálp, en fengu enga. Þeir æptu til Drottins, en hann ansaði ekki,
42 And I did beat them small as dust before the wind; I did cast them out as the mire of the streets.
en ég muldi þá mélinu smærra og dreifði þeim upp í vindinn. Ég fleygði þeim burt eins og rusli á haug.
43 Thou hast delivered me from the strivings of the people; thou hast made me the head of the nations: a people I knew not doth serve me.
Þú veittir mér sigur í sérhverri orustu. Þjóðirnar komu og þjónuðu mér. Jafnvel þær sem ég þekkti ekki komu nú og veittu mér lotningu.
44 At the hearing of the ear, they obey me: strangers come cringing unto me.
Útlendingar sem aldrei höfðu mig augum litið lýstu sig reiðubúna til þjónustu.
45 Strangers have faded away, and they come trembling forth from their close places.
Skjálfandi stigu þeir niður úr virkjum sínum.
46 Jehovah liveth; and blessed be my rock; and exalted be the God of my salvation,
Guð lifir! Lofaður sé hann, klettur hjálpræðis míns.
47 The God who hath avenged me, and hath subjected the peoples to me;
Hann er sá Guð sem endurgeldur þeim sem ofsækja mig og auðmýkir þjóðir fyrir augum mér.
48 Who hath delivered me from mine enemies: yea, thou hast lifted me up above them that rose up against me; from the man of violence hast thou delivered me.
Hann frelsar mig frá óvinum mínum. Hann sér til þess að þeir ná ekki til mín og bjargar mér undan öflugum andstæðingum.
49 Therefore will I give thanks to thee, Jehovah, among the nations, and will sing psalms to thy name.
Fyrir þetta, Drottinn minn, lofa ég þig í áheyrn þjóðanna.
50 [It is he] who giveth great deliverances to his king, and sheweth loving-kindness to his anointed, to David, and to his seed for evermore.
Oftsinnis hefur þú frelsað mig – það var kraftaverk í öll skiptin! Þú gerðir mig að konungi, þú hefur elskað mig og auðsýnt mér gæsku og eins muntu gera við afkomendur mína.

< Psalms 18 >