< Hebrews 9 >
1 The first therefore also indeed had ordinances of service, and the sanctuary, a worldly one.
Í fyrri sáttmálanum milli Guðs og Ísraelsmanna voru reglur um tilbeiðslu og þar var einnig rætt um heilagt tjald hér á jörðu.
2 For a tabernacle was set up; the first, in which [were] both the candlestick and the table and the exposition of the loaves, which is called Holy;
Í þeim helgidómi – tjaldinu – voru tvö herbergi. Í fremra herberginu, sem kallað var hið heilaga, var borð ásamt ljósastjaka úr gulli. Á borðinu voru sérstök brauð, sem notuð voru við helgiathafnir.
3 but after the second veil a tabernacle which is called Holy of holies,
Síðan tók við fortjald og innan við það var annað herbergi, sem kallaðist „hið allra helgasta“.
4 having a golden censer, and the ark of the covenant, covered round in every part with gold, in which [were] the golden pot that had the manna, and the rod of Aaron that had sprouted, and the tables of the covenant;
Þar inni var reykelsisaltari úr gulli og einnig kista sem kölluð var sáttmálsörkin. Var hún lögð skíru gulli bæði að utan og innan. Í kistunni voru steinplötur, sem á voru rituð boðorðin tíu, gullkrukka með dálitlu af manna og stafur Arons, sem hafði blómgast.
5 and above over it the cherubim of glory shadowing the mercy-seat; concerning which it is not now [the time] to speak in detail.
A loki kistunnar voru styttur af englum, svokallaðir kerúbar, sem standa áttu vörð um dýrð Guðs. Þeir þöndu vængi sína yfir hið gullna lok arkarinnar, sem kallaðist náðarstóllinn, en nóg um það.
6 Now these things being thus ordered, into the first tabernacle the priests enter at all times, accomplishing the services;
Þegar tjaldið var fullbúið, sinntu prestarnir störfum sínum í fremra herberginu hvenær sem þeir þurftu,
7 but into the second, the high priest only, once a year, not without blood, which he offers for himself and for the errors of the people:
en aðeins æðsti presturinn fékk að fara inn í innra herbergið. Þangað fór hann aðeins einu sinni á ári, aleinn, og þá með blóð sem hann stökkti á náðarstólinn. Það var fórn til Guðs, til þess að gjalda fyrir eigin syndir og mistök og einnig fyrir syndir alls fólksins.
8 the Holy Spirit shewing this, that the way of the [holy of] holies has not yet been made manifest while as yet the first tabernacle has [its] standing;
Þetta bendir heilagur andi á, til að sýna okkur að alþýða manna fékk ekki að ganga inn í hið allra helgasta á dögum gamla sáttmálans, þegar fremra herbergið og það sem þar fór fram, var í fullu gildi.
9 the which [is] an image for the present time, according to which both gifts and sacrifices, unable to perfect as to conscience him that worshipped, are offered,
Þetta segir okkur, sem nú lifum, býsna merkilega hluti. Meðan gamla lagakerfið var í gildi voru gjafir og fórnir bornar fram, en þær dugðu ekki til að hreinsa hjörtu fólksins.
10 [consisting] only of meats and drinks and divers washings, ordinances of flesh, imposed until [the] time of setting things right.
Gamla kerfið snerist allt um vissar reglur. Þar voru reglur um hvað ætti að borða og hvað ætti að drekka, reglur um hvernig og hvenær ætti að þvo sér; já, reglur um þetta og reglur um hitt. Fólkið var skyldugt að fara eftir þessum reglum, allt þar til Kristur kom og opnaði nýja og betri leið til hjálpræðis.
11 But Christ being come high priest of the good things to come, by the better and more perfect tabernacle not made with hand, (that is, not of this creation, )
Kristur kom sem æðsti prestur nýs og betri sáttmála og þann sáttmála höfum við nú. Hann gekk inn í hina miklu og fullkomnu tjaldbúð himnanna, sem hvorki er gerð af manna höndum né úr jarðnesku efni.
12 nor by blood of goats and calves, but by his own blood, has entered in once for all into the [holy of] holies, having found an eternal redemption. (aiōnios )
Hann fór með blóð inn í hið allra helgasta, í eitt skipti fyrir öll, og stökkti því á náðarstólinn. Blóð þetta var ekki blóð úr geitum eða kálfum, heldur hans eigið blóð og með því tryggði hann okkur eilíft hjálpræði. (aiōnios )
13 For if the blood of goats and bulls, and a heifer's ashes sprinkling the defiled, sanctifies for the purity of the flesh,
Fyrst blóð úr nautum og geitum og aska af kvígum gat hreinsað manninn af synd, samkvæmt gamla sáttmálanum,
14 how much rather shall the blood of the Christ, who by the eternal Spirit offered himself spotless to God, purify your conscience from dead works to worship [the] living God? (aiōnios )
þá getið þið rétt ímyndað ykkur hvort blóð Krists muni ekki breyta hjörtum okkar og lífi! Fórn hans leysir okkur undan þeirri kvöð að þurfa að hlýða gömlu reglunum og kemur því jafnframt til leiðar að við þráum að þjóna lifandi Guði. Kristur lagði líf sitt af frjálsum vilja í hendur Guðs, með hjálp heilags anda, til að deyja fyrir syndir okkar. Hann var fullkominn og syndlaus – algjörlega lýtalaus. (aiōnios )
15 And for this reason he is mediator of a new covenant, so that, death having taken place for redemption of the transgressions under the first covenant, the called might receive the promise of the eternal inheritance. (aiōnios )
Kristur færði okkur þennan nýja sáttmála til þess að allir þeir, sem boðnir eru, geti komið og notið um eilífð þeirrar blessunar sem Guð hefur heitið þeim. Kristur dó til að forða okkur undan refsingunni, sem við höfðum kallað yfir okkur, vegna syndanna sem við drýgðum meðan gamli sáttmálinn var í gildi. (aiōnios )
16 (For where [there is] a testament, the death of the testator must needs come in.
Þegar maður deyr og skilur eftir sig erfðaskrá, þá fær enginn neitt af arfinum fyrr en sannast hefur að sá, er gerði erfðaskrána, sé dáinn.
17 For a testament [is] of force when men are dead, since it is in no way of force while the testator is alive.)
Erfðaskráin gengur ekki í gildi fyrr en sá er látinn, sem hana gerði, og meðan hann er á lífi, getur enginn notfært sér hana til að komast yfir þær eignir sem honum eru ánafnaðar.
18 Whence neither the first was inaugurated without blood.
Þetta skýrir hvers vegna blóði fórnardýranna var úthellt (en það bendir einmitt fram til dauða Krists) og það meira að segja áður en fyrri sáttmálinn tók gildi.
19 For every commandment having been spoken according to [the] law by Moses to all the people; having taken the blood of calves and goats, with water and scarlet wool and hyssop, he sprinkled both the book itself and all the people,
Eftir að Móse hafði afhent fólkinu lögbók Guðs, tók hann blóð kálfa og geita ásamt vatni og stökkti því með ísópsgrein og skarlatsrauðri ull yfir sjálfa bókina og allt fólkið.
20 saying, This [is] the blood of the covenant which God has enjoined to you.
Síðan sagði hann: „Blóð þetta er tákn þess að sáttmálinn milli ykkar og Guðs hefur tekið gildi, en þennan sáttmála bauð Guð mér að gera milli ykkar og sín.“
21 And the tabernacle too and all the vessels of service he sprinkled in like manner with blood;
Síðan stökkti hann á sama hátt blóði á hið heilaga tjald og á öll áhöldin sem notuð voru til helgihaldsins.
22 and almost all things are purified with blood according to the law, and without blood-shedding there is no remission.
Það má með sanni segja, að nálega allt sem tilheyrði gamla sáttmálanum, hafi verið helgað með því að stökkva á það blóði, því að ekki fæst fyrirgefning án úthellingar blóðs.
23 [It was] necessary then that the figurative representations of the things in the heavens should be purified with these; but the heavenly things themselves with sacrifices better than these.
Hjá því varð ekki komist að Móse yrði þannig að hreinsa þetta heilaga, en jafnframt jarðneska tjald og allt sem í því var – allt gert eftir himneskri fyrirmynd – með því að stökkva á það dýrablóði. Himnesk fyrirmynd þessa tjalds var einnig hreinsuð og helguð, en þó með miklu dýrlegri fórn.
24 For the Christ is not entered into holy places made with hand, figures of the true, but into heaven itself, now to appear before the face of God for us:
Kristur gekk inn í sjálfan himininn til að koma fram fyrir Guð sem talsmaður okkar. Það gerðist ekki í jarðneska helgidómnum, því að hann var aðeins eftirmynd hins himneska.
25 nor in order that he should offer himself often, as the high priest enters into the holy places every year with blood not his own;
Og ekki fórnfærði Kristur sjálfum sér, hvað eftir annað, eins og jarðneskur æðsti prestur, sem ber árlega fram dýrablóð að fórn í hinu allra helgasta.
26 since he had [then] been obliged often to suffer from the foundation of the world. But now once in the consummation of the ages he has been manifested for [the] putting away of sin by his sacrifice. (aiōn )
Þá hefði hann orðið að deyja margsinnis, allt frá því heimurinn varð til. Nei, það hefði verið óhugsandi! Hann kom í eitt skipti fyrir öll, á hinum síðustu tímum, til að brjóta vald syndarinnar á bak aftur að eilífu. Það gerði hann með því að deyja fyrir okkur. (aiōn )
27 And forasmuch as it is the portion of men once to die, and after this judgment;
Eins og það liggur fyrir manninum að deyja einu sinni og koma síðan fyrir dóminn,
28 thus the Christ also, having been once offered to bear the sins of many, shall appear to those that look for him the second time without sin for salvation.
þannig dó Kristur líka einu sinni sem fórn fyrir syndir margra. Eftir það mun hann koma á ný, ekki til að deyja fyrir syndir, heldur til að flytja þeim hjálpræði sitt, sem hans bíða.