< Acts 9 >
1 But Saul, still breathing out threatenings and slaughter against the disciples of the Lord, came to the high priest
Páll hélt linnulaust áfram að útrýma kristnum mönnum. Í ákafa sínum fór hann til æðstaprestsins í Jerúsalem
2 and asked of him letters to Damascus, to the synagogues, so that if he found any who were of the way, both men and women, he might bring [them] bound to Jerusalem.
og bað hann um bréf, áritað til safnaða Gyðinga í Damaskus. Í bréfinu var farið fram á aðstoð þeirra við ofsóknir gegn þeim, sem þar væru kristnir, körlum jafnt sem konum, svo að Páll gæti flutt þau hlekkjuð til Jerúsalem.
3 But as he was journeying, it came to pass that he drew near to Damascus; and suddenly there shone round about him a light out of heaven,
Þegar Páll nálgaðist Damaskus í þessum erindagjörðum, leiftraði skyndilega um hann bjart ljós frá himni.
4 and falling on the earth he heard a voice saying to him, Saul, Saul, why dost thou persecute me?
Hann féll til jarðar og heyrði rödd sem sagði: „Páll, Páll! Hví ofsækir þú mig?“
5 And he said, Who art thou, Lord? And he [said], I am Jesus, whom thou persecutest.
„Hver ert þú, herra?“spurði Páll. Röddin svaraði: „Ég er Jesús, sem þú ofsækir.
6 But rise up and enter into the city, and it shall be told thee what thou must do.
Stattu nú upp, farðu inn í borgina og þar mun þér sagt verða hvað þú átt að gera.“
7 But the men who were travelling with him stood speechless, hearing the voice but beholding no one.
Fylgdarmenn Páls stóðu orðlausir af undrun. Þeir heyrðu röddina, en sáu engan.
8 And Saul rose up from the earth, and his eyes being opened he saw no one. But leading [him] by the hand they brought him into Damascus.
Þegar Páll staulaðist á fætur, varð honum ljóst að hann var orðinn blindur. Það varð því að leiða hann inn í Damaskus. Í þrjá daga var hann blindur og át hvorki né drakk.
9 And he was three days without seeing, and neither ate nor drank.
10 And there was a certain disciple in Damascus by name Ananias. And the Lord said to him in a vision, Ananias. And he said, Behold, [here am] I, Lord.
Í Damaskus bjó kristinn maður, Ananías að nafni. Drottinn talaði til hans í sýn og sagði: „Ananías!“„Já, Drottinn, “svaraði hann.
11 And the Lord [said] to him, Rise up and go into the street which is called Straight, and seek in the house of Judas one by name Saul, [he is] of Tarsus: for, behold, he is praying,
„Farðu yfir í Strætið beina, “sagði Drottinn, „heim til Júdasar, og spurðu eftir Páli frá Tarsus. Þessa stundina er hann á bæn.
12 and has seen [in a vision] a man by name Ananias coming in and putting his hand on him, so that he should see.
Ég lét hann sjá sýn og í sýninni komst þú, Ananías, til hans og lagðir hendur yfir hann til að hann fengi aftur sjónina.“
13 And Ananias answered, Lord, I have heard from many concerning this man how much evil he has done to thy saints at Jerusalem;
„Já, en Drottinn!“hrópaði Ananías og varð mikið niðri fyrir, „ég hef heyrt að þessi maður hafi valdið þeim kristnu í Jerúsalem miklum hörmungum.
14 and here he has authority from the chief priests to bind all who call upon thy name.
Auk þess höfum við frétt að hann hafi umboð frá æðstu prestunum til að handtaka alla þá sem hér eru kristnir!“
15 And the Lord said to him, Go, for this [man] is an elect vessel to me, to bear my name before both nations and kings and [the] sons of Israel:
„Farðu og gerðu eins og ég segi þér, “sagði Drottinn. „Ég hef útvalið Pál til að flytja þjóðum og konungum boðskap minn, svo og Ísraelsmönnum,
16 for I will shew to him how much he must suffer for my name.
og ég mun sýna honum hve mikið hann verður að þjást mín vegna.“
17 And Ananias went and entered into the house; and laying his hands upon him he said, Saul, brother, the Lord has sent me, Jesus that appeared to thee in the way in which thou camest, that thou mightest see, and be filled with [the] Holy Spirit.
Ananías fór og fann Pál, lagði hendur sínar yfir hann og sagði: „Bróðir Páll, Drottinn Jesús, sem birtist þér á veginum, sendi mig hingað til þess að þú mættir fyllast heilögum anda og fengir aftur sjónina.“
18 And straightway there fell from his eyes as it were scales, and he saw, and rising up was baptised;
Jafnskjótt fékk Páll sjónina (það var eins og hreistur félli af augum hans) og hann lét skírast þegar í stað.
19 and, having received food, got strength. And he was with the disciples who [were] in Damascus certain days.
Síðan mataðist hann og styrktist. Hann dvaldist nokkra daga hjá bræðrunum í Damaskus
20 And straightway in the synagogues he preached Jesus that he is the Son of God.
og fór í samkomuhús Gyðinga þar í borginni. Þar flutti hann öllum gleðiboðskapinn um Jesú og sagði að Jesús væri sannarlega sonur Guðs.
21 And all who heard were astonished and said, Is not this he who destroyed in Jerusalem those who called on this name, and here was come for this purpose, that he might bring them bound to the chief priests?
Þeir sem hlustuðu, urðu forviða og spurðu: „Er þetta ekki sá sem stóð fyrir ofsóknunum gegn fylgjendum Jesú í Jerúsalem? Okkur skildist að hann hefði komið hingað til að handtaka hina kristnu og fara með þá í fjötrum til æðstu prestanna.“
22 But Saul increased the more in power, and confounded the Jews who dwelt in Damascus, proving that this is the Christ.
En Páll varð stöðugt djarfari í predikunum sínum og Gyðingarnir í Damaskus gátu með engu móti hrakið röksemdir hans um að Jesús væri Kristur.
23 Now when many days were fulfilled, the Jews consulted together to kill him.
Það leið því ekki á löngu uns Gyðingarnir ákváðu að drepa hann.
24 But their plot became known to Saul. And they watched also the gates both day and night, that they might kill him;
Páll frétti af áformum þeirra. Þar á meðal því að þeir hefðu njósnara við borgarhliðin allan sólarhringinn, tilbúna að drepa hann.
25 but the disciples took him by night and let him down through the wall, lowering him in a basket.
Nokkrir þeirra, sem hann hafði leitt til Krists, komu honum út úr borginni nótt eina, með því að láta hann síga í körfu út um op á borgarmúrnum.
26 And having arrived at Jerusalem he essayed to join himself to the disciples, and all were afraid of him, not believing that he was a disciple.
Þegar Páll kom til Jerúsalem reyndi hann að komast í samband við hina trúuðu, en þeir forðuðust hann og héldu að þar væru svik í tafli.
27 But Barnabas took him and brought him to the apostles, and related to them how he had seen the Lord in the way, and that he had spoken to him, and how in Damascus he had spoken boldly in the name of Jesus.
Barnabas fór þá með hann til postulanna og skýrði þeim frá hvernig Páll hefði séð Drottin á leiðinni til Damaskus, hvað Drottinn hefði sagt við hann og einnig hve djarflega hann hefði predikað um Jesú.
28 And he was with them coming in and going out at Jerusalem,
Þá tóku þeir við honum og eftir það var hann stöðugt með hinum trúuðu
29 and speaking boldly in the name of the Lord. And he spoke and discussed with the Hellenists; but they sought to kill him.
og predikaði djarflega í nafni Drottins. Grískumælandi Gyðingar, sem hann hafði deilt við, gerðu nú samsæri um að myrða hann.
30 And the brethren knowing it, brought him down to Caesarea and sent him away to Tarsus.
Trúaðir menn komust á snoðir um þessa hættu, fórn með hann til Sesareu og sendu hann þaðan til Tarsus, heimabæjar hans.
31 The assemblies then throughout the whole of Judaea and Galilee and Samaria had peace, being edified and walking in the fear of the Lord, and were increased through the comfort of the Holy Spirit.
Um þessar mundir fékk kirkjan frið í Júdeu, Galíleu og Samaríu og óx og styrktist. Hinir trúuðu lærðu að ganga fram í undirgefni og hlýðni við Drottin og hlutu uppörvun heilags anda.
32 Now it came to pass that Peter, passing through all [quarters], descended also to the saints who inhabited Lydda.
Pétur ferðaðist um og heimsótti kristið fólk. Í einni ferð sinni kom hann til bæjarins Lýddu.
33 And he found there a certain man, Aeneas by name, who had been lying for eight years upon a couch, who was paralysed.
Þar hitti hann mann sem hét Eneas. Hann var lamaður og hafði legið rúmfastur í átta ár.
34 And Peter said to him, Aeneas, Jesus, the Christ, heals thee: rise up, and make thy couch for thyself. And straightway he rose up.
Pétur gekk til hans og sagði: „Eneas! Jesús Kristur hefur læknað þig. Farðu á fætur og búðu um þig.“Og maðurinn læknaðist á samri stundu.
35 And all who inhabited Lydda and the Saron saw him, who turned to the Lord.
Þegar íbúar Lýddu og Saron sáu að Eneas gat gengið, sneru þeir sér allir til Drottins.
36 And in Joppa there was a certain female disciple, by name Tabitha, which being interpreted means Dorcas. She was full of good works and alms-deeds which she did.
Í bænum Joppe var kona að nafni Dorkas (sem þýðir hind). Hún var kristin og afar fús að hjálpa öðrum, þó sérstaklega fátækum.
37 And it came to pass in those days that she grew sick and died; and, having washed her, they put her in [the] upper room.
Um þessar mundir veiktist hún og dó. Á meðan vinir hennar undirbjuggu útförina, var líkið geymt í loftherbergi einu.
38 But Lydda being near to Joppa, the disciples having heard that Peter was there, sent two men to him, beseeching him, Thou must not delay coming to us.
Þegar þeir fréttu að Pétur væri í nágrannabænum Lýddu, sendu þeir tvo menn til hans, til að biðja hann um að koma til Joppe.
39 And Peter rising up went with them, whom, when arrived, they brought up into the upper chamber; and all the widows stood by him weeping and shewing him the body-coats and garments which Dorcas had made while she was with them.
Pétur féllst á það og þegar þangað kom, var farið með hann á loftið, þar sem Dorkas lá. Herbergið var fullt af grátandi ekkjum, sem voru að sýna hver annarri yfirhafnir og flíkur, sem Dorkas hafði gert handa þeim.
40 But Peter, putting them all out, and kneeling down, prayed. And, turning to the body, he said, Tabitha, arise. And she opened her eyes, and, seeing Peter, sat up.
Pétur bað þær að yfirgefa herbergið, síðan kraup hann og bað. Eftir það sneri hann sér að líkinu og sagði: „Dorkas, rístu upp!“Þá opnaði hún augun,
41 And having given her [his] hand, he raised her up, and having called the saints and the widows, presented her living.
en Pétur rétti henni höndina og reisti hana á fætur. Síðan kallaði hann á trúaða fólkið og ekkjurnar og sýndi þeim hana.
42 And it became known throughout the whole of Joppa, and many believed on the Lord.
Fréttin barst um bæinn eins og eldur í sinu og margir tóku trú á Drottin.
43 And it came to pass that he remained many days in Joppa with a certain Simon, a tanner.
Svo fór að Pétur dvaldist allmarga daga í Joppe og gisti hjá Símoni sútara.