< Titus 1 >

1 Paul, a servant of God and an Apostle of Jesus Christ, in accord with the faith of God’s elect and in acknowledgment of the truth which is accompanied by piety,
Frá Páli, þjóni Guðs og sendiboða Jesú Krists – sendur til að efla trú þeirra sem Guð hefur útvalið og kenna þeim að þekkja sannleika Guðs.
2 in the hope of the eternal life that God, who does not lie, promised before the ages of time, (aiōnios g166)
Sannleikur þessi vekur trú á Guð og leiðir til eilífs lífs. Þetta var óhagganleg fyrirætlun hans, áður en heimurinn varð til og það heit er enn í fullu gildi, því að Guð stendur við orð sín. (aiōnios g166)
3 which, at the proper time, he has manifested by his Word, in the preaching that has been entrusted to me by the command of God our Savior;
En nú er rétti tíminn kominn, að hans mati, til að birta gleðifréttirnar og flytja þær öllum mönnum. Guð, frelsari okkar, trúði mér fyrir orði sínu og gaf mér skipun um að vinna að þessu verki.
4 to Titus, beloved son according to the common faith. Grace and peace, from God the Father and from Christ Jesus our Savior.
Til Títusar, sonar míns í sameiginlegri trú. Guð, faðirinn, og Kristur Jesús, frelsari okkar, blessi þig og veiti þér frið.
5 For this reason, I left you behind in Crete: so that those things which are lacking, you would correct, and so that you would ordain, throughout the communities, priests, (just as I also ordained you)
Ég skildi þig eftir á Krít, til að gera það sem þurfti til eflingar söfnuðunum þar. Ég bað þig að útnefna presta og leiðtoga í hverri borg – menn sem fylgja fyrirmælum þeim sem ég gaf þér.
6 if such a man is without offense, the husband of one wife, having faithful children, not accused of self-indulgence, nor of insubordination.
Menn þessir verða að hafa gott orð á sér. Þeir verða að vera góðir eiginmenn og eiga trúuð, hlýðin og siðprúð börn.
7 And a bishop, as a steward of God, must be without offense: not arrogant, not short-tempered, not a drunkard, not violent, not desiring tainted profit,
Biskupar verða að vera óaðfinnanlegir, því að þeir eru þjónar Guðs. Þeir mega hvorki vera drambsamir né óþolinmóðir og ekki heldur drykkfelldir, óeirðagjarnir eða sólgnir í peninga.
8 but instead: hospitable, kind, sober, just, holy, chaste,
Þeir séu gestrisnir og elski allt sem gott er, grandvarir og heiðarlegir. Þeir verða að gæta hófs í hvívetna og hafa hreint hugarfar.
9 embracing faithful speech which is in agreement with doctrine, so that he may be able to exhort in sound doctrine and to argue against those who contradict.
Þeir skulu halda fast við sannleikann, sem þeim var kenndur, svo að þeir geti frætt aðra og hrakið kenningar andstæðinganna.
10 For there are, indeed, many who are disobedient, who speak empty words, and who deceive, especially those who are of the circumcision.
Margir neita að hlýða sannleikanum og þar á ég sérstaklega við þá sem segja að kristnir menn verði að hlýða lögum Gyðinga. Sú skoðun er út í hött. Hún hindrar að fólk sjái sannleikann,
11 These must be reproved, for they subvert entire houses, teaching things which should not be taught, for the favor of shameful gain.
og þess vegna verður að hrekja hana. Nú þegar hefur heilum fjölskyldum verið snúið frá náð Guðs. Þessir predikarar vilja fyrst og fremst komast yfir peninga fólks.
12 A certain one of these, a prophet of their own kind, said: “The Cretans are ever liars, evil beasts, lazy gluttons.”
Maður úr þeirra eigin hópi, predikari frá Krít, hefur sagt um þá: „Þessir Kríteyingar eru allir lygarar! Þeir eru eins og latar skepnur, sem hugsa um það eitt að kýla vömbina!“
13 This testimony is true. Because of this, rebuke them sharply, so that they may be sound in the faith,
Þetta er vissulega satt og þess vegna skaltu áminna hina kristnu alvarlega, svo að þeir verði heilbrigðir í trúnni,
14 not paying attention to Jewish fables, nor to the rules of men who have turned themselves away from the truth.
og hafni þessum gyðingaævintýrum og fyrirmælum þeirra, sem snúið hafa baki við sannleikanum.
15 All things are clean to those who are clean. But to those who are defiled, and to unbelievers, nothing is clean; for both their mind and their conscience have been polluted.
Sá sem hefur hreint hjarta sér hið bjarta og góða við alla hluti en sá vantrúaði sér engan mun góðs og ills. Hugarfar hans og samviska er flekkað, eins og hann sjálfur, og mótar allt sem hann sér og heyrir.
16 They claim that they know God. But, by their own works, they deny him, since they are abominable, and unbelieving, and reprobate, toward every good work.
Þeir menn telja sig þekkja Guð, en á líferni þeirra sést að svo er ekki. Hugarfar þeirra er spillt, þeir eru óhlýðnir og koma engu góðu til vegar.

< Titus 1 >