< Psalms 102 >
1 The prayer of the pauper, when he was anxious, and so he poured out his petition in the sight of the Lord. O Lord, hear my prayer, and let my outcry reach you.
Drottinn, heyrðu bæn mína! Hlustaðu á ákall mitt!
2 Do not turn your face away from me. In whatever day that I am in trouble, incline your ear to me. In whatever day that I will call upon you, heed me quickly.
Snúðu ekki baki við mér á ógæfutímum. Hneigðu eyra þitt að mér og svaraðu mér fljótt.
3 For my days have faded away like smoke, and my bones have dried out like firewood.
Ævi mín líður svo hratt, dagarnir fljúga hver af öðrum.
4 I have been cut down like hay, and my heart has withered, for I had forgotten to eat my bread.
Heilsan er búin, hjartað er sjúkt – ég er eins og visið strá. Maturinn er bragðlaus, ég er hættur að finna bragð.
5 Before the voice of my groaning, my bone has adhered to my flesh.
Ég er ekkert nema skinn og bein.
6 I have become like a pelican in solitude. I have become like a night raven in a house.
Ég er líkastur pelikan í eyðimörk eða uglu í húsarúst.
7 I have kept vigil, and I have become like a solitary sparrow on a roof.
Ég ligg andvaka og styn eins og einmana fugl á þaki.
8 All day long my enemies reproached me, and those who praised me swore oaths against me.
Óvinir mínir hæða mig og spotta dag eftir dag.
9 For I chewed on ashes like bread, and I mixed weeping into my drink.
Fæða mín er aska, ekki brauð, og drykkur minn blandast tárum mínum.
10 By the face of your anger and indignation, you lifted me up and threw me down.
Þú ert mér reiður Drottinn og hefur varpað mér burt frá þér.
11 My days have declined like a shadow, and I have dried out like hay.
Líf mitt líður burt eins og kvöldskuggi. Ég visna eins og gras
12 But you, O Lord, endure for eternity, and your memorial is from generation to generation.
en þú Drottinn ríkir í dýrð þinni að eilífu. Þinn orðstír mun lifa frá kynslóð til kynslóðar.
13 You will rise up and take pity on Zion, for it is time for its mercy, for the time has come.
Ég veit að þú munt koma og vægja Jerúsalem. – Gerðu það núna! – Efndu loforð þitt um hjálp.
14 For its stones have pleased your servants, and they will take pity on its land.
Því að þjóð þín elskar hvern stein í múr hennar og jafnvel rykið á strætum hennar.
15 And the Gentiles will fear your name, O Lord, and all the kings of the earth your glory.
Þjóðirnar og konungar þeirra skjálfi fyrir Drottni og hans miklu dýrð,
16 For the Lord has built up Zion, and he will be seen in his glory.
því að Drottinn mun endurreisa Jerúsalem og birtast þar í dýrð!
17 He has noticed the prayer of the humble, and he has not despised their petition.
Hann hlustar á bænir fátæklinganna, gefur gaum að beiðni þeirra.
18 Let these things be written in another generation, and the people who will be created will praise the Lord.
Þetta hef ég skráð til þess að komandi kynslóðir lofi Drottin fyrir öll hans verk. Fólk sem enn hefur ekki séð dagsins ljós mun vegsama hann.
19 For he has gazed from his high sanctuary. From heaven, the Lord has beheld the earth.
Segið þeim að Drottinn leit niður frá musteri sínu á himnum.
20 So may he hear the groans of those in shackles, in order that he may release the sons of the slain.
Hann heyrði stunur þjóðar sinnar í ánauðinni – hún var dauðans matur – og hann frelsaði hana!
21 So may they announce the name of the Lord in Zion and his praise in Jerusalem:
Þess vegna streyma þúsundir til musteris hans í Jerúsalem og lofa hann og vegsama um alla borgina.
22 while the people convene, along with kings, in order that they may serve the Lord.
Konungar jarðarinnar eru í þeim hópi.
23 He responded to him in the way of his virtue: Declare to me the brevity of my days.
Hann hefur tekið frá mér lífskraftinn og stytt ævi mína.
24 Do not call me back in the middle of my days: your years are from generation to generation.
En ég hrópaði til hans: „Þú, Guð sem lifir að eilífu, láttu mig ekki deyja fyrir aldur fram!
25 In the beginning, O Lord, you founded the earth. And the heavens are the work of your hands.
Í upphafi lagðir þú undirstöður jarðarinnar og himnarnir eru verk handa þinna.
26 They will perish, but you remain. And all will grow old like a garment. And, like a blanket, you will change them, and they will be changed.
Þau munu hverfa en þú ert að eilífu. Þau fyrnast, líkt og slitin föt sem lögð eru til hliðar.
27 Yet you are ever yourself, and your years will not decline.
En þú ert hinn sami og ár þín taka aldrei enda.
28 The sons of your servants will live, and their offspring will be guided aright in every age.
En afkomendur okkar munu lifa og þú munt varðveita þá, kynslóð fram af kynslóð.“