< Romans 10 >

1 Brothers, my heart’s desire and prayer to God for the Israelites is for their salvation.
Kæru systkini, það er þrá mín og bæn að Gyðingaþjóðin frelsist.
2 For I testify about them that they are zealous for God, but not on the basis of knowledge.
Ég veit hve mjög þeim er umhugað að þóknast Guði, en þeir gera það bara ekki á réttan hátt,
3 Because they were ignorant of God’s righteousness and sought to establish their own, they did not submit to God’s righteousness.
því að þeir skilja ekki að Kristur dó til að sætta þá við Guð. Með góðverkum og hlýðni við lög sín og siði reyna þeir að afla sér viðurkenningar hjá Guði, en það er ekki leið Guðs til hjálpræðis.
4 For Christ is the end of the law, to bring righteousness to everyone who believes.
Þeir skilja ekki að það, sem þeir eru að reyna að öðlast fyrir hlýðni við lögin, gefur Kristur þeim fyrir trúna á sig og þannig bindur hann enda á allan lagaþrældóminn.
5 For concerning the righteousness that is by the law, Moses writes: “The man who does these things will live by them.”
Móse sagði að eina leiðin til að frelsast, væri að gera gott alla ævi, standast allar freistingar og komast hjá því að drýgja svo mikið sem eina synd.
6 But the righteousness that is by faith says: “Do not say in your heart, ‘Who will ascend into heaven?’ (that is, to bring Christ down)
Hjálpræðið sem fæst fyrir trú, segir hins vegar: „Þú þarft ekki að fara upp til himna og leita að Kristi til að fá hann niður með þér, til að hjálpa þér, “og enn fremur:
7 or, ‘Who will descend into the Abyss?’ (that is, to bring Christ up from the dead).” (Abyssos g12)
„Þú þarft ekki að fara til hinna dauðu, til að leiða Krist aftur fram til lífsins, “ (Abyssos g12)
8 But what does it say? “The word is near you; it is in your mouth and in your heart,” that is, the word of faith we are proclaiming:
því að hjálpræðið sem fæst fyrir trú á Krist – einmitt það sem við predikum – er alltaf innan seilingar. Sannleikurinn er sá að það er eins nálægt okkur og hjarta okkar og munnur!
9 that if you confess with your mouth, “Jesus is Lord,” and believe in your heart that God raised Him from the dead, you will be saved.
Ef þú játar með munni þínum að Jesús Kristur sé Drottinn þinn og trúir í hjarta þínu að Guð hafi reist hann upp frá dauðum, þá muntu frelsast.
10 For with your heart you believe and are justified, and with your mouth you confess and are saved.
Trú mannsins veldur því að Guð lítur á hann sem hreinan og syndlausan. Með munni sínum segir hann síðan öðrum frá trú sinni og staðfestir þannig að hann sé hólpinn.
11 It is just as the Scripture says: “Anyone who believes in Him will never be put to shame.”
Biblían segir að enginn, sem trúi á Krist, muni nokkru sinni verða fyrir vonbrigðum.
12 For there is no difference between Jew and Greek: The same Lord is Lord of all, and gives richly to all who call on Him,
Þetta á jafnt við um Gyðinga og heiðingja. Því að allir hafa þeir sama Drottin, sem gefur öllum sem hann biðja af miklu örlæti af auðæfum sínum,
13 for, “Everyone who calls on the name of the Lord will be saved.”
því að hver sem ákallar Drottin mun frelsast.
14 How then can they call on the One in whom they have not believed? And how can they believe in the One of whom they have not heard? And how can they hear without someone to preach?
En hvernig geta menn beðið Drottin um frelsun nema þeir trúi á hann? Og hvernig eiga þeir að trúa, ef þeir hafa ekki heyrt hans getið? Hvernig fá þeir heyrt nema einhver segi þeim frá?
15 And how can they preach unless they are sent? As it is written: “How beautiful are the feet of those who bring good news!”
Og mun þá nokkur fara til þeirra nema einhver sendi hann? Um þetta segir Gamla testamentið: Með öðrum orðum, þeir sem koma og flytja fagnaðarerindi Guðs eru sannarlega góðir gestir.
16 But not all of them welcomed the good news. For Isaiah says, “Lord, who has believed our message?”
En ekki hafa allir sem heyrt hafa gleðiboðskapinn trúað honum, það sýna þessi orð Jesaja: „Drottinn, hver trúði því sem ég sagði þeim?“
17 Consequently, faith comes by hearing, and hearing by the word of Christ.
Samt er það svo að trúin kemur af því að hlusta á gleðiboðskapinn – gleðiboðskapinn um Krist.
18 But I ask, did they not hear? Indeed they did: “Their voice has gone out into all the earth, their words to the ends of the world.”
Hvað um Gyðingana? Hafa þeir heyrt orð Guðs? Já, það hefur fylgt þeim hvert sem þeir hafa farið og gleðiboðskapurinn hefur verið fluttur um alla heimsbyggðina.
19 I ask instead, did Israel not understand? First, Moses says: “I will make you jealous by those who are not a nation; I will make you angry by a nation without understanding.”
En skildu Gyðingarnir þetta (að Guð mundi veita öðrum hjálpræði sitt ef þeir sjálfir tækju ekki á móti því?). Já, því jafnvel á dögum Móse sagði Guð, að hann myndi gera þjóð sína afbrýðisama og reyna að opna augu hennar, með því að gefa fáfróðu og heiðnu þjóðunum hjálpræði sitt.
20 And Isaiah boldly says: “I was found by those who did not seek Me; I revealed Myself to those who did not ask for Me.”
Seinna talaði Jesaja djarflega um þessa hluti og sagði að fólk, sem alls ekki hefði leitað Guðs mundi finna hann.
21 But as for Israel he says: “All day long I have held out My hands to a disobedient and obstinate people.”
Allan þennan tíma hefur Guð rétt fram hendur sínar Gyðingum til hjálpar, en þeir kvarta bara og kveina og neita að hlýða honum.

< Romans 10 >