< Psalms 68 >
1 For the choirmaster. A Psalm of David. A song. God arises. His enemies are scattered, and those who hate Him flee His presence.
Þegar Guð rís á fætur þá tvístrast óvinir hans! Þeir sem hata hann flýja sem mest þeir mega.
2 As smoke is blown away, You will drive them out; as wax melts before the fire, the wicked will perish in the presence of God.
Blástu þeim burt eins og reyk í vindi! Bræddu þá eins og vax í eldi! Þannig munu óguðlegir tortímast fyrir Guði.
3 But the righteous will be glad and rejoice before God; they will celebrate with joy.
En hinir trúuðu skulu fagna. Þeir kætist og gleðjist
4 Sing to God! Sing praises to His name. Exalt Him who rides on the clouds — His name is the LORD— and rejoice before Him.
og lofsyngi Guði! Hefjið lofsöng til hans sem ekur um á skýjunum. Nafn hans er Drottinn! Gleðjist og fagnið í nærveru hans.
5 A father of the fatherless, and a defender of the widows, is God in His holy habitation.
Hann er faðir föðurlausra og verndari ekkna, hann er heilagur.
6 God settles the lonely in families; He leads the prisoners out to prosperity, but the rebellious dwell in a sun-scorched land.
Hann lætur hinn einmana komast heim aftur og leiðir fanga út í frelsið á ný. Þar verður sungið og fagnað! En uppreisnarmenn skulu búa við sult og seyru.
7 O God, when You went out before Your people, when You marched through the wasteland,
Guð, þegar þú leiddir þjóð þína gegnum öræfin,
8 the earth shook and the heavens poured down rain before God, the One on Sinai, before God, the God of Israel.
þá skalf jörðin og himnarnir nötruðu. Sínaífjall hneigði sig fyrir þér af virðingu og ótta – þér Guði Ísraels.
9 You sent abundant rain, O God; You refreshed Your weary inheritance.
Þú, Guð, sendir regnskúrir yfir land þitt, hresstir það og endurnærðir.
10 Your flock settled therein; O God, from Your bounty You provided for the poor.
Þar settist þjóð þín að. Þú gafst hinum hrjáðu heimili og skjól.
11 The Lord gives the command; a great company of women proclaim it:
Drottinn lætur orð sín rætast og þegar hann talar flýja óvinirnir.
12 “Kings and their armies flee in haste; she who waits at home divides the plunder.
Konurnar sem heima eru flytja gleðifrétt: „Óvinaherinn er flúinn, þeir sem vildu eyða öllu og umturna!“Og konur í Ísrael skipta herfanginu.
13 Though you lie down among the sheepfolds, the wings of the dove are covered with silver, and her feathers with shimmering gold.”
Þær hylja sig með gulli og silfri, rétt eins og dúfan vængjum sínum!
14 When the Almighty scattered the kings in the land, it was like the snow falling on Zalmon.
Þegar Guð stökkti óvinunum á flótta þá snjóaði á Salmonsfjalli.
15 A mountain of God is Mount Bashan; a mountain of many peaks is Mount Bashan.
Þið voldugu Basanfjöll, þið illkleifu tindar!
16 Why do you gaze in envy, O mountains of many peaks? This is the mountain God chose for His dwelling, where the LORD will surely dwell forever.
Hvers vegna horfið þið með öfund til Síonar – fjallsins sem Drottinn hefur kosið sér til bústaðar?
17 The chariots of God are tens of thousands— thousands of thousands are they; the Lord is in His sanctuary as He was at Sinai.
Með þúsundum vagna lagði Drottinn upp frá Sínaí og kom til síns heilaga musteris á Síon.
18 You have ascended on high; You have led captives away. You have received gifts from men, even from the rebellious, that the LORD God may dwell there.
Hann kleif fjöllin, tók með sér fjölda bandingja og veitti viðtöku gjöfum frá mönnum, jafnvel uppreisnarmönnum. Og nú býr hann hér!
19 Blessed be the Lord, who daily bears our burden, the God of our salvation.
Lofaður sé Drottinn! Hann leiðir okkur dag eftir dag og hjálpar í öllum vanda.
20 Our God is a God of deliverance; the Lord GOD is our rescuer from death.
Guð er hjálpræðisguð. Hann er alvaldur og bjargar frá dauða.
21 Surely God will crush the heads of His enemies, the hairy crowns of those who persist in guilty ways.
En óvinum sínum eyðir hann, þeim sem þrjóskast og halda áfram á glæpabraut.
22 The Lord said, “I will retrieve them from Bashan, I will bring them up from the depths of the sea,
Hann segir: „Komið!“við óvini þjóðar sinnar, þá sem fela sig til fjalla eða í hafdjúpunum.
23 that your foot may be dipped in the blood of your foes— the tongues of your dogs in the same.”
Þjóð hans vill troða þá undir, ganga í blóði þeirra og gefa hundum hræ þeirra.
24 They have seen Your procession, O God— the march of my God and King into the sanctuary.
Guð, konungur minn, gengur inn til musteris síns.
25 The singers lead the way, the musicians follow after, among the maidens playing tambourines.
Fremst fara söngvarar, þá hljóðfæraleikarar og stúlkur sem slá taktinn.
26 Bless God in the great congregation; bless the LORD from the fountain of Israel.
Allur Ísrael gleðjist með Guði, uppsprettu Ísraels á þessum hátíðardegi.
27 There is Benjamin, the youngest, ruling them, the princes of Judah in their company, the princes of Zebulun and of Naphtali.
Fremst fer Benjamínsætt, hún er minnst. Þá koma prinsar og öldungar Júda og síðan höfðingjar Sebúlons og Naftalí.
28 Summon Your power, O God; show Your strength, O God, which You have exerted on our behalf.
Sýn þú, Guð, mátt þinn og styrk, því að mikla hluti hefur þú gert.
29 Because of Your temple at Jerusalem kings will bring You gifts.
Konungar jarðarinnar gefa gjafir til musteris þíns í Jerúsalem.
30 Rebuke the beast in the reeds, the herd of bulls among the calves of the nations, until it submits, bringing bars of silver. Scatter the nations who delight in war.
Ávíta þú óvini okkar, Drottinn. Færðu þá hingað, sneypta og berandi skattinn! Tvístraðu þeim sem efna til ófriðar.
31 Envoys will arrive from Egypt; Cush will stretch out her hands to God.
Egyptar sendi gull og Bláland fórni höndum í lotningu til Guðs.
32 Sing to God, O kingdoms of the earth; sing praises to the Lord—
Syngið frammi fyrir Drottni, þið konungsríki jarðarinnar, syngið honum lofgjörðarsöng,
33 to Him who rides upon the highest heavens of old; behold, His mighty voice resounds.
honum, Guði eilífðar, sem ekur um himininn og talar með þrumuraust svo að undir tekur.
34 Ascribe the power to God, whose majesty is over Israel, whose strength is in the skies.
Drottinn hefur máttinn! Dýrð hans ljómar yfir Ísrael og hans voldugu verk birtast á himninum.
35 O God, You are awesome in Your sanctuary; the God of Israel Himself gives strength and power to His people. Blessed be God!
Við krjúpum fyrir honum í lotningu og ótta í musteri hans. Ísraels Guð veitir þjóð sinni mátt og megin. Lofaður sé Guð!