< Psalms 57 >

1 For the choirmaster. To the tune of “Do Not Destroy.” A Miktam of David, when he fled from Saul into the cave. Have mercy on me, O God, have mercy, for in You my soul takes refuge. In the shadow of Your wings I will take shelter until the danger has passed.
Þennan sálm orti Davíð þegar hann flýði inn í hellinn undan Sál. (Sjá 1. Sam. 22:1‑2 og 24:1‑9). Ó Guð, vertu mér náðugur, því að ég treysti þér. Ég vil leita skjóls undir vængjum þínum uns storminn hefur lægt.
2 I cry out to God Most High, to God who fulfills His purpose for me.
Ég hrópa til Guðs hins hæsta, hans sem leysir öll mín mál.
3 He reaches down from heaven and saves me; He rebukes those who trample me. (Selah) God sends forth His loving devotion and His truth.
Hann sendir mér hjálp frá himnum og frelsar mig vegna elsku sinnar og trúfesti. Hann mun bjarga mér frá lygurum sem sitja um líf mitt.
4 My soul is among the lions; I lie down with ravenous beasts— with men whose teeth are spears and arrows, whose tongues are sharp swords.
Ég er umkringdur ofstopamönnum – glefsandi úlfum. Tennur þeirra eru hvassari en örvar og spjót og tungurnar beittari en sverð!
5 Be exalted, O God, above the heavens; may Your glory cover all the earth.
Drottinn, lofað sé nafn þitt á himnum! Láttu dýrð þína líka birtast á jörðu!
6 They spread a net for my feet; my soul was despondent. They dug a pit before me, but they themselves have fallen into it!
Óvinir mínir hafa lagt gildru fyrir mig. Þeir hafa grafið mér gryfju. Ég er mæddur og kvíðinn. En! Eitt veit ég: Þeir munu sjálfir falla í hana!
7 My heart is steadfast, O God, my heart is steadfast. I will sing and make music.
Guð minn, nú er hjarta mitt rótt og ég treysti þér. Ég vil lofa þig!
8 Awake, my glory! Awake, O harp and lyre! I will awaken the dawn.
Rís þú nú upp, sál mín! Vakna þú harpa og gígja! Bjóddu morgunroðann velkominn með söng!
9 I will praise You, O Lord, among the nations; I will sing Your praises among the peoples.
Allir landsbúar heyra þakkargjörð mína. Ég vil syngja þér lof meðal þjóðanna.
10 For Your loving devotion reaches to the heavens, and Your faithfulness to the clouds.
Miskunn þín er há eins og himinninn og trúfesti þín nær til skýjanna.
11 Be exalted, O God, above the heavens; may Your glory cover all the earth.
Þú ert hærri en hæstu himnar, ó, Guð. Láttu dýrð þína breiðast yfir gjörvalla jörðina.

< Psalms 57 >