< Psalms 32 >
1 Of David. A Maskil. Blessed is he whose transgressions are forgiven, whose sins are covered.
Hvílík náð að fá syndir sínar fyrirgefnar! Það er dásamlegt þegar afbrotin eru strikuð út!
2 Blessed is the man whose iniquity the LORD does not count against him, in whose spirit there is no deceit.
En sá léttir hverjum játandi syndara að heyra Drottin segja: „Ég sýkna þig.“
3 When I kept silent, my bones became brittle from my groaning all day long.
Sú var tíðin að ég þrjóskaðist við og neitaði að iðrast. En synd mín kvaldi mig og nagaði öllum stundum.
4 For day and night Your hand was heavy upon me; my strength was drained as in the summer heat.
Ég var friðlaus bæði nætur og daga og fann að Drottinn áminnti mig. Styrkur minn þvarr eins og lækur sem þornar á heitu sumri.
5 Then I acknowledged my sin to You and did not hide my iniquity. I said, “I will confess my transgressions to the LORD,” and You forgave the guilt of my sin.
Að lokum játaði ég synd mína fyrir þér, viðurkenndi afbrotin. Ég sagði: „Ég vil játa það allt fyrir Drottni, “og þá fyrirgafstu mér! Sekt mín var strikuð út!
6 Therefore let all the godly pray to You while You may be found. Surely when great waters rise, they will not come near.
Þess vegna segi ég: Þú sem trúir, játaðu synd þína strax fyrir Guði, já, strax og samviskan angrar þig. Notaðu tímann meðan fyrirgefning Guðs stendur þér til boða. Annars vofir dómurinn yfir þér.
7 You are my hiding place. You protect me from trouble; You surround me with songs of deliverance.
Þú ert skjól mitt í andstreymi lífsins og lausn í nauðum og vanda. Með frelsisfögnuði umlykur þú mig.
8 I will instruct you and teach you the way you should go; I will give you counsel and watch over you.
Drottinn segir: „Ég vil fræða þig og vísa þér veginn gegnum lífið. Ég vil gefa þér ráð og fylgjast með framför þinni.
9 Do not be like the horse or mule, which have no understanding; they must be controlled with bit and bridle to make them come to you.
Vertu ekki eins og þrjóskur hestur! Með taum og beisli verður að temja hann.“
10 Many are the sorrows of the wicked, but loving devotion surrounds him who trusts in the LORD.
Miklar eru þjáningar syndugs manns, en þá sem treysta Drottni umlykur hann elsku.
11 Be glad in the LORD and rejoice, O righteous ones; shout for joy, all you upright in heart.
Gleðjist yfir Guði, þið sem á hann trúið, og rekið upp fagnaðaróp, þið sem honum hlýðið!