< Psalms 17 >

1 A prayer of David. Hear, O LORD, my righteous plea; listen to my cry. Give ear to my prayer— it comes from lips free of deceit.
Drottinn, ó hjálpa þú mér, því að ég er heiðvirður og breytni mín réttlát. Hlustaðu þegar ég hrópa til þín!
2 May my vindication come from Your presence; may Your eyes see what is right.
Úrskurða mig réttlátan svo að allir heyri, þú réttvísi Drottinn.
3 You have tried my heart; You have visited me in the night. You have tested me and found no evil; I have resolved not to sin with my mouth.
Þú hefur prófað mig, já jafnvel um nætur, en engar illar hugsanir fundið hjá mér, né vond orð mér á vörum.
4 As for the deeds of men— by the word of Your lips I have avoided the ways of the violent.
Boðorðum þínum hef ég hlýtt og forðast félagsskap við illmenni og rudda.
5 My steps have held to Your paths; my feet have not slipped.
Ég hef fylgt leiðsögn þinni og ekki farið villur vegar.
6 I call on You, O God, for You will answer me. Incline Your ear to me; hear my words.
Ég ákalla þig því að ég veit að þú svarar mér! Já, hlustaðu á bæn mína.
7 Show the wonders of Your loving devotion, You who save by Your right hand those who seek refuge from their foes.
Sýndu mér kærleika þinn og náð, þú sem frelsar hina ofsóttu.
8 Keep me as the apple of Your eye; hide me in the shadow of Your wings
Vernda mig eins og sjáaldur augans. Hyl mig í skjóli vængja þinna.
9 from the wicked who assail me, from my mortal enemies who surround me.
Óvinir mínir umkringja mig með morðsvip í augum.
10 They have closed their callous hearts; their mouths speak with arrogance.
Þeir eru óguðlegir og beita mig ofbeldi. Hlustaðu á tal þeirra! Hvílíkur hroki!
11 They have tracked us down, and now surround us; their eyes are set to cast us to the ground,
Þeir koma nær og nær, ákveðnir í að troða mig undir.
12 like a lion greedy for prey, like a young lion lurking in ambush.
Þeir líkjast gráðugum ljónum sem vilja rífa mig á hol – ungum ljónum sem liggja í leyni og bíða eftir bráð.
13 Arise, O LORD, confront them! Bring them to their knees; deliver me from the wicked by Your sword,
Drottinn, rís þú upp og hastaðu á þá! Rektu þá frá!
14 from such men, O LORD, by Your hand— from men of the world whose portion is in this life. May You fill the bellies of Your treasured ones and satisfy their sons, so they leave their abundance to their children.
Komdu og frelsaðu mig frá hinum óguðlegu sem aðeins leita jarðnesks ávinnings, þeim sem þú hefur gefið auð og völd og ótal afkomendur.
15 As for me, I will behold Your face in righteousness; when I awake, I will be satisfied in Your presence.
En ég sækist ekki eftir veraldlegum auði, heldur því að þekkja þig og lifa réttvíslega – vera sáttur við þig. Ég vil hugsa um þig jafnt á degi sem nóttu og þegar ég vakna mun ég sjá auglit þitt og gleðjast!

< Psalms 17 >