< Psalms 109 >
1 For the choirmaster. A Psalm of David. O God of my praise, be not silent.
Þú Guð sem ég lofa, vertu ekki þögull
2 For wicked and deceitful mouths open against me; they speak against me with lying tongues.
því að óguðlegir baktala mig og ljúga á mig sökum.
3 They surround me with hateful words and attack me without cause.
Án saka hata þeir mig og ráðast á mig.
4 In return for my love they accuse me, but I am a man of prayer.
Ég elska þá, en jafnvel meðan ég bið fyrir þeim, ofsækja þeir mig.
5 They repay me evil for good, and hatred for my love.
Þeir gjalda gott með illu og ást mína með hatri.
6 Set over him a wicked man; let an accuser stand at his right hand.
Leyfðu þeim að finna hvernig mér líður! Leyfðu óvini mínum að þola sama óréttlæti og hann beitir mig – vera dæmdur af ranglátum dómara.
7 When he is tried, let him be found guilty, and may his prayer be regarded as sin.
Og þegar úrskurður fellur, lát hann þá verða honum til tjóns. Líttu á bænir hans eins og innantómt raus.
8 May his days be few; may another take his position.
Styttu æviár hans. Skipaðu annan í embætti hans.
9 May his children be fatherless and his wife a widow.
Börn hans verði föðurlaus og kona hans ekkja
10 May his children wander as beggars, seeking sustenance far from their ruined homes.
og rektu þau burt úr rústum heimilis þeirra.
11 May the creditor seize all he owns, and strangers plunder the fruits of his labor.
Lánardrottnarnir taki landareign hans og ókunnugir fái allt sem hann hafði aflað.
12 May there be no one to extend kindness to him, and no one to favor his fatherless children.
Enginn sýni honum miskunn né aumki sig yfir föðurlausu börnin hans.
13 May his descendants be cut off; may their name be blotted out from the next generation.
Afkomendur hans verði afmáðir og ætt hans eins og hún leggur sig.
14 May the iniquity of his fathers be remembered before the LORD, and the sin of his mother never be blotted out.
Refsaðu fyrir syndir föður hans og móður og dragðu ekki af.
15 May their sins always remain before the LORD, that He may cut off their memory from the earth.
Láttu misgjörðir hans aldrei falla í gleymsku, en minningu ættarinnar að engu verða.
16 For he never thought to show kindness, but pursued the poor and needy and brokenhearted, even to their death.
Hann sýndi engum manni miskunn, en ofsótti nauðstadda og steypti aðþrengdum í dauðann.
17 The cursing that he loved, may it fall on him; the blessing in which he refused to delight, may it be far from him.
Hann formælti öðrum, bölvunin komi honum sjálfum í koll. Að blessa lét hann ógert, blessun sé því fjarri honum.
18 The cursing that he wore like a coat, may it soak into his body like water, and into his bones like oil.
Að bölva, það átti við hann, það var honum eðlilegt eins og að éta og drekka.
19 May it be like a robe wrapped about him, like a belt tied forever around him.
Formælingar hans bitni á honum sjálfum, hylji hann, eins og fötin sem hann er í og beltið um mitti hans.
20 May this be the LORD’s reward to my accusers, to those who speak evil against me.
Þetta séu laun andstæðinga minna frá Drottni – þeirra sem ljúga á mig og hóta mér dauða.
21 But You, O GOD, the Lord, deal kindly with me for the sake of Your name; deliver me by the goodness of Your loving devotion.
En Drottinn, farðu með mig eins og barnið þitt! Eins og þann sem ber þitt eigið nafn. Frelsaðu mig Drottinn, vegna elsku þinnar.
22 For I am poor and needy; my heart is wounded within me.
Það hallar undan fæti, ég finn að dauðinn nálgast.
23 I am fading away like a lengthening shadow; I am shaken off like a locust.
Ég er hristur til jarðar eins og padda af ermi!
24 My knees are weak from fasting, and my body grows lean and gaunt.
Ég skelf í hnjánum – fastan var erfið, ég er ekkert nema skinn og bein.
25 I am an object of scorn to my accusers; when they see me, they shake their heads.
Ég er eins og minnisvarði um mistök og þegar menn sjá mig hrista þeir höfuðið.
26 Help me, O LORD my God; save me according to Your loving devotion.
Hjálpaðu mér Drottinn Guð minn! Frelsaðu mig sakir elsku þinnar og kærleika.
27 Let them know that this is Your hand, that You, O LORD, have done it.
Gerðu það svo að allir sjái, svo að enginn efist um að það var þitt verk,
28 Though they curse, You will bless. When they rise up, they will be put to shame, but Your servant will rejoice.
– þá mega þeir formæla mér ef þeir vilja, sama er mér, aðeins að þú blessir mig. Þá munu illráð þeirra gegn mér mistakast og ég ganga mína leið, glaður í bragði.
29 May my accusers be clothed with disgrace; may they wear their shame like a robe.
Ónýttu áform þeirra! Sveipaðu þá skömm!
30 With my mouth I will thank the LORD profusely; I will praise Him in the presence of many.
Þá mun ég ekki láta af að þakka Drottni, lofa hann í allra áheyrn.
31 For He stands at the right hand of the needy one, to save him from the condemners of his soul.
Því að hann er athvarf fátækra og þeirra sem líða skort. Hann frelsar þá undan óvinum þeirra.