< Philippians 1 >

1 Paul and Timothy, servants of Christ Jesus, To all the saints in Christ Jesus at Philippi, together with the overseers and deacons:
Frá Páli og Tímóteusi, þjónum Krists. Til leiðtoga safnaðanna, aðstoðarfólks þeirra og allra annarra sem kristnir eru í Filippí.
2 Grace and peace to you from God our Father and the Lord Jesus Christ.
Guð blessi ykkur öll. Ég bið þess að Guð faðir okkar og Drottinn Jesús Kristur blessi ykkur ríkulega, eitt og sérhvert, og að friður hans umlyki ykkur.
3 I thank my God every time I remember you.
Ég lofa Guð í hvert sinn sem ég bið fyrir ykkur.
4 In every prayer for all of you, I always pray with joy,
Hjarta mitt er gagntekið gleði,
5 because of your partnership in the gospel from the first day until now,
vegna þeirrar miklu aðstoðar sem þið hafið veitt mér við útbreiðslu gleðiboðskaparins, allt frá því er þið heyrðuð hann fyrst og fram á þennan dag.
6 being confident of this, that He who began a good work in you will carry it on to completion until the day of Christ Jesus.
Eitt er víst, Guð, sem byrjaði í ykkur góða verkið, mun halda því áfram þar til það fullkomnast á endurkomudegi Jesú Krists.
7 It is right for me to feel this way about all of you, since I have you in my heart. For in my chains and in my defense and confirmation of the gospel, you are all partners in grace with me.
Það er eðlilegt að ég beri slíkan hug til ykkar, því að þið eigið sérstakt rúm í hjarta mínu. Við höfum notið blessunar Guðs sameiginlega, bæði þegar ég var í fangelsi og einnig meðan ég var frjáls og barðist fyrir sannleikanum, og sagði öðrum frá Kristi.
8 God is my witness how I long for all of you with the affection of Christ Jesus.
Guð einn veit hve heitt ég elska ykkur og þrái ykkur með ástúð Krists.
9 And this is my prayer: that your love may abound more and more in knowledge and depth of insight,
Ég bið þess að kærleikurinn sem þið berið til annarra, komi æ betur í ljós og að andlegur skilningur ykkar og þekking vaxi jafnt og þétt.
10 so that you may be able to test and prove what is best and may be pure and blameless for the day of Christ,
Ég vil að ykkur sé ætíð ljós munurinn á réttu og röngu, og að þið varðveitið hreinleik huga ykkar og vilja, svo að héðan í frá og til endurkomu Drottins geti enginn ásakað ykkur um neitt.
11 filled with the fruit of righteousness that comes through Jesus Christ, to the glory and praise of God.
Ég bið þess að þið gerið það eitt sem gott er og sýnið að þið séuð börn Guðs, því að það mun verða Drottni til lofs og dýrðar.
12 Now I want you to know, brothers, that my circumstances have actually served to advance the gospel.
Kæru vinir, mig langar að segja ykkur eitt: Allt sem ég hef orðið að reyna hér, hefur stórlega stuðlað að útbreiðslu gleðiboðskaparins um Krist.
13 As a result, it has become clear throughout the whole palace guard and to everyone else that I am in chains for Christ.
Allir sem hér eru, þar á meðal hermennirnir sem búa hér, vita nú að eina ástæðan fyrir fangavist minni er, að ég er kristinn.
14 And most of the brothers, confident in the Lord by my chains, now dare more greatly to speak the word without fear.
Fangavistin hefur einnig orðið til þess að margir hinna kristnu sem hér búa, virðast ekki lengur hræðast hlekkina. Þolinmæði mín hefur orðið þeim hvatning og þeir eru djarfari en áður að vitna um Krist.
15 It is true that some preach Christ out of envy and rivalry, but others out of goodwill.
Sumir predika að vísu gleðiboðskapinn vegna þess eins að þeir öfunda mig af því hvernig Guð hefur notað mig. Þeir vilja að fólk tali um sig sem djarfa predikara, sem bjóða öllu birginn! Aðrir hafa hins vegar hreinan skjöld,
16 The latter do so in love, knowing that I am appointed for the defense of the gospel.
og þeir predika af kærleika til mín, því að þeir vita að Drottinn hefur leitt mig hingað til að standa vörð um sannleikann. Sumir predika til að gera mig afbrýðisaman. Þeir halda að vinsældir þeirra og árangur valdi mér hugarangri hér í fangelsinu.
17 The former, however, preach Christ out of selfish ambition, not sincerely, supposing that they can add to the distress of my chains.
18 What then is the issue? Just this: that in every way, whether by false motives or true, Christ is preached. And in this I rejoice. Yes, and I will continue to rejoice,
En hvert svo sem viðhorf þeirra er, þá er það staðreynd að gleðiboðskapurinn um Krist heyrist og það gleður mig.
19 because I know that through your prayers and the provision of the Spirit of Jesus Christ, my distress will turn out for my deliverance.
Gleði mín er ekki á þrotum, því ég veit að þið biðjið fyrir mér og heilagur andi hjálpar mér, og þá verður þetta allt mér til góðs.
20 I eagerly expect and hope that I will in no way be ashamed, but will have complete boldness so that now as always Christ will be exalted in my body, whether by life or by death.
Það segi ég satt, að ég vona að ég geri aldrei neitt það sem ég þurfi að skammast mín fyrir, heldur að ég fái framvegis, eins og hingað til, að vera reiðubúinn að vitna um Krist, með djörfung, að ég fái að verða honum til dýrðar, hvort sem ég lifi eða dey.
21 For to me, to live is Christ, and to die is gain.
Ég lifi með Kristi og fyrir hann og því veit ég að dauðinn færir mér þá blessun að vera með honum.
22 But if I go on living in the body, this will mean fruitful labor for me. So what shall I choose? I do not know.
En ef það að lifa færir mér fleiri tækifæri til að ávinna Kristi fólk, þá veit ég satt að segja ekki hvort ég ætti að kjósa að lifa eða deyja.
23 I am torn between the two. I desire to depart and be with Christ, which is far better indeed.
Stundum langar mig að lifa lengur, en stundum ekki, því mig langar einnig til að fara héðan og vera með Kristi. Það væri miklu betra fyrir mig að deyja, en að þurfa að vera hér.
24 But it is more necessary for you that I remain in the body.
Staðreyndin er hins vegar sú að verði ég hér áfram, þá get ég orðið ykkur til enn meiri hjálpar.
25 Convinced of this, I know that I will remain and will continue with all of you for your progress and joy in the faith,
Enn er þörf fyrir mig hér og því er ég viss um að ég muni lifa hér á jörðinni, enn um sinn, til að efla vöxt ykkar og auka gleði ykkar í trúnni.
26 so that through my coming to you again your exultation in Christ Jesus will resound on account of me.
Það gleður ykkur að ég skuli verða hér áfram og gefur ykkur tilefni til að lofa Jesú fyrir að hann varðveiti mig, svo að ég geti heimsótt ykkur á ný.
27 Nevertheless, conduct yourselves in a manner worthy of the gospel of Christ. Then, whether I come and see you or only hear about you in my absence, I will know that you stand firm in one spirit, contending side by side for the faith of the gospel,
En hvað sem um mig verður, þá skiptir mestu að líferni ykkar sé í samræmi við fagnaðarerindið. Þannig að hvort sem ég hitti ykkur aftur eða ekki, þá fái ég áfram góðar fréttir um að þið standið saman sem einn maður við að útbreiða gleðiboðskapinn,
28 without being frightened in any way by those who oppose you. This is a clear sign of their destruction but of your salvation, and it is from God.
og það óttalaust, hvað svo sem óvinir ykkar gera. Það verður þeim tákn um eigin ósigur, en ykkur verður það greinilegt tákn frá Guði um að hann sé með ykkur og að hann hafi gefið ykkur eilíft líf með sér.
29 For it has been granted to you on behalf of Christ not only to believe in Him, but also to suffer for Him,
Þið hafið hlotið þau forréttindi að trúa á hann, og ekki aðeins það, heldur einnig að þjást hans vegna.
30 since you are encountering the same struggle you saw I had, and now hear that I still have.
Stöndum saman í þessari baráttu. Þið hafið séð mig þjást þennan tíma sem liðinn er og eins og þið vitið, þá á ég nú í mikilli baráttu.

< Philippians 1 >