< Philemon 1 >

1 Paul, a prisoner of Christ Jesus, and Timothy our brother, To Philemon our beloved fellow worker,
Frá Páli, sem er í fangelsi fyrir að boða fagnaðarerindið um Jesú Krist, og frá bróður Tímóteusi. Til Fílemons, okkar kæra samstarfsmanns, og hinna trúuðu, sem koma saman á heimili þínu,
2 to Apphia our sister, to Archippus our fellow soldier, and to the church that meets at your house:
til Appíu systur okkar og Arkippusar, sem berst fyrir málstað krossins eins og ég.
3 Grace and peace to you from God our Father and the Lord Jesus Christ.
Guð, faðirinn, og Drottinn Jesús Kristur blessi ykkur og gefi ykkur frið.
4 I always thank my God, remembering you in my prayers,
Kæri Fílemon, ég þakka Guði í hvert sinn sem ég bið fyrir þér,
5 because I hear about your faith in the Lord Jesus and your love for all the saints.
því að ég hef heyrt um traust þitt til Drottins Jesú og kærleika þinn til hinna kristnu.
6 I pray that your partnership in the faith may become effective as you fully acknowledge every good thing that is ours in Christ.
Ég bið þess að vitnisburður þinn nái hjörtum áheyrenda þinna og að þeir sjái hve auðugur þú ert að góðum verkum, í trúnni á Jesú Krist.
7 I take great joy and encouragement in your love, because you, brother, have refreshed the hearts of the saints.
Kærleikur þinn, bróðir kær, hefur bæði glatt mig og huggað, því að góðvild þín hefur oft endurnært hjörtu þeirra sem tilheyra Guði.
8 So although in Christ I am bold enough to order you to do what is proper,
Nú langar mig að biðja þig að gera mér greiða. Ég gæti að vísu krafið þig um þetta í nafni Jesú Krists, því að það er skylda þín. En ég elska þig og vil heldur fara bónarveginn, því ég er nú eins og ég er, hann Páll gamli, og sit þar að auki í fangelsi vegna Jesú Krists.
9 I prefer to appeal on the basis of love. For I, Paul, am now aged, and a prisoner of Christ Jesus as well.
10 I appeal to you for my child Onesimus, whose father I became while I was in chains.
Bón mín er sú að þú hjálpir honum Onesímusi, barninu mínu, sem ég leiddi til Krists hér í fangelsinu.
11 Formerly he was useless to you, but now he has become useful both to you and to me.
Onesímus (sem merkir „gagnlegur“) hefur ekki komið þér að miklu gagni upp á síðkastið, en nú ætlar hann að verða okkur báðum hjálplegur.
12 I am sending back to you him who is my very heart.
Ég sendi hann hér með aftur til þín, enda þótt hann sé mér sem hjartað úr brjósti mínu.
13 I would have liked to keep him with me, so that on your behalf he could minister to me in my chains for the gospel.
Ég hefði svo gjarnan viljað hafa hann hjá mér á meðan ég sit í fangelsi fyrir að predika gleðiboðskapinn. Á þann hátt gætir þú létt undir með mér,
14 But I did not want to do anything without your consent, so that your goodness will not be out of compulsion, but by your own free will.
en ég vildi ekki gera þetta án samþykkis þíns. Ég vil ekki þvinga þig til að hjálpa mér, heldur að þú gerir það af fúsum vilja.
15 For perhaps this is why he was separated from you for a while, so that you might have him back for good— (aiōnios g166)
Kannski getum við lýst því sem gerst hefur á þennan hátt: Hann strauk frá þér um stund, til þess síðan að geta verið hjá þér það sem eftir er. (aiōnios g166)
16 no longer as a slave, but better than a slave, as a beloved brother. He is especially beloved to me, but even more so to you, both in person and in the Lord.
En nú er hann meira en þræll, hann er annað og miklu betra: Elskaður bróðir – þannig er hann í mínum augum. Framvegis verður hann þér miklu meira virði, því að hann er ekki einungis þjónn, heldur líka bróðir þinn í Kristi.
17 So if you consider me a partner, receive him as you would receive me.
Fyrst ég er vinur þinn, taktu þá á móti honum eins og það væri ég sjálfur.
18 But if he has wronged you in any way or owes you anything, charge it to my account.
Hafi hann valdið þér tjóni á einhvern hátt eða haft eitthvað af þér, skrifaðu það þá á minn reikning, og ég skal endurgreiða þér. Ég, Páll, ábyrgist þetta persónulega og staðfesti það hér með eigin hendi, en ég skal ekki minnast á hve mikið þú skuldar mér. Sannleikurinn er sá að þú skuldar mér jafnvel fyrir þína eigin sál!
19 I, Paul, write this with my own hand. I will repay it—not to mention that you owe me your very self.
20 Yes, brother, let me have some benefit from you in the Lord. Refresh my heart in Christ.
Já, kæri bróðir, gleddu mig með slíku kærleiksverki og hresstu hjarta mitt í Drottni.
21 Confident of your obedience, I write to you, knowing that you will do even more than I ask.
Ég hef skrifað þér þetta bréf vegna þess að ég álít að þú munir gera það, sem ég bið þig um, og jafnvel enn meira!
22 In the meantime, prepare a guest room for me, because I hope that through your prayers I will be restored to you.
Viltu hafa herbergi til reiðu handa mér þegar ég kem? Ég vona nefnilega að Guð svari bænum ykkar og leyfi mér að koma til ykkar áður en langt um líður.
23 Epaphras, my fellow prisoner in Christ Jesus, sends you greetings,
Epafras, samfangi minn, sem einnig er hér fyrir að predika Krist Jesú, sendir ykkur kveðju sína.
24 as do Mark, Aristarchus, Demas, and Luke, my fellow workers.
Markús, Aristarkus, Demas og Lúkas, samverkamenn mínir, senda einnig kveðjur.
25 The grace of the Lord Jesus Christ be with your spirit.
Blessun Drottins Jesú Krists sé með anda þínum. Páll

< Philemon 1 >