< Luke 7 >

1 When Jesus had concluded His discourse in the hearing of the people, He went to Capernaum.
Þegar Jesús hafði lokið við að tala til fólksins, fór hann aftur til Kapernaum.
2 There a highly valued servant of a centurion was sick and about to die.
Rómverskur höfuðsmaður bjó þar og átti þræl sem var honum mjög kær. Nú lá þrællinn fyrir dauðanum.
3 When the centurion heard about Jesus, he sent some Jewish elders to ask Him to come and heal his servant.
Þegar höfuðsmaðurinn frétti af Jesú, sendi hann nokkra virðulega Gyðinga til hans og bað hann að koma og lækna þrælinn.
4 They came to Jesus and pleaded with Him earnestly, “This man is worthy to have You grant this,
Þeir báðu Jesú innilega að koma og hjálpa manninum og sögðu: „Hann á það skilið að þú hjálpir honum,
5 for he loves our nation and has built our synagogue.”
því hann elskar þjóð okkar og lét meira að segja byggja samkomuhúsið fyrir eigið fé.“
6 So Jesus went with them. But when He was not far from the house, the centurion sent friends with the message: “Lord, do not trouble Yourself, for I am not worthy to have You come under my roof.
Jesús fór með þeim. Rétt áður en þeir komu að húsinu sendi höfuðsmaðurinn vini sína til Jesú með þessi skilaboð: „Herra, vertu ekki að ómaka þig með að koma inn til mín, því ég er hvorki verður þess að hitta þig né hafa þig sem gest.
7 That is why I did not consider myself worthy to come to You. But just say the word, and my servant will be healed.
Segðu það aðeins með orði, þar sem þú ert staddur, og þá mun þræll minn læknast.
8 For I myself am a man under authority, with soldiers under me. I tell one to go, and he goes; and another to come, and he comes. I tell my servant to do something, and he does it.”
Ég skil þig vel, því sjálfur þarf ég að hlýða æðri herforingjum, en hef síðan vald yfir mínum undirmönnum. Ég þarf aðeins að segja við þá: „Farið“og þá fara þeir, eða: „Komið“og þeir koma. Við þræl minn segi ég: „Gerðu þetta“og hann hlýðir. Segðu því bara: „Læknist þú“og þá mun þræll minn verða heilbrigður.“
9 When Jesus heard this, He marveled at the centurion. Turning to the crowd following Him, He said, “I tell you, not even in Israel have I found such great faith.”
Jesús varð undrandi. Hann sneri sér að mannfjöldanum og sagði: „Aldrei hef ég hitt neinn Gyðing, sem átt hefur jafn mikla trú og þessi útlendingur.“
10 And when the messengers returned to the house, they found the servant in good health.
Þegar vinir höfuðsmannsins komu aftur inn í húsið fundu þeir þrælinn alheilbrigðan.
11 Soon afterward, Jesus went to a town called Nain. His disciples went with Him, accompanied by a large crowd.
Stuttu seinna fóru Jesús og lærisveinar hans til þorpsins Nain, og enn fylgdi mannfjöldinn.
12 As He approached the town gate, He saw a dead man being carried out, the only son of his mother, and she was a widow. And a large crowd from the town was with her.
Þegar hann nálgaðist þorpshliðið, kom þar að líkfylgd. Hinn dáni var drengur, einkasonur móður sinnar sem var ekkja. Hópur syrgjandi þorpsbúa var í líkfylgdinni ásamt ekkjunni.
13 When the Lord saw her, He had compassion on her and said, “Do not weep.”
Þegar Drottinn sá hana, kenndi hann í brjósti um hana og sagði: „Gráttu ekki.“
14 Then He went up and touched the coffin, and those carrying it stood still. “Young man,” He said, “I tell you, get up!”
Síðan gekk hann að líkbörunum og snerti þær. Þeir sem báru, námu staðar og Jesús sagði: „Ungi maður, ég segi þér: Rístu upp!“
15 And the dead man sat up and began to speak! Then Jesus gave him back to his mother.
Þá settist drengurinn upp og fór að tala við viðstadda! En Jesús gaf hann aftur móður hans.
16 A sense of awe swept over all of them, and they glorified God. “A great prophet has appeared among us!” they said. “God has visited His people!”
Mikil hræðsla greip um sig og fólkið lofaði Guð og hrópaði: „Voldugur spámaður er kominn fram á meðal okkar. Við höfum sannarlega séð Guð að verki í dag.“
17 And the news about Jesus spread throughout Judea and all the surrounding region.
Og fréttin flaug um nágrennið og landið allt.
18 Then John’s disciples informed him about all these things.
Lærisveinar Jóhannesar fluttu honum fréttirnar um verk Jesú.
19 So John called two of his disciples and sent them to ask the Lord, “Are You the One who was to come, or should we look for someone else?”
Þegar hann heyrði þær, sendi hann tvo af lærisveinum sínum til Jesú og lét þá spyrja: „Ert þú Kristur? Eða eigum við að halda áfram að bíða hans?“
20 When the men came to Jesus, they said, “John the Baptist sent us to ask, ‘Are You the One who was to come, or should we look for someone else?’”
Þegar lærisveinar þessir komu til Jesú, var hann einmitt að lækna fólk af ýmsum sjúkdómum. Hann læknaði lamaða og blinda, og rak út illa anda. Þegar þeir báru fram spurningu Jóhannesar, svaraði hann: „Farið aftur til Jóhannesar og segið honum hvað þið hafið séð og heyrt hér í dag: Blindir fá sjón, lamaðir ganga óstuddir, holdsveikir hreinsast, heyrnarlausir heyra, dauðir lifna við og fátækir og vonlausir fá að heyra gleðifréttir.
21 At that very hour Jesus healed many people of their diseases, afflictions, and evil spirits, and He gave sight to many who were blind.
22 So He replied, “Go back and report to John what you have seen and heard: The blind receive sight, the lame walk, the lepers are cleansed, the deaf hear, the dead are raised, and the good news is preached to the poor.
23 Blessed is the one who does not fall away on account of Me.”
Að lokum skuluð þið segja honum: Blessaður er sá sem ekki glatar trúnni á mig.“
24 After John’s messengers had left, Jesus began to speak to the crowds about John: “What did you go out into the wilderness to see? A reed swaying in the wind?
Þegar þeir voru farnir, talaði Jesús við fólkið um Jóhannes og sagði: „Hver er hann, þessi maður, sem þið fóruð að sjá út í Júdeuauðninni? Fannst ykkur hann veikburða líkt og strá sem bærist í golunni?
25 Otherwise, what did you go out to see? A man dressed in fine clothes? Look, those who wear elegant clothing and live in luxury are found in palaces.
Var hann klæddur sem ríkmenni? Nei! Menn, sem lifa munaðarlífi, búa í höllum en ekki í eyðimörkum.
26 What then did you go out to see? A prophet? Yes, I tell you, and more than a prophet.
Hvað funduð þið þá? Spámann? Já, og meira en það!
27 This is the one about whom it is written: ‘Behold, I will send My messenger ahead of You, who will prepare Your way before You.’
Biblían segir um hann: „Sjá, ég sendi boðbera minn á undan þér til að undirbúa komu þína.“
28 I tell you, among those born of women there is no one greater than John, yet even the least in the kingdom of God is greater than he.”
Jóhannes er mestur allra manna, en samt er hinn minnsti þegn í guðsríki honum meiri.“
29 All the people who heard this, even the tax collectors, acknowledged God’s justice. For they had received the baptism of John.
Allir sem hlustuðu á Jóhannes – jafnvel þeir sem dýpst voru sokknir í synd – beygðu sig að kröfu Guðs og létu skírast.
30 But the Pharisees and experts in the law rejected God’s purpose for themselves, because they had not been baptized by John.
En farísearnir og lögvitringarnir höfnuðu áformi Guðs um þá og vildu ekki láta skírast.
31 “To what, then, can I compare the men of this generation? What are they like?
„Við hvað á ég að líkja slíkum mönnum?“spurði Jesús.
32 They are like children sitting in the marketplace and calling out to one another: ‘We played the flute for you, and you did not dance; we sang a dirge, and you did not weep.’
„Þeir eru eins og börn sem kalla hvert til annars: „Við fórum í brúðkaupsleik en þið vilduð ekki vera með, þá fórum við í jarðarfararleik en þið vilduð samt ekki vera með.“
33 For John the Baptist came neither eating bread nor drinking wine, and you say, ‘He has a demon!’
Jóhannes fastaði oft og bragðaði aldrei áfengi, en þá sögðu menn: „Hann hlýtur að vera skrýtinn.“
34 The Son of Man came eating and drinking, and you say, ‘Look at this glutton and drunkard, a friend of tax collectors and sinners!’
En þegar ég borða og drekk eins og aðrir, þá er sagt: „Þessi Jesús, hann er nú meira átvaglið og hann drekkur meira að segja líka! Og vinir hans, það er ljóta hyskið.“
35 But wisdom is vindicated by all her children.”
Alltaf finnið þið eitthvað til að afsaka ykkur með.“
36 Then one of the Pharisees invited Jesus to eat with him, and He entered the Pharisee’s house and reclined at the table.
Einn af faríseunum bauð Jesú til máltíðar heima hjá sér og hann þáði boðið. Þeir voru ný sestir að matnum
37 When a sinful woman from that town learned that Jesus was dining there, she brought an alabaster jar of perfume.
þegar kona nokkur kom inn utan af götunni. Hún var skækja sem hafði frétt að Jesús væri þarna og kom því með flösku af dýrindis ilmolíu.
38 As she stood behind Him at His feet weeping, she began to wet His feet with her tears and wipe them with her hair. Then she kissed His feet and anointed them with the perfume.
Hún gekk rakleitt til Jesú og kraup grátandi að fótum hans. Tár hennar féllu á fætur hans, en hún þurrkaði þá með hári sínu, kyssti þá og hellti síðan ilmolíu yfir.
39 When the Pharisee who had invited Jesus saw this, he said to himself, “If this man were a prophet, He would know who this is and what kind of woman is touching Him—for she is a sinner!”
Þegar faríseinn sem boðið hafði Jesú sá þetta, og þekkti konuna, sagði hann við sjálfan sig: „Það er auðséð að Jesús er ekki spámaður, því ef Guð hefði sent hann, hlyti hann að vita hvers konar kona þetta er.“
40 But Jesus answered him, “Simon, I have something to tell you.” “Tell me, Teacher,” he said.
Þá sagði Jesús við faríseann: „Símon, ég þarf að segja þér nokkuð.“„Jæja, meistari, hvað er það?“spurði Símon.
41 “Two men were debtors to a certain moneylender. One owed him five hundred denarii, and the other fifty.
Þá sagði Jesús honum eftirfarandi sögu: „Tveir menn fengu peninga að láni hjá auðmanni. Annar fékk fimm hundruð þúsund krónur, en hinn fimmtíu þúsund.
42 When they were unable to repay him, he forgave both of them. Which one, then, will love him more?”
En þegar að gjalddaga kom gat hvorugur greitt. Maðurinn gaf þeim þá báðum eftir skuldina og þeir þurftu ekkert að borga! Hvor þeirra heldur þú að hafi elskað hann meira á eftir?“
43 “I suppose the one who was forgiven more,” Simon replied. “You have judged correctly,” Jesus said.
„Sá sem skuldaði honum meira, býst ég við, “svaraði Símon. „Alveg rétt!“sagði Jesús.
44 And turning toward the woman, He said to Simon, “Do you see this woman? When I entered your house, you did not give Me water for My feet, but she wet My feet with her tears and wiped them with her hair.
Síðan sneri hann sér að konunni og sagði: „Símon, sjáðu þessa konu sem krýpur hérna. Þegar ég kom inn, léstu það ógert að koma með vatn og þvo rykið af fótum mínum, en hún þvoði þá með tárum sínum og þurrkaði þá með hárinu.
45 You did not greet Me with a kiss, but she has not stopped kissing My feet since I arrived.
Ekki heilsaðir þú mér með kossi eins og venja er, en hún hefur kysst fætur mína án afláts frá því ég kom.
46 You did not anoint My head with oil, but she has anointed My feet with perfume.
Þú sinntir ekki þeirri almennu kurteisi að smyrja höfuð mitt með ólífuolíu, en hún hellti dýrri ilmolíu yfir fætur mína.
47 Therefore I tell you, because her many sins have been forgiven, she has loved much. But he who has been forgiven little loves little.”
Því segi ég þér, allar hennar mörgu syndir eru fyrirgefnar – og þess vegna elskar hún mig mikið. En sá sem lítið er fyrirgefið, elskar lítið.“
48 Then Jesus said to her, “Your sins are forgiven.”
Jesús sagði síðan við konuna: „Syndir þínar eru fyrirgefnar.“
49 But those at the table began to say to themselves, “Who is this who even forgives sins?”
„Hvað heldur þessi maður eiginlega að hann sé, “sögðu gestirnir hver við annan. „Hann gengur um og fyrirgefur syndir.“
50 And Jesus told the woman, “Your faith has saved you; go in peace.”
En Jesús sagði við konuna: „Trú þín hefur frelsað þig, farðu í friði.“

< Luke 7 >