< James 3 >

1 Not many of you should become teachers, my brothers, because you know that we who teach will be judged more strictly.
Kæru vinir, verið ekki of fljótir á ykkur að setja ofan í við aðra,
2 We all stumble in many ways. If anyone is never at fault in what he says, he is a perfect man, able to control his whole body.
því að öll gerum við mistök, og ef við, sem uppfræðum aðra í trúnni, gerum rangt, þá munum við fá þyngri refsingu en hinir. Sá sem hefur stjórn á tungu sinni, sýnir að hann hefur fullkomið vald á sjálfum sér.
3 When we put bits into the mouths of horses to make them obey us, we can guide the whole animal.
Með beislinu einu getum við látið sterkan hest hlýða okkur og fara hvert sem við viljum.
4 Consider ships as well. Although they are so large and are driven by strong winds, they are steered by a very small rudder wherever the pilot is inclined.
Með litlu stýri getur stýrimaðurinn snúið stóru skipi hvert sem hann vill, jafnvel í stormi.
5 In the same way, the tongue is a small part of the body, but it boasts of great things. Consider how small a spark sets a great forest ablaze.
Tungan er einnig lítil, en getur valdið miklu tjóni! Skógareld má kveikja með einum litlum neista.
6 The tongue also is a fire, a world of wickedness among the parts of the body. It pollutes the whole person, sets the course of his life on fire, and is itself set on fire by hell. (Geenna g1067)
Tungan er logandi eldur. Hún er full illsku og eitrar allan líkamann. Tungan er tendruð af sjálfu helvíti og hún getur leitt ógn og eyðingu yfir líf okkar. (Geenna g1067)
7 All kinds of animals, birds, reptiles, and creatures of the sea are being tamed and have been tamed by man,
Menn geta tamið alls konar skepnur og fugla, skriðkvikindi og fiska,
8 but no man can tame the tongue. It is a restless evil, full of deadly poison.
en tunguna ræður enginn mannlegur máttur við. Hún er sífellt reiðubúin að spýta banvænu eitri.
9 With the tongue we bless our Lord and Father, and with it we curse men, who have been made in God’s likeness.
Aðra stundina lofar hún Guð á himnum, en hina formælir hún mönnunum sem skapaðir eru í hans mynd.
10 Out of the same mouth come blessing and cursing. My brothers, this should not be!
Þannig kemur bæði blessun og bölvun af sömu vörum. Kæru vinir, slíkt er rangt og á ekki að eiga sér stað!
11 Can both fresh water and salt water flow from the same spring?
Úr hvaða lind streymir ferskt vatn, en síðan beiskt?
12 My brothers, can a fig tree grow olives, or a grapevine bear figs? Neither can a salt spring produce fresh water.
Hver tínir ólífur af fíkjutré eða fíkjur af vínviði? Enginn, og úr saltri lind fær enginn ferskan sopa.
13 Who is wise and understanding among you? Let him show it by his good conduct, by deeds done in the humility that comes from wisdom.
Sértu hygginn, þá vendu þig á að gera hið góða, svo að allt sé gott, sem frá þér kemur, en ef þú stærir þig af því, er auðséð að þú ert óskynsamur.
14 But if you harbor bitter jealousy and selfish ambition in your hearts, do not boast in it or deny the truth.
Ef þú ert bitur, afbrýðisamur og eigingjarn, stærðu þig þá ekki af því að vera góður og gáfaður – verri mótsögn er ekki til.
15 Such wisdom does not come from above, but is earthly, unspiritual, demonic.
Afbrýðisemi og sjálfselska eru ekki hyggindi frá Guði. Slíkt er jarðneskt, í andstöðu við Guð og innblásið af djöflinum.
16 For where jealousy and selfish ambition exist, there will be disorder and every evil practice.
Þar sem afbrýðisemi og eigingirni ræður ríkjum, logar allt í ófriði.
17 But the wisdom from above is first of all pure, then peace-loving, gentle, accommodating, full of mercy and good fruit, impartial, and sincere.
Þekking sú, sem Guð gefur okkur, er hins vegar hrein og ljúf, friðsöm, kærleiksrík og kurteis. Hún hlustar fúslega á skoðanir annarra og tekur tillit til þeirra.
18 Peacemakers who sow in peace reap the fruit of righteousness.
Hún er sönn og miskunnsöm og þeir sem hana ástunda; sá friði og uppskera hið góða.

< James 3 >