< 2 Corinthians 1 >
1 Paul, an apostle of Christ Jesus by the will of God, and Timothy our brother, To the church of God in Corinth, together with all the saints throughout Achaia:
Kæru vinir. Þetta bréf er frá mér, Páli, sem Guð sendi sem boðbera Jesú Krists, og frá okkar kæra bróður, Tímóteusi. Bréfið er til allra kristinna í Korintu og Grikklandi öllu.
2 Grace and peace to you from God our Father and the Lord Jesus Christ.
Guð faðir og Drottinn Jesús Kristur blessi ykkur með náð sinni og friði.
3 Blessed be the God and Father of our Lord Jesus Christ, the Father of compassion and the God of all comfort,
Lofaður sé Guð, faðir Drottins Jesú Krists. Hann er uppspretta allrar miskunnar og sá sem huggar okkur og styrkir í þrengingum og mótlæti. Þess vegna getum við, sem höfum hlotið huggun hans og hjálp, huggað og uppörvað aðra, sem eiga í erfiðleikum.
4 who comforts us in all our troubles, so that we can comfort those in any trouble with the comfort we ourselves have received from God.
5 For just as the sufferings of Christ overflow to us, so also through Christ our comfort overflows.
Það er öruggt, að því meiri þjáningar sem við þolum vegna Krists, því ríkulegar mun hann hugga og uppörva.
6 If we are afflicted, it is for your comfort and salvation; if we are comforted, it is for your comfort, which accomplishes in you patient endurance of the same sufferings we experience.
Það hefur kostað okkur miklar þrengingar að flytja ykkur huggun og hjálpræði Guðs. En Guð hefur gefið okkur nýjan styrk í erfiðleikunum. Það hefur hann einnig gert ykkar vegna, því að hann vill nota reynslu okkar, ykkur til huggunar, þegar þið lendið í sams konar raunum. Hann mun veita ykkur styrk svo að þið gefist ekki upp.
7 And our hope for you is sure, because we know that just as you share in our sufferings, so also you will share in our comfort.
8 We do not want you to be unaware, brothers, of the hardships we encountered in the province of Asia. We were under a burden far beyond our ability to endure, so that we despaired even of life.
Kæru vinir, ég álít rétt að þið fáið að vita um allar þær þrengingar sem við urðum að þola í Litlu-Asíu. Við vorum að því komnir að gefast upp og óttuðumst að það væri úti um okkur.
9 Indeed, we felt we were under the sentence of death, in order that we would not trust in ourselves, but in God, who raises the dead.
Okkur fannst við vera dauðans matur, sáum enga undankomuleið. En þetta varð til góðs, því að þá lögðum við allt í hendur Guðs, hans sem einn gat hjálpað og getur jafnvel lífgað hina dauðu.
10 He has delivered us from such a deadly peril, and He will deliver us. In Him we have placed our hope that He will yet again deliver us,
Hann bjargaði okkur úr klóm dauðans og við trúum því að hann muni gera það á ný.
11 as you help us by your prayers. Then many will give thanks on our behalf for the favor shown us in answer to their prayers.
En þið verðið einnig að hjálpa okkur með fyrirbæn og þá munuð þið hafa ástæðu til að þakka og lofa Guð, þegar þið sjáið undursamlegt svar hans við bænum ykkar.
12 And this is our boast: Our conscience testifies that we have conducted ourselves in the world, and especially in relation to you, in the holiness and sincerity that are from God—not in worldly wisdom, but in the grace of God.
Okkur finnst gott að geta sagt í fullkominni hreinskilni, að í öllu okkar starfi höfum við gert það eitt sem rétt var og treyst á hjálp Drottins, en ekki eigin hæfileika. Þetta á sérstaklega við um framkomu okkar við ykkur.
13 For we do not write you anything that is beyond your ability to read and understand. And I hope that you will understand us completely,
Bréf mín hafa verið skrifuð í einlægni og hreinskilni – þar er ekkert hægt að lesa á milli lína! Ég vona að þið verðið hreykin af mér, þegar þið kynnist mér betur, á sama hátt og ég verð hreykinn af ykkur á endurkomudegi Drottins Jesú.
14 as you have already understood us in part, so that you may boast of us just as we will boast of you in the day of our Lord Jesus.
15 Confident of this, I planned to visit you first, so that you might receive a double blessing.
Ég hafði ákveðið að koma við og hitta ykkur á leið minni til og frá Makedóníu, vegna þess að ég var viss um trúnað ykkar og skilning. Þannig hefði ég orðið ykkur til tvöfaldrar blessunar og þið getað aðstoðað mig við förina til Júdeu.
16 I wanted to visit you on my way to Macedonia, and to return to you from Macedonia, and then to have you help me on my way to Judea.
17 When I planned this, did I do it carelessly? Or do I make my plans by human standards, so as to say “Yes, yes” when I really mean “No, no”?
„Já, en hvers vegna breyttirðu áætlun þinni?“gætuð þið spurt. Hafði ég þá ekki enn tekið ákvörðun? Er ég ef til vill eins og sumir sem segja já, en meina nei.
18 But as surely as God is faithful, our message to you is not “Yes” and “No.”
Nei, alls ekki! Slíkur maður er ég ekki, það er eins víst og að Guð er sannorður. Þegar ég segi já, þá meina ég já.
19 For the Son of God, Jesus Christ, who was proclaimed among you by me and Silvanus and Timothy, was not “Yes” and “No,” but in Him it has always been “Yes.”
Við þrír – Tímóteus, Silvanus og ég – höfum sagt ykkur frá Jesú Kristi syni Guðs. Hann er ekki einn þeirra sem segja já þegar þeir meina nei. Hann stendur við orð sín.
20 For all the promises of God are “Yes” in Christ. And so through Him, our “Amen” is spoken to the glory of God.
Hann framkvæmir og uppfyllir öll loforð Guðs, hversu mörg sem þau eru. Við höfum sagt frá trúfesti hans og heiðrað nafn hans.
21 Now it is God who establishes both us and you in Christ. He anointed us,
Þessi Guð hefur gert ykkur, ásamt mér, að traustum kristnum mönnum og valið okkur til að útbreiða fagnaðarerindið.
22 placed His seal on us, and put His Spirit in our hearts as a pledge of what is to come.
Hann hefur sett á okkur innsigli sitt – tákn eignarréttar síns – og blásið okkur heilögum anda í brjóst, sem tryggingu þess að við tilheyrum honum. Þetta er aðeins upphaf alls þess sem hann ætlar að gefa okkur.
23 I call God as my witness that it was in order to spare you that I did not return to Corinth.
Ég kalla Guð til vitnis gegn mér, ef það sem ég nú segi er ekki sannleikanum samkvæmt. Ástæðan fyrir því að ég hef enn ekki komið til ykkar er sú, að ég vildi hlífa ykkur við hörðum áminningum.
24 Not that we lord it over your faith, but we are fellow workers with you for your joy, because it is by faith that you stand firm.
En þótt trú ykkar styrkist ekki við komu mína, því hún er þegar orðin sterk, þá langar mig samt að gera eitthvað til að gleðja ykkur. Því ég vil að þið séuð glöð, en ekki döpur.