< Mark 6 >
1 And he departed thence, and came into his own country; and his disciples followed him.
Skömmu síðar yfirgaf hann héraðið og sneri aftur ásamt lærisveinum sínum til Nasaret, þar sem hann hafði átt heima.
2 And when the sabbath came, he began to teach in the synagogue. And many that heard him were astonished, and said: Whence has this man these things? and what wisdom is this which is given to him, that even such mighty deeds are done by his hands?
Á helgideginum fór hann í samkomuhúsið til að kenna. Bæjarbúar undruðust visku hans og kraftaverk, því að hann var frá Nasaret eins og þeir. „Hvar hefur hann lært þetta?“spurði fólkið. „Hann er ekkert betri en við! Hann er bara smiður – sonur hennar Maríu, bróðir Jakobs, Jósefs, Júdasar og Símonar og systur hans búa líka hér í Nasaret.“Og allir hneyksluðust á honum.
3 Is not this the carpenter, the son of Mary, the brother of James and Joses and Judah and Simon? And are not his sisters here with us? And they found in him cause for offense.
4 But Jesus said to them: A prophet is not without honor, unless in his own country, and among his own relatives, and in his own house.
Þá sagði Jesús: „Hvergi er spámaður minna metinn en í heimabæ sínum og meðal fjölskyldu sinnar og ættingja.“
5 And he was unable to do any mighty deed there, except that he laid his hands on a few sick persons and cured them;
Og vegna vantrúar þeirra gat hann ekki gert neitt kraftaverk þar, nema hann lagði hendur yfir nokkra sjúka og læknaði þá.
6 and he wondered at their unbelief. And he went to the villages round about, and taught.
Hann furðaði sig á vantrú þeirra. Eftir þetta fór Jesús til ýmissa þorpa og kenndi.
7 And he called to him the twelve, and began to send them out, two and two, and gave them authority over unclean spirits.
Hann kallaði til sín lærisveinana tólf og sendi þá af stað tvo og tvo saman og gaf þeim vald til að reka út illa anda.
8 And he commanded them to take nothing for their journey, but a staff only; no bag, no bread, no money in their purses;
Hann sagði þeim að hafa ekkert með sér nema göngustaf – ekkert nesti eða farangur, enga peninga og jafnvel ekki skó eða föt til skiptanna.
9 but to be shod with sandals, and not to put on two coats.
10 And he said to them: Wherever you enter a house, there make your home till you depart from that place.
„Hvar sem þið komið eða hafið viðdvöl í borg eða bæ, þá dveljist allan tímann á sama heimili, en farið ekki frá einu heimili til annars.
11 And whoever will not receive you, nor hear you, when you go out from that place, shake off the dust under your feet, for a testimony against them. Verily I say to you, It shall be more tolerable for Sodom or Gomorrah in the day of judgment, than for that city.
Sé einhverstaðar hvorki tekið á móti ykkur né hlustað á orð ykkar, skuluð þið dusta rykið af fótum ykkar um leið og þið farið þaðan. Það er merki þess að þið hafið ofurselt þorpið örlögum sínum.“
12 And they went out and preached that men should repent;
Lærisveinarnir héldu nú af stað og hvöttu alla til að iðrast og snúa baki við syndinni.
13 and they cast out many demons, and anointed with oil many that were sick, and cured them.
Þeir ráku út marga illa anda og smurðu fjölda fólks með ólífuolíu og læknuðu það.
14 And Herod the king heard of him, for his name had become known; and he said: John the Immerser has risen from the dead, and for this reason, the powers of the spiritual world are active within him.
Ekki leið á löngu uns Heródes konungur frétti um Jesú, því að alls staðar var verið að tala um kraftaverk hans. Konungurinn hélt að Jesús væri Jóhannes skírari risinn upp frá dauðum og því sagði fólk: „Nú, það er þá ekkert skrítið þótt hann geti gert slík kraftaverk.“
15 Others said: He is Elijah. Others said: He is a prophet like one of the prophets.
Aðrir héldu að Jesús væri Elía, hinn forni spámaður, endurborinn, og enn aðrir töldu hann vera nýjan spámann, svipaðan hinum miklu spámönnum fyrri alda.
16 But when Herod heard of him, he said: John, whom I beheaded, has risen from the dead.
„Nei, þetta er Jóhannes, maðurinn sem ég lét hálshöggva, hann er risinn upp frá dauðum, “sagði Heródes.
17 For Herod himself had sent and taken John, and bound him in prison on account of Herodias, the wife of his brother Philip; for he had married her.
Heródes hafði sent hermenn til að handtaka og fangelsa Jóhannes, því Jóhannes hafði alltaf haldið því fram við Heródes að rangt væri af honum að kvænast Heródías, konu Filippusar bróður síns.
18 For John said to Herod: It is not lawful for you to have your brother’s wife.
19 And Herodias was angry with him, and desired to have him killed, and was not able;
Heródías vildi því hefna sín á Jóhannesi með því að láta drepa hann, en það gat hún ekki án samþykkis Heródesar.
20 for Herod feared John, because he knew him to be a just and holy man; and he kept him in safety. And having heard him, he did many things, and heard him with pleasure.
Heródes bar hins vegar virðingu fyrir Jóhannesi, því hann vissi að hann var góður og heilagur maður, og því hélt hann hlífiskildi yfir honum. Heródesi líkaði vel að tala við Jóhannes, þótt samviska hans yrði óróleg í hvert sinn.
21 And a suitable day having come, when Herod, on his birthday, made a supper for his great men, and his chief officers, and the first men of Galilee;
Loksins sá Heródías sér þó leik á borði. Það var á afmælisdegi Heródesar, en þá bauð hann hallarþjónum sínum og herforingjum, auk helstu fyrirmanna úr Galíleu, til veislu.
22 and the daughter of this Herodias having come in, and danced, and pleased Herod and his guests, the king said to the maiden: Ask me what you will, and I will give it to you.
Dóttir Heródíasar kom þá inn í veislusalinn og dansaði fyrir gestina, öllum til mikillar ánægju. Þá sagði Heródes við stúlkuna: „Þú mátt óska þér hvers sem þú vilt og ég skal gefa þér það, jafnvel hálft konungsríkið.“
23 And he swore to her: Whatever you ask, I will give you, to the half of my kingdom.
24 But she went out, and said to her mother: What shall I ask? She replied: The head of John the Immerser.
Stúlkan fór til móður sinnar og ráðfærði sig við hana. Þar fékk hún þetta ráð: „Biddu um höfuð Jóhannesar skírara.“
25 And she came in immediately, with haste, to the king, and made her request, saying: I desire that you give me, at once, in a dish, the head of John the Immerser.
Stúlkan flýtti sér aftur til konungsins og sagði: „Ég vil fá höfuð Jóhannesar skírara á fati – og það strax.“
26 And the king was very sad; yet, on account of his oath and his guests, he would not reject her.
Konungurinn varð hryggur, en þorði þó ekki að ganga á bak orða sinna frammi fyrir öllum gestunum.
27 And the king immediately sent one of his guards, and commanded his head to be brought.
Hann skipaði því einum lífvarða sinna að fara til fangelsisins og hálshöggva Jóhannes og koma með höfuð hans. Hermaðurinn fór og hjó Jóhannes í fangelsinu.
28 And he went and beheaded him in the prison, and brought his head in a dish, and gave it to the maiden; and the maiden gave it to her mother.
Síðan kom hann með höfuð hans á fati og rétti stúlkunni, sem fór með það til móður sinnar.
29 And when his disciples heard of it, they came and took away his body, and laid it in a tomb.
Þegar lærisveinar Jóhannesar fréttu hvað gerst hafði, sóttu þeir lík hans og jarðsettu það.
30 And the apostles came together to Jesus, and told him all things, both what they had done and what they had taught.
Lærisveinarnir tólf komu nú aftur til Jesú úr predikunarferð sinni og sögðu honum frá öllu því sem þeir höfðu sagt og gert.
31 And he said to them: Come yourselves privately into a desert place, and rest awhile. For there were many coming and going, and they had not leisure even to eat.
Þá sagði Jesús: „Við skulum yfirgefa mannfjöldann um stund og hvíla okkur.“Fólk var alltaf að koma og fara, svo að þeir höfðu varla næði til að matast.
32 And they went away, by ship, into a desert place, privately.
Þeir lögðu því af stað á bátnum og ætluðu á óbyggðan stað.
33 And many saw them departing, and recognized him; and they ran thither on foot from all the cities, and went before them, and came together to him.
En mannfjöldinn sá til ferða þeirra, hljóp fram með vatninu og tók á móti þeim þegar þeir komu að landi!
34 And when Jesus came out, he saw a great multitude, and had compassion on them, because they were as sheep that had no shepherd. And he began to teach them many things.
Hann mætti því aftur sama fólki þegar hann steig út úr bátnum. Og Jesús kenndi í brjósti um fólkið, því það var eins og fjárhópur án hirðis, og hann tók að kenna því margt sem það þurfti að vita.
35 And when much of the day was now spent, his disciples came to him, and said: This is a desert place, and much of the day is now spent;
Þegar á daginn leið komu lærisveinarnir til hans og sögðu: „Segðu nú fólkinu að fara til þorpanna og bóndabæjanna í grenndinni og kaupa sér mat. Hér í óbyggðinni er ekkert að fá, og nú er framorðið.“
36 send them away, that they may go into the country and the villages round about, and buy bread for themselves: for they have nothing to eat.
37 He answered and said to them: Do you give them food. And they said to him: Shall we go and buy two hundred denarii worth of bread, and give them food?
„Þið skuluð gefa þeim að borða, “sagði Jesús. „Já, en hvernig?“spurðu þeir. „Það kostar stórfé að fæða allan þennan fjölda.“
38 He said to them: How many loaves have you? Go and see. And when they had learned, they said: Five, and two fishes.
„Athugið hvað við höfum mikinn mat með okkur.“sagði Jesús. Þeir komu aftur og sögðu honum að það væru fimm brauð og tveir fiskar.
39 And he commanded them to make all recline in table parties upon the green grass.
Jesús skipaði þá fólkinu að setjast niður. Fljótlega hafði það skipt sér í fimmtíu eða hundrað manna hópa og sest í grasið.
40 And they reclined in oblong squares, by hundreds, and by fifties.
41 And he took the five loaves and the two fishes, and looked up to heaven, and blessed; and he broke the loaves, and gave them to the disciples to place before them. And he divided the two fishes among them all.
Hann tók nú brauðin fimm og fiskana, horfði upp til himins og þakkaði Guði. Síðan braut hann brauðin og rétti lærisveinunum þau ásamt fiskunum og sagði þeim að bera það til fólksins.
42 And they all ate, and were satisfied;
Og allir urðu mettir,
43 and they took up twelve baskets full of the broken pieces, and of the fishes.
en karlmennirnir einir voru um fimm þúsund, auk kvenna og barna. Að máltíðinni lokinni var afganginum safnað úr grasinu og fyllti hann tólf körfur!
44 And those who ate of the loaves were about five thousand men.
45 And he immediately compelled his disciples to get into the ship, and to go before him to the opposite side, to Bethsaida, while he sent the multitude away.
Eftir þetta bauð Jesús lærisveinunum að fara um borð í bátinn og sigla yfir vatnið til Betsaída, en þar ætlaði hann að hitta þá seinna. Sjálfur ætlaði hann að staldra við, kveðja fólkið og koma því af stað heim.
46 And when he had sent them away, he went into the mountain to pray.
Þegar því var lokið gekk Jesús upp á fjallið til að biðjast fyrir.
47 And when evening came, the ship was in the midst of the sea, and he alone upon the land.
Um nóttina þegar lærisveinarnir voru komnir út á mitt vatnið, var Jesús einn á ströndinni.
48 And he saw them toiling in rowing; for the wind was against them. And about the fourth watch of the night, he came to them, walking on the sea, and intended to pass by them.
Það var hvasst á vatninu og hann sá að róðurinn var þungur hjá þeim. Um klukkan þrjú um morguninn kom hann til þeirra gangandi á vatninu. Hann gekk til hliðar við bátinn eins og hann ætlaði fram hjá.
49 But when they saw him walking on the sea, they thought it was a specter, and cried out;
Þegar þeir sáu einhvern á gangi við bátshliðina urðu þeir ofsahræddir og æptu, því þeir héldu að þetta væri vofa
50 for they all saw him, and were troubled. And he immediately spoke to them, and said: Take courage; it is I; be not afraid.
– þeir sáu hann allir. Þá sneri hann sér að þeim og sagði: „Þetta er ég! Verið óhræddir.“
51 And he went up to them into the ship; and the wind ceased. And they were greatly amazed in themselves beyond measure, and wondered;
Síðan steig hann upp í bátinn og þá lygndi! Lærisveinarnir sátu agndofa og skildu hvorki upp né niður í öllu þessu.
52 for they had learned nothing from the loaves: for their heart was hardened.
Þeir gerðu sér ekki enn grein fyrir hver hann var, þrátt fyrir kraftaverkið kvöldið áður. Það var eins og þeir vildu ekki trúa.
53 And when they had passed over, they came to the land of Gennesaret, and drew the ship ashore.
Þegar þeir komu til Genesaret hinum megin vatnsins stigu þeir á land og bundu bátinn.
54 And when they had come out of the ship, the people immediately recognized him,
Fólk sem stóð þar hjá, þekkti hann undir eins,
55 and ran through the whole of that region round about, and began to carry the sick on beds, wherever they heard that he was.
og hljóp um allt til að láta vita að hann væri kominn. Nú var hafist handa um að færa til hans veikt fólk á börum og dýnum.
56 And whatever place he entered, whether villages or cities or country, they laid the sick in the market-places, and besought him that they might touch even the fringe of his mantle: and as many as touched him were saved.
Hvar sem hann fór – í bæi eða borgir – lagði fólk hina veiku á markaðstorgin eða strætin og bað hann um að leyfa þeim að snerta, þó ekki væri nema faldinn á skikkju hans, og þeir sem það gerðu læknuðust, og hið sama gerðist á bóndabæjum þar sem hann kom.