< John 6 >

1 After these things Jesus went away to the other side of the sea of Galilee, which is the sea of Tiberias.
Eftir þetta fór Jesús til landsvæðisins hinum megin Galíleuvatnsins, sem kennt er við Tíberías,
2 And a great multitude followed him, because they had seen the signs which he did in the case of the sick.
og fylgdi honum gífurlegur mannfjöldi. Margt af þessu fólki var pílagrímar á leið til Jerúsalem á páskahátíðina,
3 And Jesus went up into the mountain, and sat there with his disciples.
en það langaði til að sjá Jesú lækna hina sjúku og því fylgdi það honum hvert fótmál.
4 And the passover, the feast of the Jews, was near.
Jesús gekk upp á fjallið ásamt lærisveinum sínum og settist, og sá þá að mannfjöldinn var að koma.
5 Then Jesus, lifting up his eyes, and seeing that a great multitude was coming to him, said to Philip: Whence shall we buy bread that these may eat?
Hann sneri sér að Filippusi og sagði: „Filippus, hvar getum við keypt brauð til að gefa fólkinu að borða?“
6 But this he said to try him; for he himself knew what he was about to do.
(Jesús hafði ákveðið með sjálfum sér hvað hann ætlaði að gera, en með þessu var hann að reyna Filippus.)
7 Philip answered him: Two hundred denarii worth of bread is not enough for them, that each may take a little.
Filippus svaraði: „Þótt við keyptum ekki nema handa hluta þeirra, mundi það kosta mikla peninga!“
8 One of his disciples, Andrew, the brother of Simon Peter, said to him:
Þá sagði Andrés, bróðir Símonar Péturs:
9 There is a lad here that has five barley loaves, and two little fishes; but what are these among so many?
„Hér er ungur drengur með fimm byggbrauð og tvo fiska, en það dugar að vísu skammt handa öllum þessum fjölda.“
10 But Jesus said: Make die men recline. Now, there was much grass in the place. So the men reclined, in number about five thousand.
„Látið fólkið setjast niður, “sagði Jesús. Þá settist allt fólkið niður í grasigróna brekkuna og voru karlmennirnir einir um fimm þúsund.
11 And Jesus took the loaves, and after giving thanks, distributed them to the disciples, and the disciples to those who had reclined; and in like manner of the fishes, as much as they wished.
Því næst tók hann brauðin, flutti þakkarbæn og skipti þeim meðal fólksins, og fengu allir eins mikið og þeir vildu.
12 And when they were satisfied, he said to his disciples: Gather up the broken pieces which remain, that nothing be lost.
Þegar allir höfðu borðað nægju sína sagði Jesús: „Tínið nú saman leifarnar svo að ekkert fari til spillis.“
13 Then they gathered them up, and filled twelve baskets with the broken pieces of the five barley loaves, which remained after they had eaten.
Það var gert og afgangs urðu tólf sneisafullar körfur!
14 Then the men, after having seen the sign which Jesus did, said: This is, in truth, the prophet that was to come into the world.
Þegar fólkinu varð ljóst hvílíkt kraftaverk hafði gerst hrópaði það: „Hann er áreiðanlega spámaðurinn, sem við höfum beðið eftir!“
15 Therefore, Jesus perceiving that they were about to come and take him by force, to make him king, withdrew into the mountain himself alone.
Þegar Jesús sá að fólkið ætlaði að taka hann með valdi og gera hann að konungi, gekk hann enn hærra upp á fjallið, einn síns liðs.
16 And when evening had come, his disciples went down to the sea,
Um kvöldið fóru lærisveinarnir niður að vatninu og biðu hans.
17 and, having entered the ship, went across the sea toward Capernaum. And it was now dark, and Jesus had not come to them.
Þegar myrkrið skall á og Jesús var enn ókominn, stigu þeir í bátinn, héldu út á vatnið og stefndu til Kapernaum.
18 And the sea arose by reason of a great wind that was blowing.
En á leiðinni hvessti skyndilega svo vatnið varð mjög úfið.
19 Then, having rowed about twenty-five or thirty furlongs, they saw Jesus walking on the sea, and coming near the ship; and they were afraid.
Þeir höfðu róið um sex kílómetra þegar þeir sáu Jesú koma gangandi í átt til sín. Þeir urðu skelkaðir,
20 But he said to them: It is I; be not afraid.
en þá kallaði hann til þeirra og sagði: „Verið óhræddir, þetta er ég!“
21 Then they willingly received him into the ship; and immediately the ship was at the land to which they were going.
Þeir tóku hann upp í bátinn og um leið sáu þeir að þeir voru komnir þangað sem þeir ætluðu sér.
22 The next day, the multitude that stood on the other side of the sea, seeing that no other boat had been there but the one which his disciples had entered, and that Jesus had not entered the boat with his disciples, but that his disciples had gone away alone;
Morguninn eftir fór fólkið að safnast saman á ströndinni hinum megin vatnsins (í von um að hitta Jesú), því það vissi að hann hafði komið þangað með lærisveinum sínum, og að lærisveinarnir höfðu síðan farið á sínum bát, en skilið Jesú eftir.
23 (but there came other boats from Tiberias near the place where they had eaten bread, after the Lord had given thanks; )
Þarna voru margir smábátar frá Tíberías.
24 when, therefore, the multitude saw that neither Jesus nor his disciples were there, they also entered the ships, and came to Capernaum, seeking Jesus.
Þegar fólkinu varð ljóst að hvorki Jesús né lærisveinar hans voru þar, þá steig það í bátana og fór yfir vatnið til Kapernaum, til að leita hans.
25 And finding him on the opposite side of the sea, they said to him: Rabbi, when didst thou come hither?
Þegar fólkið kom þangað og fann hann, spurði það: „Herra, hvernig komstu hingað?“
26 Jesus answered them, and said: Verily, verily I say to you, You seek me, not because you saw the signs, but because you ate of the loaves, and were satisfied.
Jesús svaraði: „Ég segi ykkur satt, þið leitið mín vegna þess að ég gaf ykkur að borða, en ekki vegna þess að þið trúið á mig.
27 Labor not for the food that perishes, but for the food that endures to life eternal, which the Son of man will give you; for him has God the Father attested. (aiōnios g166)
Hugsið ekki um það sem eyðist, eins og til dæmis mat. Leitið heldur eilífa lífsins sem ég, Kristur, get gefið ykkur, og einmitt þess vegna sendi Guð mig hingað.“ (aiōnios g166)
28 Then they said to him: What shall we do, that we may work the works of God?
„Hvað eigum við þá að gera til að þóknast Guði?“spurði fólkið.
29 Jesus answered and said to them: This is the work of God, that you believe on him whom he has sent.
„Guðs vilji er að þið trúið þeim sem hann sendi, “svaraði Jesús.
30 Therefore, they said to him: What sign do you show, then, that we may see, and believe you? What work do you perform?
„Þá verður þú að sýna okkur fleiri kraftaverk, ef þú vilt að við trúum því að þú sért Kristur, “svaraði fólkið.
31 Our fathers ate the manna in the wilderness; as it is written, He gave them bread from heaven to eat.
„Gefðu okkur ókeypis brauð á hverjum degi eins og forfeður okkar fengu á leið sinni yfir eyðimörkina. Það stendur í Biblíunni að Móse hafi gefið þeim brauð frá himni.“
32 Then Jesus said to them: Verily, verily I say to you, Moses did not give you the bread from heaven; but my Father gives you the true bread from heaven.
„Það var ekki Móse, sem gaf þeim það, “svaraði Jesús, „heldur faðir minn. En nú vill hann gefa ykkur hið sanna brauð af himni.
33 For the bread of God is he who comes down from heaven, and gives life for the world.
Brauð Guðs er sá sem Guð sendi frá himni og gefur heiminum líf.“
34 Then they said to him: Lord, evermore give us this bread.
„Herra, “sögðu þeir, „gefðu okkur slíkt brauð á hverjum degi!“
35 Jesus said to them: I am the bread of life; he that comes to me shall never hunger; he that believes on me shall never thirst.
„Ég er brauð lífsins, “svaraði Jesús, „þann mun ekki hungra sem til mín kemur og þann aldrei þyrsta sem á mig trúir.
36 But I said to you, that you have seen me, and yet you do not believe.
Ég segi enn: Vandi ykkar er að þið trúið ekki á mig þótt þið hafið séð mig.
37 All that the Father gives me, will come to me; and him that comes to me, I will by no means cast out.
Allir þeir sem faðirinn gefur mér, koma til mín, og þann sem til mín kemur, mun ég alls ekki reka burt.
38 For I came down from heaven, not to do my own will, but the will of him that sent me.
Ég kom hingað frá himni til að gera vilja Guðs sem sendi mig, en ekki minn eigin vilja.
39 And this is the will of him who sent me, that of all that he gives me, I shall lose nothing, but shall raise it up at the last day.
Vilji Guðs er sá að ég týni ekki neinum þeirra sem hann hefur gefið mér, heldur veki þá til eilífs lífs á dómsdegi.
40 For this is the will of him that sent me, that every one who sees the Son, and believes on him, may have eternal life; and I will raise him up at the last day. (aiōnios g166)
Það er vilji föður míns að allir sem sjá soninn og trúa á hann, eignist eilíft líf og að ég reisi þá upp á efsta degi.“ (aiōnios g166)
41 Then the Jews murmured at him, because he said, I am like bread that came down from heaven.
Þegar Gyðingarnir heyrðu hann segja að hann væri brauð frá himni, gagnrýndu þeir hann sín á milli og hrópuðu:
42 And they said: Is not this Jesus, the son of Joseph, whose father and mother we know? How, then, does he say, I came down from heaven?
„Ha? Hvað á hann við? Þetta er bara hann Jesús Jósefsson! Við þekkjum föður hans og móður. Hvernig getur hann sagt að hann hafi komið niður af himni?“
43 Jesus answered and said to them: Murmur not among yourselves;
„Verið ekki með þennan kurr, “svaraði Jesús.
44 no man can come to me, unless the Father, who sent me, draw him; and I will raise him up at the last day.
„Enginn getur komið til mín, nema faðirinn, sem sendi mig, leiði hann og á efsta degi mun ég reisa hann upp frá dauðum.
45 It is written in the prophets, And they shall all be taught of God. Every one that hears from the Father, and learns, comes to me.
Svo segir Biblían um þá: „Guð mun sjálfur fræða þá.“Þeir sem hlusta á föðurinn og læra sannleikann hjá honum, munu dragast að mér.
46 Not that any one has seen the Father, but he who is from God; he has seen the Father.
Ekki svo að skilja að þeir sjái föðurinn í raun og veru, ég er sá eini sem það hef gert.
47 Verily, verily I say to you, He that believes on me has eternal life. (aiōnios g166)
Ég segi ykkur satt: „Hver sem trúir á mig, mun þegar í stað eignast eilíft líf!“ (aiōnios g166)
48 I am the bread of life.
Ég er brauð lífsins!
49 Your fathers ate the manna in the wilderness, and died.
Það var ekkert líf í brauðinu sem féll af himni og forfeður ykkar átu í eyðimörkinni – þeir dóu allir um síðir.
50 This is the bread which comes down from heaven, that any one may eat of it, and not die.
Það er aðeins til eitt himneskt brauð og þeir sem þess neyta munu ekki deyja.
51 I am the bread that lives, which came down from heaven. If any one eat of this bread, he shall live forever. And the bread that I will give is my flesh, which I will give for the life of the world. (aiōn g165)
Ég er þetta lifandi brauð, sem kom niður af himni, og sá sem neytir þess mun lifa að eilífu. Þetta brauð er ég sjálfur – hold mitt sem gefið er heiminum til lífs.“ (aiōn g165)
52 The Jews, therefore, contended among themselves, saying: How can this man give us his flesh to eat?
Þá tóku Gyðingarnir að þrátta sín á milli um það hvað hann ætti við og spurðu: „Hvernig getur þessi maður gefið okkur hold sitt að borða?“
53 Then Jesus said to them: Verily, verily I say to you, Unless you eat the flesh of the Son of man, and drink his blood, you have no life in you.
Jesús sagði því aftur: „Ég segi ykkur satt og legg á það áherslu: Þið getið ekki átt eilíft líf í ykkur, nema þið etið hold Krists og drekkið blóð hans.
54 He that eats my flesh and drinks my blood, has eternal life, and I will raise him up at the last day; (aiōnios g166)
Sá sem etur hold mitt og drekkur blóð mitt hefur eilíft líf, og ég mun vekja hann upp á efsta degi. (aiōnios g166)
55 for my flesh is food indeed, and my blood is drink indeed.
Hold mitt er sönn fæða og blóð mitt sannur drykkur.
56 He that eats my flesh and drinks my blood, dwells in me, and I in him.
Hver sem etur hold mitt og drekkur blóð mitt, er í mér og ég í honum.
57 As the living Father has sent me, and I live by the Father, so he that eats me, even he shall live by me.
Ég lifi í krafti föðurins, hans sem lifir, og á sama hátt munu þeir lifa sem hlutdeild eiga í mér.
58 This is the bread that came down from heaven; not as your fathers ate the manna, and died; he that eats this bread shall live forever. (aiōn g165)
Ég er hið sanna brauð sem kom niður af himni og hver sem etur þetta brauð, mun lifa að eilífu en ekki deyja eins og forfeður ykkar, sem átu brauð frá himni.“ (aiōn g165)
59 These things he spoke in the synagogue, as he taught in Capernaum.
Þessa ræðu hélt Jesús í samkomuhúsinu í Kapernaum.
60 Therefore, many of his disciples, when they heard him, said: This is a hard saying; who can hear it?
Þá sögðu sumir lærisveina hans: „Þetta var hörð ræða! Hver getur hlýtt á annað eins?“
61 But Jesus, knowing in himself that his disciples murmured at it, said to them: Does this offend you?
Jesús vissi með sjálfum sér að lærisveinarnir voru óánægðir og sagði því við þá: „Hneykslar þetta ykkur?
62 Then, what if you should see the Son of man go up where he was before?
Hvað mynduð þið segja ef þið sæjuð mig, Krist, fara aftur til himins?
63 It is the spirit that makes alive; the flesh profits nothing; the words that I speak to you are spirit and life.
Það er aðeins heilagur andi sem getur lokið þessu upp fyrir ykkur, þið getið aldrei skilið það af eigin mætti. Nú hef ég sagt ykkur hvernig þið getið eignast þetta sanna líf,
64 But there are some among you who believe not. For Jesus knew from the beginning who they were that believed not, and who he was that would betray him.
en sumir ykkar trúa mér samt ekki.“(Jesús vissi frá byrjun hverjir það voru sem ekki trúðu, og hann vissi einnig hver mundi svíkja hann.)
65 And he said: For this reason I said to you: No one can come to me unless it be given him from my Father.
Hann bætti við og sagði: „Þetta átti ég við þegar ég sagði að enginn gæti komið til mín nema faðirinn leiddi hann til mín.“
66 After this, many of his disciples went back, and walked with him no more.
Eftir þessi orð Jesú, fóru margir lærisveina hans frá honum fyrir fullt og allt.
67 Then Jesus said to the twelve: Will you also go away?
Jesús sagði þá við þá tólf: „En þið, ætlið þið líka að fara?“
68 Simon Peter answered him: Lord, to whom shall we go? Thou hast the words of eternal life; (aiōnios g166)
Símon varð fyrir svörum: „Meistari, hvert ættum við að fara? Þú ert sá eini sem hefur orð eilífs lífs, (aiōnios g166)
69 and we believe, and know that thou art the Christ, the Son of God.
við trúum þér og vitum að þú ert hinn heilagi sonur Guðs.“
70 Jesus answered them: Have I not chosen you twelve, and one of you is a devil?
Þá sagði Jesús: „Ég útvaldi ykkur tólf, en einn ykkar er djöfull.“
71 He spoke of Judas Iscariot, the son of Simon; for he was about to deliver him up, being one of the twelve.
Hér átti hann við Júdas, son Símonar Ískaríot, einn þeirra tólf, en sá varð síðar til þess að svíkja hann.

< John 6 >