< Psalms 2 >
1 Why do the nations rage, and the peoples plot a vain thing?
Hvílík heimska að þjóðirnar skuli ráðast gegn Drottni! Furðulegt að menn láti sér detta í hug að þeir séu vitrari en Guð!
2 The kings of the earth take a stand, and the rulers take counsel together, against the LORD, and against his Anointed, saying,
Leiðtogar heimsins hittast og ráðgera samsæri gegn Drottni og Kristi konungi.
3 “Let’s break their bonds apart, and cast their cords from us.”
„Komum, “segja þeir, „og vörpum af okkur oki hans. Slítum okkur lausa frá Guði!“
4 He who sits in the heavens will laugh. The Lord will have them in derision.
En á himnum hlær Guð að slíkum mönnum! Honum er skemmt með þeirra fánýtu ráðagerðum.
5 Then he will speak to them in his anger, and terrify them in his wrath:
Hann ávítar þá í reiði sinni og skýtur þeim skelk í bringu. Drottinn lýsir yfir:
6 “Yet I have set my King on my holy hill of Zion.”
„Þennan konung hef ég útvalið og krýnt í Jerúsalem, minni helgu borg“. Hans útvaldi svarar:
7 I will tell of the decree: The LORD said to me, “You are my son. Today I have become your father.
„Ég mun kunngera áform Guðs, því að Drottinn sagði við mig: „Þú ert sonur minn. Í dag verður þú krýndur. Í dag geri ég þig dýrlegan“.“
8 Ask of me, and I will give the nations for your inheritance, the uttermost parts of the earth for your possession.
„Bið þú mig og ég mun leggja undir þig öll ríki heimsins.
9 You shall break them with a rod of iron. You shall dash them in pieces like a potter’s vessel.”
Stjórnaðu þeim með harðri hendi og mölvaðu þau eins og leirkrukku!“
10 Now therefore be wise, you kings. Be instructed, you judges of the earth.
Þið, konungar jarðarinnar! Hlustið meðan tími er til!
11 Serve the LORD with fear, and rejoice with trembling.
Þjónið Drottni með óttablandinni lotningu og fagnið með auðmýkt.
12 Give sincere homage to the Son, lest he be angry, and you perish on the way, for his wrath will soon be kindled. Blessed are all those who take refuge in him.
Fallið á kné fyrir syni hans og kyssið fætur hans svo að hann reiðist ekki og tortími ykkur! Gætið ykkar, því að senn mun blossa reiði hans. En munið þetta: Sæll er hver sá sem leitar ásjár hjá honum.