< Psalms 22 >

1 My God, my God, why have thou forsaken me, far from helping me, and the words of my groaning?
Guð minn, Guð minn, hví hefur þú yfirgefið mig? Hví ert þú þögull og hjálpar ekki þegar ég hrópa til þín í neyð minni?
2 O my God, I cry in the daytime, but thou answer not, and in the night season, and I am not silent.
Daga og nætur græt ég og ákalla þig, en fæ ekkert svar!
3 But thou are holy, O thou who inhabit the praises of Israel.
– En samt ert þú hinn heilagi og lofsöngvar Ísraels óma umhverfis hásæti þitt.
4 Our fathers trusted in thee. They trusted, and thou delivered them.
Feðurnir treystu þér og þú frelsaðir þá.
5 They cried to thee, and were delivered. They trusted in thee, and were not put to shame.
Þú heyrðir er þeir hrópuðu til þín, brást við og bjargaðir þeim. Vonir þeirra brugðust ekki þegar þeir leituðu til þín.
6 But I am a worm, and no man, a reproach of men, and despised by the people.
En ég er maðkur en ekki maður! Hræddur og fyrirlitinn af minni eigin þjóð – já öllum mönnum.
7 All those who see me laugh me to scorn. They shoot out the lip. They shake the head, saying,
Þeir sem sjá mig hrista höfuðið og senda mér tóninn.
8 He trusted on Jehovah. Let him deliver him. Let him rescue him, since he delights in him.
„Er þetta sá sem treysti Drottni fyrir málum sínum?“segja þeir og hlæja. „Sá sem taldi sig öruggan um velþóknun Guðs? Því trúum við ekki fyrr en við sjáum Drottin hjálpa honum.“
9 But thou are he who took me out of the womb. Thou made me trust upon my mother's breasts.
Drottinn, oft hefur þú hjálpað mér. Móðir mín fæddi mig heilbrigðan í heiminn og þar varst þú til staðar og gættir mín, eins og öll mín bernskuár.
10 I was cast upon thee from the womb. Thou are my God since my mother bore me.
Frá fæðingu hef ég átt allt undir þér. Þú varst minn Guð allt frá fyrstu stundu.
11 Be not far from me, for trouble is near, for there is none to help.
Yfirgef mig ekki nú, nei ekki núna á neyðarstundu þegar enginn getur hjálpað nema þú!
12 Many bulls have encompassed me. Strong bulls of Bashan have beset me around.
Ég er umkringdur illmennum. Þeir líkjast sterkum basan – uxum.
13 They gape upon me with their mouth, as a ravening and a roaring lion.
Þeir æða að mér með opinn skoltinn, eins og öskrandi ljón sem ræðst á bráðina.
14 I am poured out like water, and all my bones are out of joint. My heart is like wax; it is melted within me.
Þrek mitt fjaraði út, rann út í sandinn og bein mín gliðnuðu sundur. Hjartað er bráðnað í brjósti mér
15 My strength is dried up like a potsherd, and my tongue clings to my jaws, and thou have brought me into the dust of death.
og tungan þurr eins og brenndur leir. Þú lætur mig horfast í augu við dauðann.
16 For dogs have encompassed me. A company of evildoers have enclosed me. They pierced my hands and my feet.
Hópur illvirkja hefur umkringt mig. Eins og hundar slá þeir hring um mig. Hendur mínar og fætur hafa þeir gegnumstungið.
17 I may count all my bones. They look and stare upon me.
Ég get talið öll mín bein. Þeir stara á mig og senda mér háðsglósur.
18 They part my garments among them, and upon my vesture do they cast a lot.
Þeir skipta á milli sín klæðum mínum og varpa hlutkesti um kyrtil minn.
19 But be thou not far off, O Jehovah. O thou my succor, hasten thee to help me.
Ó, Drottinn, vertu ekki fjarri! Drottinn, styrkur minn, skunda mér til hjálpar!
20 Deliver my soul from the sword, the only one of me from the power of the dog.
Bjargaðu mér frá dauða, frá því að falla fyrir hendi kúgarans.
21 Save me from the lion's mouth, yea, from the horns of the wild-oxen. Thou have answered me.
Frelsaðu mig úr gini þessara varga, undan hornum uxanna!
22 I will declare thy name to my brothers. In the midst of the congregation I will praise thee.
Ég vil lofa þig meðal bræðra minna, standa upp í söfnuðinum og vitna um þín undursamlegu verk.
23 Ye who fear Jehovah, praise him. All ye the seed of Jacob, glorify him, and stand in awe of him, all ye the seed of Israel.
Ég segi: „Lofið Drottin, allir þið sem óttist hann, hver og einn ykkar heiðri hann og tigni. Allur Ísrael lofsyngi honum,
24 For he has not despised nor abhorred the affliction of the afflicted, neither has he hid his face from him, but when he cried to him, he heard.
því að hann hefur ekki fyrirlitið ákall mitt um hjálp, ekki snúið við mér baki í eymd minni. Hann heyrði hróp mitt og kom!“
25 From thee comes my praise in the great assembly. I will pay my vows before those who fear him.
Ég vil rísa á fætur og vegsama þig fyrir augum þjóðar minnar. Heit mín vil ég efna í áheyrn allra þeirra sem elska þig og heiðra.
26 The meek shall eat and be satisfied. They shall praise Jehovah who seek after him. Let your heart live forever.
Fátæklingurinn mun eta sig saddan og allir þeir sem leita Drottins munu finna hann og vegsama nafn hans. Hjörtu þeirra munu fagna að eilífu.
27 All the ends of the earth shall remember and turn to Jehovah, and all the kinfolk of the nations shall worship before thee.
Öll jörðin mun sjá það og snúa sér til Drottins, og fólk af öllum þjóðum mun vegsama hann.
28 For the kingdom is Jehovah's, and he is the ruler over the nations.
Því að Drottinn er konungur yfir öllum þjóðum.
29 All the fat ones of the earth shall eat and worship. All those who go down to the dust shall bow before him, even he who cannot keep his soul alive.
Jafnt háir sem lágir, allir dauðlegir menn, lúti honum og lofi hann.
30 A seed shall serve him. It shall be told of the Lord to the next generation.
Og börnin okkar, – einnig þau munu þjóna honum því þau hafa heyrt vitnisburð okkar um hann.
31 They shall come and shall declare his righteousness to a people that shall be born, that he has done it.
Ófæddar kynslóðir munu heyra um máttarverk hans okkar á meðal.

< Psalms 22 >