< Romeinen 16 >
1 En ik beveel u Febe, onze zuster, die een dienares is der Gemeente, die te Kenchreen is;
Innan skamms kemur kristin kona, að nafni Föbe, í heimsókn til ykkar. Hún hefur lagt mikið á sig fyrir söfnuðinn í Kenkreu og nú bið ég ykkur að taka vel á móti henni, eins og hæfir systur í Drottni.
2 Opdat gij haar ontvangt in den Heere, gelijk het den heiligen betaamt, en haar bijstaat, in wat zaak zij u zou mogen van doen hebben; want zij is een voorstandster geweest van velen, ook van mijzelven.
Veitið henni alla þá aðstoð sem ykkur er unnt, því að mörgum hefur hún hjálpað og þar á meðal mér.
3 Groet Priscilla en Aquila, mijn medewerkers in Christus Jezus;
Berið Prisku og Akvílasi kveðju mína. Þau hafa starfað með mér við verk Jesú Krists.
4 Die voor mijn leven hun hals gesteld hebben; denwelken niet alleen ik danke, maar ook al de Gemeenten der heidenen.
Þau hættu lífi sínu mín vegna og ég er ekki sá eini sem stend í þakkarskuld við þau, það gera allir söfnuðirnir meðal heiðingjanna.
5 Groet ook de Gemeente in hun huis. Groet Epenetus, mijn beminde, die de eersteling is van Achaje in Christus.
Gjörið svo vel að flytja einnig kveðjur mínar þeim sem koma saman til guðsþjónustu á heimili þeirra. Ég bið að heilsa Epænetusi vini mínum. Hann var sá fyrsti sem tók kristna trú í Asíu.
6 Groet Maria, die veel voor ons gearbeid heeft.
Skilið kveðju til Maríu, hún lagði á sig mikið erfiði til að geta hjálpað okkur.
7 Groet Andronikus en Junias, mijn magen, en mijn medegevangenen, welke vermaard zijn onder de apostelen, die ook voor mij in Christus geweest zijn.
Skilið einnig kveðju til Andróníkusar og Júníasar, ættingja minna sem voru með mér í fangelsi. Þeir urðu kristnir á undan mér og postularnir virða þá mikils – ég bið kærlega að heilsa þeim.
8 Groet Amplias, mijn beminde in den Heere.
Skilið kveðju til Amplíatusar, en hann elska ég sem barn Guðs,
9 Groet Urbanus, onzen medearbeider in Christus, en Stachys, mijn beminde.
og einnig til Urbanusar, samstarfsmanns okkar, og Stakkýss okkar elskaða vinar.
10 Groet Apelles, die beproefd is in Christus. Groet hen, die van het huisgezin van Aristobulus zijn.
Apellesi, honum sendi ég kveðju mína en hann er góður maður og reyndur í Guði. Ég bið einnig kærlega að heilsa heimamönnum Aristóbúls.
11 Groet Herodion, die van mijn maagschap is. Groet hen, die van het huisgezin van Narcissus zijn, degenen namelijk, die in den Heere zijn.
Skilið kveðju til Heródíons ættingja míns. Berið heimilisfólkinu hjá Narkissusi kveðju mína.
12 Groet Tryfena en Tryfosa, vrouwen die in den Heere arbeiden. Groet Persis, de beminde zuster, die veel gearbeid heeft in den Heere.
Skilið kveðju til Trýfænu og Trýfósu, samverkamanna Drottins, og kæru Persis, sem lagt hefur mikið á sig fyrir Drottin.
13 Groet Rufus, den uitverkorene in den Heere, en zijn moeder en de mijne.
Ég bið að heilsa Rúfusi, sem Drottinn tók að sér, og móður hans, en hún var mér sem móðir.
14 Groet Asynkritus, Flegon, Hermas, Patrobas, Hermes, en de broeders, die met hen zijn.
Ég bið einnig að heilsa Asýnkritusi, Flegon, Hermes, Patróbasi, Hermasi og bræðrunum sem með þeim eru.
15 Groet Filologus en Julia, Nereus en zijn zuster, en Olympas, en al de heiligen, die met henlieden zijn.
Skilið kærum kveðjum til Fílólógusar, Júlíu, Nerevs og systur hans, einnig til Ólympasar og allra hinna kristnu sem með þeim eru.
16 Groet elkander met een heiligen kus. De Gemeenten van Christus groeten ulieden.
Heilsið hvert öðru innilega. Allir söfnuðirnir hér um slóðir senda ykkur kveðju sína.
17 En ik bid u, broeders, neemt acht op degenen, die tweedracht en ergernissen aanrichten tegen de leer, die gij van ons geleerd hebt; en wijkt af van dezelve.
Eitt á ég eftir að segja ykkur áður en ég lýk þessu bréfi og það er: Forðist þá sem valda klofningi og sundurþykkju, þá sem fara með rangar kenningar um Krist.
18 Want dezulken dienen onzen Heere Jezus Christus niet, maar hun buik; en verleiden door schoonspreken en prijzen de harten der eenvoudigen.
Slíkir kennarar starfa ekki fyrir Drottin Jesú, heldur skara þeir eld að eigin köku. Þessir menn eru mælskir og oft láta einfeldningar glepjast af því sem þeir segja.
19 Want uw gehoorzaamheid is tot kennis van allen gekomen. Ik verblijde mij dan uwenthalve; en ik wil, dat gij wijs zijt in het goede, doch onnozel in het kwade.
En altalað er að þið séuð áreiðanleg og hlýðin og slíkt gleður mig mjög. Ég vil að þið haldið ykkur áfram að því sem rétt er og takið engan þátt í hinu illa.
20 En de God des vredes zal den satan haast onder uw voeten verpletteren. De genade van onzen Heere Jezus Christus zij met ulieden. Amen.
Guð friðarins mun brátt merja Satan undir fótum ykkar! Blessun Drottins Jesú Krists sé yfir ykkur.
21 U groeten, Timotheus, mijn medearbeider, en Lucius, en Jason, en Socipater, mijn bloedverwanten.
Tímóteus, samstarfsmaður minn, Lúkíus, Jason og Sósípater, ættmenn mínir biðja kærlega að heilsa ykkur.
22 Ik, Tertius, die den brief geschreven heb, groet u in den Heere.
Ég, Tertíus, sem hef skrifað þetta bréf fyrir Pál, sendi ykkur einnig vinarkveðju.
23 U groet Gajus, de huiswaard van mij en van de gehele Gemeente. U groet Erastus, de rentmeester der stad, en de broeder Quartus.
Gajus bað mig að skila kveðju til ykkar frá sér. Ég gisti hjá honum og söfnuðurinn kemur saman hér á heimili hans. Erastus, gjaldkeri borgarinnar, biður að heilsa, svo og Kvartus, en hann er bróðir í Kristi.
24 De genade van onzen Heere Jezus Christus zij met u allen. Amen.
Verið þið sæl. Náð Drottins Jesú Krists sé með ykkur öllum.
25 Hem nu, Die machtig is u te bevestigen, naar mijn Evangelie en de prediking van Jezus Christus, naar de openbaring der verborgenheid, die van de tijden der eeuwen verzwegen is geweest; (aiōnios )
Ég fel ykkur Guði, honum sem megnar að styrkja ykkur og staðfesta í trúnni, eins og talað er um í gleðiboðskapnum sem ég flyt. Sá boðskapur er leiðin sem Guð hefur opnað öllum mönnum til hjálpræðis og sem öldum saman hefur legið í þagnargildi. (aiōnios )
26 Maar nu geopenbaard is, en door de profetische Schriften, naar het bevel des eeuwigen Gods, tot gehoorzaamheid des geloofs, onder al de heidenen bekend is gemaakt; (aiōnios )
En nú hefur það gerst samkvæmt skipun Guðs, eins og spámennirnir sögðu fyrir, að þessi boðskapur er fluttur meðal allra þjóða, svo að fólk um víða veröld trúi Kristi og hlýði honum. (aiōnios )
27 Den zelven alleen wijzen God zij door Jezus Christus de heerlijkheid in der eeuwigheid. Amen. (aiōn )
Guði, sem þekkir alla hluti, sé dýrð að eilífu fyrir Drottin Jesú Krist. Amen. (aiōn )