< Titus 1 >
1 Paulus, een dienstknecht Gods, en een apostel van Jezus Christus, naar het geloof der uitverkorenen Gods, en de kennis der waarheid, die naar de godzaligheid is;
Frá Páli, þjóni Guðs og sendiboða Jesú Krists – sendur til að efla trú þeirra sem Guð hefur útvalið og kenna þeim að þekkja sannleika Guðs.
2 In de hoop des eeuwigen levens, welke God, Die niet liegen kan, beloofd heeft, voor de tijden der eeuwen, (aiōnios )
Sannleikur þessi vekur trú á Guð og leiðir til eilífs lífs. Þetta var óhagganleg fyrirætlun hans, áður en heimurinn varð til og það heit er enn í fullu gildi, því að Guð stendur við orð sín. (aiōnios )
3 maar geopenbaard heeft te Zijner tijd; Namelijk Zijn Woord, door de prediking, die mij toebetrouwd is, naar het bevel van God, onze Zaligmaker;
En nú er rétti tíminn kominn, að hans mati, til að birta gleðifréttirnar og flytja þær öllum mönnum. Guð, frelsari okkar, trúði mér fyrir orði sínu og gaf mér skipun um að vinna að þessu verki.
4 aan Titus, mijn oprechten zoon, naar het gemeen geloof: Genade, barmhartigheid, vrede zij u van God den Vader, en den Heere Jezus Christus, onzen Zaligmaker.
Til Títusar, sonar míns í sameiginlegri trú. Guð, faðirinn, og Kristur Jesús, frelsari okkar, blessi þig og veiti þér frið.
5 Om die oorzaak heb ik u te Kreta gelaten, opdat gij, hetgeen nog ontbrak, voorts zoudt te recht brengen, en dat gij van stad tot stad zoudt ouderlingen stellen, gelijk ik u bevolen heb:
Ég skildi þig eftir á Krít, til að gera það sem þurfti til eflingar söfnuðunum þar. Ég bað þig að útnefna presta og leiðtoga í hverri borg – menn sem fylgja fyrirmælum þeim sem ég gaf þér.
6 Indien iemand onberispelijk is, ener vrouwe man, gelovige kinderen hebbende, die niet te beschuldigen zijn van overdadigheid, of ongehoorzaam zijn.
Menn þessir verða að hafa gott orð á sér. Þeir verða að vera góðir eiginmenn og eiga trúuð, hlýðin og siðprúð börn.
7 Want een opziener moet onberispelijk zijn, als een huisverzorger Gods, niet eigenzinnig, niet genegen tot toornigheid, niet genegen tot den wijn, geen smijter, geen vuil-gewinzoeker;
Biskupar verða að vera óaðfinnanlegir, því að þeir eru þjónar Guðs. Þeir mega hvorki vera drambsamir né óþolinmóðir og ekki heldur drykkfelldir, óeirðagjarnir eða sólgnir í peninga.
8 Maar die gaarne herbergt, die de goeden liefheeft, matig, rechtvaardig, heilig, kuis;
Þeir séu gestrisnir og elski allt sem gott er, grandvarir og heiðarlegir. Þeir verða að gæta hófs í hvívetna og hafa hreint hugarfar.
9 Die vasthoudt aan het getrouwe woord, dat naar de leer is, opdat hij machtig zij, beide om te vermanen door de gezonde leer, en om de tegensprekers te wederleggen.
Þeir skulu halda fast við sannleikann, sem þeim var kenndur, svo að þeir geti frætt aðra og hrakið kenningar andstæðinganna.
10 Want er zijn ook vele ongeregelden, ijdelheidsprekers en verleiders van zinnen, inzonderheid die uit de besnijdenis zijn;
Margir neita að hlýða sannleikanum og þar á ég sérstaklega við þá sem segja að kristnir menn verði að hlýða lögum Gyðinga. Sú skoðun er út í hött. Hún hindrar að fólk sjái sannleikann,
11 Welken men moet den mond stoppen, die gehele huizen verkeren, lerende wat niet behoort, om vuil gewins wil.
og þess vegna verður að hrekja hana. Nú þegar hefur heilum fjölskyldum verið snúið frá náð Guðs. Þessir predikarar vilja fyrst og fremst komast yfir peninga fólks.
12 Een uit hen, zijnde hun eigen profeet, heeft gezegd: De Kretensen zijn altijd leugenachtig, kwade beesten, luie buiken.
Maður úr þeirra eigin hópi, predikari frá Krít, hefur sagt um þá: „Þessir Kríteyingar eru allir lygarar! Þeir eru eins og latar skepnur, sem hugsa um það eitt að kýla vömbina!“
13 Deze getuigenis is waar. Daarom bestraf hen scherpelijk, opdat zij gezond mogen zijn in het geloof.
Þetta er vissulega satt og þess vegna skaltu áminna hina kristnu alvarlega, svo að þeir verði heilbrigðir í trúnni,
14 En zich niet begeven tot Joodse fabelen, en geboden der mensen, die hen van de waarheid afkeren.
og hafni þessum gyðingaævintýrum og fyrirmælum þeirra, sem snúið hafa baki við sannleikanum.
15 Alle dingen zijn wel rein den reinen, maar den bevlekten en ongelovigen is geen ding rein, maar beide hun verstand en geweten zijn bevlekt.
Sá sem hefur hreint hjarta sér hið bjarta og góða við alla hluti en sá vantrúaði sér engan mun góðs og ills. Hugarfar hans og samviska er flekkað, eins og hann sjálfur, og mótar allt sem hann sér og heyrir.
16 Zij belijden, dat zij God kennen, maar zij verloochenen Hem met de werken, alzo zij gruwelijk zijn en ongehoorzaam, en tot alle goed werk ongeschikt.
Þeir menn telja sig þekkja Guð, en á líferni þeirra sést að svo er ekki. Hugarfar þeirra er spillt, þeir eru óhlýðnir og koma engu góðu til vegar.