< Psalmen 18 >

1 Voor den opperzangmeester, een psalm van David, den knecht des HEEREN, die de woorden dezes lieds tot den HEERE gesproken heeft, ten dage, als hem de HEERE gered had uit de hand van al zijn vijanden, en uit de hand van Saul. Hij zeide dan: Ik zal U hartelijk liefhebben, HEERE, mijn Sterkte!
Þennan sálm orti Davíð eftir að Drottinn hafði frelsað hann undan óvinum hans, þeirra á meðal Sál konungi. Drottinn – ég elska þig! Þú hefur gert stórkostlega hluti fyrir mig!
2 De HEERE is mijn Steenrots, en mijn Burg, en mijn Uithelper; mijn God, mijn Rots, op Welken ik betrouw; mijn Schild, en de Hoorn mijns heils, mijn Hoog Vertrek.
Drottinn er vígi mitt, þar er ég öruggur. Enginn getur veitt mér eftirför og unnið á mér. Hann er felustaður minn, frelsari og varðborg, kletturinn þar sem enginn getur náð mér! Hann er skjöldur minn. Styrkur hans er eins og uxans sem mundar horn sín í vígahug!
3 Ik riep den HEERE aan, die te prijzen is, en werd verlost van mijn vijanden.
Mér nægir að ákalla hann – lof sé Guði! – og ég frelsast undan öllum óvinum mínum.
4 Banden des doods hadden mij omvangen, en beken Belials verschrikten mij.
Ég var bundinn hlekkjum dauðans og holskeflur óguðlegra risu ógnandi gegn mér.
5 Banden der hel omringden mij, strikken des doods bejegenden mij. (Sheol h7585)
Umkringdur og hjálparvana barðist ég um í netinu sem dró mig niður í djúp dauðans. (Sheol h7585)
6 Als mij bange was, riep ik den HEERE aan, en riep tot mijn God; Hij hoorde mijn stem uit Zijn paleis, en mijn geroep voor Zijn aangezicht kwam in Zijn oren.
Þá hrópaði ég til Drottins. – Hróp mitt náði eyrum hans á himnum!
7 Toen daverde en beefde de aarde, en de gronden der bergen beroerden zich en daverden, omdat Hij ontstoken was.
Þá lyftist jörðin og nötraði og undirstöður fjallanna skulfu vegna bræði hans. Hvílíkur landskjálfti! Já, Drottinn reiddist.
8 Rook ging op van Zijn neus, en een vuur uit Zijn mond verteerde; kolen werden daarvan aangestoken.
Eldsblossar gengu út af munni hans svo að jörðin sviðnaði og reykur streymdi um nasir hans.
9 En Hij boog den hemel, en daalde neder, en donkerheid was onder Zijn voeten.
Hann sveigði himininn og steig niður mér til bjargar! Skýjasorti var undir fótum hans.
10 En Hij voer op een cherub, en vloog; ja, Hij vloog snellijk op de vleugelen des winds.
Hann steig á bak kerúbi og sveif til mín með hraða vindsins.
11 Duisternis zette Hij tot Zijn verberging; rondom Hem was Zijn tent, duisterheid der wateren, wolken des hemels.
Hann skýldi sér með myrkri, leyndi komu sinni með regnsorta og dimmu skýi.
12 Van den glans, die voor Hem was, dreven Zijn wolken daarhenen, hagel en vurige kolen.
En svo birtist hann í skýjunum! Hvílík hátign! Eldingar leiftruðu og haglið dundi!
13 En de HEERE donderde in den hemel, en de Allerhoogste gaf Zijn stem, hagel en vurige kolen.
Himnarnir nötruðu í þrumugný Drottins. Guð allra guða hafði talað!
14 En Hij zond Zijn pijlen uit, en verstrooide ze; en Hij vermenigvuldigde de bliksemen, en verschrikte ze.
Hann sendi út eldingar sínar sem örvar og tvístraði óvinum mínum. Sjá, hvernig þeir flýðu!
15 En de diepe kolken der wateren werden gezien, en de gronden der wereld werden ontdekt, van Uw schelden, o HEERE! van het geblaas des winds van Uw neus.
Þá hljómaði skipun Drottins – og hafið hopaði og það sá í mararbotn!
16 Hij zond van de hoogte, Hij nam mij, Hij trok mij op uit grote wateren.
Þá seildist Drottinn niður frá himnum, greip mig og frelsaði mig úr neyðinni. Hann bjargaði mér úr hyldýpi dauðans.
17 Hij verloste mij van mijn sterken vijand, en van mijn haters, omdat zij machtiger waren dan ik.
Hann frelsaði mig frá ofurafli óvinarins, úr höndum þeirra sem hötuðu mig, því í greipum þeirra mátti ég mín einskis.
18 Zij hadden mij bejegend ten dage mijns ongevals; maar de HEERE was mij tot een Steunsel.
Þeir réðust á mig þegar ég mátti mín einskis, en Drottinn studdi mig.
19 En Hij voerde mij uit in de ruimte, Hij rukte mij uit, want Hij had lust aan mij.
Hann leiddi mig í öruggt skjól, því að hann hefur velþóknun á mér.
20 De HEERE vergold mij naar mijn gerechtigheid, Hij gaf mij weder naar de reinigheid mijner handen.
Drottinn launaði mér réttlæti mitt og hreinleika.
21 Want ik heb des HEEREN wegen gehouden, en ben van mijn God niet goddelooslijk afgegaan.
Því að ég hef hlýtt boðorðum hans og ekki syndgað með því að snúa í hann baki.
22 Want al Zijn rechten waren voor mij, en Zijn inzettingen deed ik niet van mij weg.
Ég gætti lögmáls hans í hvívetna og lítilsvirti enga grein þess.
23 Maar ik was oprecht bij Hem, en ik wachtte mij voor mijn ongerechtigheid.
Ég lagði mig fram við að halda það og forðaðist ranglæti.
24 Zo gaf mij de HEERE weder naar mijn gerechtigheid, naar de reinigheid mijner handen, voor Zijn ogen.
Þess vegna hefur Drottinn launað mér með blessun, því að ég gerði það sem rétt var og gætti hreinleika hjarta míns. Allt þetta þekkti hann, enda vakir hann yfir hverju skrefi mínu.
25 Bij den goedertierene houdt Gij U goedertieren, bij den oprechten man houdt Gij U oprecht.
Drottinn, þú miskunnar þeim sem auðsýna miskunn og ert góður við ráðvanda.
26 Bij den reine houdt Gij U rein, maar bij den verkeerde bewijst Gij U een Worstelaar.
Þú blessar hjartahreina en snýrð þér frá þeim sem yfirgefa þig.
27 Want Gij verlost het bedrukte volk, maar de hoge ogen vernedert Gij.
Þú hlífir hinum hógværu, en ávítar stolta og hrokafulla.
28 Want Gij doet mijn lamp lichten; de HEERE, mijn God, doet mijn duisternis opklaren.
Já, þú lætur lampa minn skína. Drottinn, Guð minn, hefur lýst upp myrkrið sem umlukti mig.
29 Want met U loop ik door een bende, en met mijn God spring ik over een muur.
Með þinni hjálp stekk ég yfir múra og brýt niður borgarveggi óvinarins.
30 Gods weg is volmaakt; de rede des HEEREN is doorlouterd; Hij is een Schild allen, die op Hem betrouwen.
Drottinn, hann er mikill Guð! Fullkominn í öllum hlutum! Orð hans standast öll. Skjöldur er hann öllum þeim sem til hans leita.
31 Want wie is God, behalve de HEERE? En wie is een Rotssteen, dan alleen onze God?
Því hver er hinn sanni Guð nema Drottinn? Og hver er bjargið nema hann?
32 Het is God, die mij met kracht omgordt; en Hij heeft mijn weg volkomen gemaakt.
Hann styrkir mig og verndar hvar sem ég fer.
33 Hij maakt mijn voeten gelijk als der hinden, en Hij stelt mij op mijn hoogten.
Hann gerir fætur mína fima sem geitanna á fjöllunum. Hann tryggir mér fótfestu á hæstu tindum.
34 Hij leert mijn handen ten strijde, zodat een stalen boog met mijn armen verbroken is.
Hann æfir hendur mínar til hernaðar og gerir mér kleift að spenna eirbogann.
35 Ook hebt Gij mij het schild Uws heils gegeven, en Uw rechterhand heeft mij ondersteund, en Uw zachtmoedigheid heeft mij groot gemaakt.
Þú fékkst mér skjöld hjálpræðis þíns. Hægri hönd þín, Drottinn, styður mig, mildi þín hefur gert mig mikinn.
36 Gij hebt mijn voetstap ruim gemaakt onder mij, en mijn enkelen hebben niet gewankeld.
Þú lagðir veg fyrir fætur mína og þar mun ég ekki hrasa.
37 Ik vervolgde mijn vijanden, en trof hen aan; en ik keerde niet weder, totdat ik hen verdaan had.
Ég veitti óvinum mínum eftirför, elti þá uppi og eyddi þeim.
38 Ik doorstak hen, dat zij niet weder konden opstaan; zij vielen onder mijn voeten.
Ég tók þá einn af öðrum – þeir gátu enga vörn sér veitt – allir lágu í valnum að lokum.
39 Want Gij omgorddet mij met kracht ten strijde; Gij deedt onder mij nederbukken, die tegen mij opstonden.
Hjálpin frá þér var eins og brynja í bardaganum. Óvini mína beygðir þú undir mig.
40 En Gij gaaft mij den nek mijner vijanden, en mijn haters, die vernielde ik.
Þú stökktir þeim á flótta og ég eyddi öllum þeim sem ofsóttu mig.
41 Zij riepen, maar er was geen verlosser; tot den HEERE, maar Hij antwoordde hun niet.
Þeir hrópuðu á hjálp, en fengu enga. Þeir æptu til Drottins, en hann ansaði ekki,
42 Toen vergruisde ik hen als stof voor den wind; ik ruimde hen weg als slijk der straten.
en ég muldi þá mélinu smærra og dreifði þeim upp í vindinn. Ég fleygði þeim burt eins og rusli á haug.
43 Gij hebt mij uitgeholpen van de twisten des volks; Gij hebt mij gesteld tot een hoofd der heidenen; het volk, dat ik niet kende, heeft mij gediend.
Þú veittir mér sigur í sérhverri orustu. Þjóðirnar komu og þjónuðu mér. Jafnvel þær sem ég þekkti ekki komu nú og veittu mér lotningu.
44 Zo haast als hun oor van mij hoorde, hebben zij mij gehoorzaamd; vreemden hebben zich mij geveinsdelijk onderworpen.
Útlendingar sem aldrei höfðu mig augum litið lýstu sig reiðubúna til þjónustu.
45 Vreemden zijn vervallen, en hebben gesidderd uit hun sloten.
Skjálfandi stigu þeir niður úr virkjum sínum.
46 De HEERE leeft, en geloofd zij mijn Rotssteen, en verhoogd zij de God mijns heils!
Guð lifir! Lofaður sé hann, klettur hjálpræðis míns.
47 De God, Die mij volkomen wraak geeft, en de volken onder mij brengt;
Hann er sá Guð sem endurgeldur þeim sem ofsækja mig og auðmýkir þjóðir fyrir augum mér.
48 Die mij uithelpt van mijn vijanden; ja, Gij verhoogt mij boven degenen, die tegen mij opstaan; Gij redt mij van den man des gewelds.
Hann frelsar mig frá óvinum mínum. Hann sér til þess að þeir ná ekki til mín og bjargar mér undan öflugum andstæðingum.
49 Daarom zal ik U, o HEERE! loven onder de heidenen; en Uw Naam zal ik psalmzingen;
Fyrir þetta, Drottinn minn, lofa ég þig í áheyrn þjóðanna.
50 Die de verlossingen Zijns konings groot maakt, en goedertierenheid doet aan Zijn gezalfde, aan David en aan zijn zaad tot in eeuwigheid.
Oftsinnis hefur þú frelsað mig – það var kraftaverk í öll skiptin! Þú gerðir mig að konungi, þú hefur elskað mig og auðsýnt mér gæsku og eins muntu gera við afkomendur mína.

< Psalmen 18 >