< Johannes 6 >
1 Na dezen vertrok Jezus over de zee van Galilea, welke is de zee van Tiberias.
Eftir þetta fór Jesús til landsvæðisins hinum megin Galíleuvatnsins, sem kennt er við Tíberías,
2 En Hem volgde een grote schare, omdat zij Zijn tekenen zagen, die Hij deed aan de kranken.
og fylgdi honum gífurlegur mannfjöldi. Margt af þessu fólki var pílagrímar á leið til Jerúsalem á páskahátíðina,
3 En Jezus ging op den berg, en zat aldaar neder met Zijn discipelen.
en það langaði til að sjá Jesú lækna hina sjúku og því fylgdi það honum hvert fótmál.
4 En het pascha, het feest der Joden, was nabij.
Jesús gekk upp á fjallið ásamt lærisveinum sínum og settist, og sá þá að mannfjöldinn var að koma.
5 Jezus dan, de ogen opheffende, en ziende, dat een grote schare tot Hem kwam, zeide tot Filippus: Van waar zullen wij broden kopen, opdat deze eten mogen?
Hann sneri sér að Filippusi og sagði: „Filippus, hvar getum við keypt brauð til að gefa fólkinu að borða?“
6 (Doch dit zeide Hij, hem beproevende; want Hij wist Zelf, wat Hij doen zou.)
(Jesús hafði ákveðið með sjálfum sér hvað hann ætlaði að gera, en með þessu var hann að reyna Filippus.)
7 Filippus antwoordde Hem: Voor tweehonderd penningen brood is voor dezen niet genoeg, opdat een iegelijk van hen een weinig neme.
Filippus svaraði: „Þótt við keyptum ekki nema handa hluta þeirra, mundi það kosta mikla peninga!“
8 Een van Zijn discipelen, namelijk Andreas, de broeder van Simon Petrus, zeide tot Hem:
Þá sagði Andrés, bróðir Símonar Péturs:
9 Hier is een jongsken, dat vijf gerstebroden heeft, en twee visjes; maar wat zijn deze onder zo velen?
„Hér er ungur drengur með fimm byggbrauð og tvo fiska, en það dugar að vísu skammt handa öllum þessum fjölda.“
10 En Jezus zeide: Doet de mensen nederzitten. En er was veel gras in die plaats. Zo zaten dan de mannen neder, omtrent vijf duizend in getal.
„Látið fólkið setjast niður, “sagði Jesús. Þá settist allt fólkið niður í grasigróna brekkuna og voru karlmennirnir einir um fimm þúsund.
11 En Jezus nam de broden, en gedankt hebbende, deelde Hij ze den discipelen, en de discipelen dengenen, die nedergezeten waren; desgelijks ook van de visjes, zoveel zij wilden.
Því næst tók hann brauðin, flutti þakkarbæn og skipti þeim meðal fólksins, og fengu allir eins mikið og þeir vildu.
12 En als zij verzadigd waren, zeide Hij tot Zijn discipelen: Vergadert de overgeschoten brokken, opdat er niets verloren ga.
Þegar allir höfðu borðað nægju sína sagði Jesús: „Tínið nú saman leifarnar svo að ekkert fari til spillis.“
13 Zij vergaderden ze dan, en vulden twaalf korven met brokken van de vijf gerstebroden, welke overgeschoten waren dengenen, die gegeten hadden.
Það var gert og afgangs urðu tólf sneisafullar körfur!
14 De mensen dan, gezien hebbende het teken, dat Jezus gedaan had, zeiden: Deze is waarlijk de Profeet, Die in de wereld komen zou.
Þegar fólkinu varð ljóst hvílíkt kraftaverk hafði gerst hrópaði það: „Hann er áreiðanlega spámaðurinn, sem við höfum beðið eftir!“
15 Jezus dan, wetende, dat zij zouden komen, en Hem met geweld nemen, opdat zij Hem Koning maakten, ontweek wederom op den berg, Hij Zelf alleen.
Þegar Jesús sá að fólkið ætlaði að taka hann með valdi og gera hann að konungi, gekk hann enn hærra upp á fjallið, einn síns liðs.
16 En als het avond geworden was, gingen Zijn discipelen af naar de zee.
Um kvöldið fóru lærisveinarnir niður að vatninu og biðu hans.
17 En in het schip gegaan zijnde, kwamen zij over de zee naar Kapernaum. En het was alrede duister geworden, en Jezus was tot hen niet gekomen.
Þegar myrkrið skall á og Jesús var enn ókominn, stigu þeir í bátinn, héldu út á vatnið og stefndu til Kapernaum.
18 En de zee verhief zich, overmits er een grote wind waaide.
En á leiðinni hvessti skyndilega svo vatnið varð mjög úfið.
19 En als zij omtrent vijf en twintig of dertig stadien gevaren waren, zagen zij Jezus, wandelende op de zee, en komende bij het schip; en zij werden bevreesd.
Þeir höfðu róið um sex kílómetra þegar þeir sáu Jesú koma gangandi í átt til sín. Þeir urðu skelkaðir,
20 Maar Hij zeide tot hen: Ik ben het; zijt niet bevreesd.
en þá kallaði hann til þeirra og sagði: „Verið óhræddir, þetta er ég!“
21 Zij hebben dan Hem gewilliglijk in het schip genomen; en terstond kwam het schip aan het land, daar zij naar toe voeren.
Þeir tóku hann upp í bátinn og um leið sáu þeir að þeir voru komnir þangað sem þeir ætluðu sér.
22 Des anderen daags de schare, die aan de andere zijde der zee stond, ziende, dat aldaar geen ander scheepje was dan dat ene, daar Zijn discipelen ingegaan waren, en dat Jezus met Zijn discipelen in dat scheepje niet was gegaan, maar dat Zijn discipelen alleen weggevaren waren;
Morguninn eftir fór fólkið að safnast saman á ströndinni hinum megin vatnsins (í von um að hitta Jesú), því það vissi að hann hafði komið þangað með lærisveinum sínum, og að lærisveinarnir höfðu síðan farið á sínum bát, en skilið Jesú eftir.
23 (Doch er kwamen andere scheepjes van Tiberias, nabij de plaats, waar zij het brood gegeten hadden, als de Heere gedankt had.)
Þarna voru margir smábátar frá Tíberías.
24 Toen dan de schare zag, dat Jezus aldaar niet was, noch Zijn discipelen, zo gingen zij ook in de schepen, en kwamen te Kapernaum, zoekende Jezus.
Þegar fólkinu varð ljóst að hvorki Jesús né lærisveinar hans voru þar, þá steig það í bátana og fór yfir vatnið til Kapernaum, til að leita hans.
25 En als zij Hem gevonden hadden over de zee, zeiden zij tot Hem: Rabbi, wanneer zijt Gij hier gekomen?
Þegar fólkið kom þangað og fann hann, spurði það: „Herra, hvernig komstu hingað?“
26 Jezus antwoordde hun en zeide: Voorwaar, voorwaar zeg Ik u: gij zoekt Mij, niet omdat gij tekenen gezien hebt, maar omdat gij van de broden gegeten hebt, en verzadigd zijt.
Jesús svaraði: „Ég segi ykkur satt, þið leitið mín vegna þess að ég gaf ykkur að borða, en ekki vegna þess að þið trúið á mig.
27 Werkt niet om de spijs, die vergaat, maar om de spijs, die blijft tot in het eeuwige leven, welke de Zoon des mensen ulieden geven zal; want Dezen heeft God de Vader verzegeld. (aiōnios )
Hugsið ekki um það sem eyðist, eins og til dæmis mat. Leitið heldur eilífa lífsins sem ég, Kristur, get gefið ykkur, og einmitt þess vegna sendi Guð mig hingað.“ (aiōnios )
28 Zij zeiden dan tot Hem: Wat zullen wij doen, opdat wij de werken Gods mogen werken?
„Hvað eigum við þá að gera til að þóknast Guði?“spurði fólkið.
29 Jezus antwoordde en zeide tot hen: Dit is het werk Gods, dat gij gelooft in Hem, Dien Hij gezonden heeft.
„Guðs vilji er að þið trúið þeim sem hann sendi, “svaraði Jesús.
30 Zij zeiden dan tot Hem: Wat teken doet Gij dan, opdat wij het mogen zien, en U geloven? Wat werkt Gij?
„Þá verður þú að sýna okkur fleiri kraftaverk, ef þú vilt að við trúum því að þú sért Kristur, “svaraði fólkið.
31 Onze vaders hebben het Manna gegeten in de woestijn; gelijk geschreven is: Hij gaf hun het brood uit den hemel te eten.
„Gefðu okkur ókeypis brauð á hverjum degi eins og forfeður okkar fengu á leið sinni yfir eyðimörkina. Það stendur í Biblíunni að Móse hafi gefið þeim brauð frá himni.“
32 Jezus dan zeide tot hen: Voorwaar, voorwaar zeg Ik u: Mozes heeft u niet gegeven het brood uit den hemel; maar Mijn Vader geeft u dat ware Brood uit den hemel.
„Það var ekki Móse, sem gaf þeim það, “svaraði Jesús, „heldur faðir minn. En nú vill hann gefa ykkur hið sanna brauð af himni.
33 Want het Brood Gods is Hij, Die uit den hemel nederdaalt, en Die der wereld het leven geeft.
Brauð Guðs er sá sem Guð sendi frá himni og gefur heiminum líf.“
34 Zij zeiden dan tot Hem: Heere, geef ons altijd dit Brood.
„Herra, “sögðu þeir, „gefðu okkur slíkt brauð á hverjum degi!“
35 En Jezus zeide tot hen: Ik ben het Brood des levens; die tot Mij komt, zal geenszins hongeren, en die in Mij gelooft, zal nimmermeer dorsten.
„Ég er brauð lífsins, “svaraði Jesús, „þann mun ekki hungra sem til mín kemur og þann aldrei þyrsta sem á mig trúir.
36 Maar Ik heb u gezegd, dat gij Mij ook gezien hebt, en gij gelooft niet.
Ég segi enn: Vandi ykkar er að þið trúið ekki á mig þótt þið hafið séð mig.
37 Al wat Mij de Vader geeft, zal tot Mij komen; en die tot Mij komt, zal Ik geenszins uitwerpen.
Allir þeir sem faðirinn gefur mér, koma til mín, og þann sem til mín kemur, mun ég alls ekki reka burt.
38 Want Ik ben uit den hemel nedergedaald, niet opdat Ik Mijn wil zou doen, maar den wil Desgenen, Die Mij gezonden heeft.
Ég kom hingað frá himni til að gera vilja Guðs sem sendi mig, en ekki minn eigin vilja.
39 En dit is de wil des Vaders, Die Mij gezonden heeft, dat al wat Hij Mij gegeven heeft, Ik daaruit niet verlieze, maar hetzelve opwekke ten uitersten dage.
Vilji Guðs er sá að ég týni ekki neinum þeirra sem hann hefur gefið mér, heldur veki þá til eilífs lífs á dómsdegi.
40 En dit is de wil Desgenen, Die Mij gezonden heeft, dat een iegelijk, die den Zoon aanschouwt, en in Hem gelooft, het eeuwige leven hebbe; en Ik zal hem opwekken ten uitersten dage. (aiōnios )
Það er vilji föður míns að allir sem sjá soninn og trúa á hann, eignist eilíft líf og að ég reisi þá upp á efsta degi.“ (aiōnios )
41 De Joden dan murmureerden over Hem, omdat Hij gezegd had: Ik ben het Brood, Dat uit den hemel nedergedaald is.
Þegar Gyðingarnir heyrðu hann segja að hann væri brauð frá himni, gagnrýndu þeir hann sín á milli og hrópuðu:
42 En zij zeiden: Is deze niet Jezus, de Zoon van Jozef, Wiens vader en moeder wij kennen? Hoe zegt Deze dan: Ik ben uit den hemel nedergedaald?
„Ha? Hvað á hann við? Þetta er bara hann Jesús Jósefsson! Við þekkjum föður hans og móður. Hvernig getur hann sagt að hann hafi komið niður af himni?“
43 Jezus antwoordde dan, en zeide tot hen: Murmureert niet onder elkander.
„Verið ekki með þennan kurr, “svaraði Jesús.
44 Niemand kan tot Mij komen, tenzij dat de Vader, Die Mij gezonden heeft, hem trekke; en Ik zal hem opwekken ten uitersten dage.
„Enginn getur komið til mín, nema faðirinn, sem sendi mig, leiði hann og á efsta degi mun ég reisa hann upp frá dauðum.
45 Er is geschreven in de profeten: En zij zullen allen van God geleerd zijn. Een iegelijk dan, die het van den Vader gehoord en geleerd heeft, die komt tot Mij.
Svo segir Biblían um þá: „Guð mun sjálfur fræða þá.“Þeir sem hlusta á föðurinn og læra sannleikann hjá honum, munu dragast að mér.
46 Niet dat iemand den Vader gezien heeft, dan Die van God is; Deze heeft den Vader gezien.
Ekki svo að skilja að þeir sjái föðurinn í raun og veru, ég er sá eini sem það hef gert.
47 Voorwaar, voorwaar zeg Ik u: Die in Mij gelooft, heeft het eeuwige leven. (aiōnios )
Ég segi ykkur satt: „Hver sem trúir á mig, mun þegar í stað eignast eilíft líf!“ (aiōnios )
48 Ik ben het Brood des levens.
Ég er brauð lífsins!
49 Uw vaders hebben het Manna gegeten in de woestijn, en zij zijn gestorven.
Það var ekkert líf í brauðinu sem féll af himni og forfeður ykkar átu í eyðimörkinni – þeir dóu allir um síðir.
50 Dit is het Brood, dat uit den hemel nederdaalt, opdat de mens daarvan ete, en niet sterve.
Það er aðeins til eitt himneskt brauð og þeir sem þess neyta munu ekki deyja.
51 Ik ben dat levende Brood, dat uit den hemel nedergedaald is; zo iemand van dit Brood eet, die zal in der eeuwigheid leven. En het Brood, dat Ik geven zal, is Mijn vlees, hetwelk Ik geven zal voor het leven der wereld. (aiōn )
Ég er þetta lifandi brauð, sem kom niður af himni, og sá sem neytir þess mun lifa að eilífu. Þetta brauð er ég sjálfur – hold mitt sem gefið er heiminum til lífs.“ (aiōn )
52 De Joden dan streden onder elkander, zeggende: Hoe kan ons deze Zijn vlees te eten geven?
Þá tóku Gyðingarnir að þrátta sín á milli um það hvað hann ætti við og spurðu: „Hvernig getur þessi maður gefið okkur hold sitt að borða?“
53 Jezus dan zeide tot hen: Voorwaar, voorwaar zeg Ik ulieden: Tenzij dat gij het vlees des Zoons des mensen eet, en Zijn bloed drinkt, zo hebt gij geen leven in uzelven.
Jesús sagði því aftur: „Ég segi ykkur satt og legg á það áherslu: Þið getið ekki átt eilíft líf í ykkur, nema þið etið hold Krists og drekkið blóð hans.
54 Die Mijn vlees eet, en Mijn bloed drinkt, die heeft het eeuwige leven; en Ik zal hem opwekken ten uitersten dage. (aiōnios )
Sá sem etur hold mitt og drekkur blóð mitt hefur eilíft líf, og ég mun vekja hann upp á efsta degi. (aiōnios )
55 Want Mijn vlees is waarlijk Spijs, en Mijn bloed is waarlijk Drank.
Hold mitt er sönn fæða og blóð mitt sannur drykkur.
56 Die Mijn vlees eet, en Mijn bloed drinkt, die blijft in Mij, en Ik in hem.
Hver sem etur hold mitt og drekkur blóð mitt, er í mér og ég í honum.
57 Gelijkerwijs Mij de levende Vader gezonden heeft, en Ik leve door den Vader; alzo die Mij eet, dezelve zal leven door Mij.
Ég lifi í krafti föðurins, hans sem lifir, og á sama hátt munu þeir lifa sem hlutdeild eiga í mér.
58 Dit is het Brood, dat uit den hemel nedergedaald is; niet gelijk uw vaders het Manna gegeten hebben, en zijn gestorven. Die dit Brood eet, zal in der eeuwigheid leven. (aiōn )
Ég er hið sanna brauð sem kom niður af himni og hver sem etur þetta brauð, mun lifa að eilífu en ekki deyja eins og forfeður ykkar, sem átu brauð frá himni.“ (aiōn )
59 Deze dingen zeide Hij in de synagoge, lerende te Kapernaum.
Þessa ræðu hélt Jesús í samkomuhúsinu í Kapernaum.
60 Velen dan van Zijn discipelen, dit horende, zeiden: Deze rede is hard; wie kan dezelve horen?
Þá sögðu sumir lærisveina hans: „Þetta var hörð ræða! Hver getur hlýtt á annað eins?“
61 Jezus nu, wetende bij Zichzelven, dat Zijn discipelen daarover murmureerden, zeide tot hen: Ergert ulieden dit?
Jesús vissi með sjálfum sér að lærisveinarnir voru óánægðir og sagði því við þá: „Hneykslar þetta ykkur?
62 Wat zou het dan zijn, zo gij den Zoon des mensen zaagt opvaren, daar Hij te voren was?
Hvað mynduð þið segja ef þið sæjuð mig, Krist, fara aftur til himins?
63 De Geest is het, Die levend maakt; het vlees is niet nut. De woorden, die Ik tot u spreek, zijn geest en zijn leven.
Það er aðeins heilagur andi sem getur lokið þessu upp fyrir ykkur, þið getið aldrei skilið það af eigin mætti. Nú hef ég sagt ykkur hvernig þið getið eignast þetta sanna líf,
64 Maar er zijn sommigen van ulieden, die niet geloven. Want Jezus wist van den beginne, wie zij waren, die niet geloofden, en wie hij was, die Hem verraden zou.
en sumir ykkar trúa mér samt ekki.“(Jesús vissi frá byrjun hverjir það voru sem ekki trúðu, og hann vissi einnig hver mundi svíkja hann.)
65 En Hij zeide: Daarom heb Ik u gezegd, dat niemand tot Mij komen kan, tenzij dat het hem gegeven zij van Mijn Vader.
Hann bætti við og sagði: „Þetta átti ég við þegar ég sagði að enginn gæti komið til mín nema faðirinn leiddi hann til mín.“
66 Van toen af gingen velen Zijner discipelen terug, en wandelden niet meer met Hem.
Eftir þessi orð Jesú, fóru margir lærisveina hans frá honum fyrir fullt og allt.
67 Jezus dan zeide tot de twaalven: Wilt gijlieden ook niet weggaan?
Jesús sagði þá við þá tólf: „En þið, ætlið þið líka að fara?“
68 Simon Petrus dan antwoordde Hem: Heere, tot Wien zullen wij heengaan? Gij hebt de woorden des eeuwigen levens. (aiōnios )
Símon varð fyrir svörum: „Meistari, hvert ættum við að fara? Þú ert sá eini sem hefur orð eilífs lífs, (aiōnios )
69 En wij hebben geloofd en bekend, dat Gij zijt de Christus, de Zoon des levenden Gods.
við trúum þér og vitum að þú ert hinn heilagi sonur Guðs.“
70 Jezus antwoordde hun: Heb Ik niet u twaalf uitverkoren? En een uit u is een duivel.
Þá sagði Jesús: „Ég útvaldi ykkur tólf, en einn ykkar er djöfull.“
71 En Hij zeide dit van Judas, Simons zoon, Iskariot; want deze zou Hem verraden, zijnde een van de twaalven.
Hér átti hann við Júdas, son Símonar Ískaríot, einn þeirra tólf, en sá varð síðar til þess að svíkja hann.