< Salme 79 >
1 (En Salme af Asaf.) Hedninger er trængt ind i din arvelod, Gud de har besmittet dit hellige Tempel og gjort Jerusalem til en Stenhob;
Guð, – hefur þú ekki heyrt: Heiðingjarnir hafa ráðist inn í land þitt! Musterið hefur verið saurgað og Jerúsalem er rjúkandi rúst!
2 de har givet Himlens Fugle dine Tjeneres Lig til Æde, Jordens vilde Dyr dine frommes Kød;
Lík þinna manna liggja á bersvæði og eru fæða hræfugla og villidýra!
3 deres Blod har de udøst som Vand omkring Jerusalem, ingen jorder dem;
Óvinirnir hafa stráfellt íbúa Jerúsalem, svo að allt flýtur í blóði. Enginn er eftir til að grafa hina föllnu.
4 vore Naboer er vi til Hån, vore Grander til Spot og Spe.
Nágrannaþjóðirnar hæða okkur og spotta og ausa svívirðingum.
5 Hvor længe vredes du, HERRE - for evigt? hvor længe skal din Nidkærhed lue som Ild?
Drottinn, hversu lengi ætlar þú að vera okkur reiður? Að eilífu? Á vandlæti þitt að brenna þar til öll von er úti?!
6 Udøs din Vrede på Folk, der ikke kender dig, på Riger, som ikke påkalder dit Navn;
Úthelltu heldur reiði þinni yfir guðlausu þjóðirnar, ekki okkur! Já, yfir konungsríkin sem ekki ákalla nafn þitt.
7 thi de har opædt Jakob og lagt hans Bolig øde.
Það eru þau sem hafa útrýmt þjóð þinni og ráðist inn á hvert heimili.
8 Tilregn os ikke Fædrenes Brøde, lad din Barmhjertighed komme os snarlig i Møde, thi vi er såre ringe,
Við biðjum þig: Láttu okkur ekki gjalda löngu drýgðra synda forfeðranna! Miskunnaðu þig yfir eymd okkar, því að við höfum verið troðnir niður í svaðið!
9 Hjælp os, vor Frelses Gud, for dit Navns Æres Skyld, fri os, forlad vore Synder for dit Navns Skyld!
Hjálpaðu okkur, því að þú ert frelsari okkar! Hjálpaðu okkur, vegna þíns eigin orðstírs! Frelsaðu okkur og fyrirgefðu okkur syndirnar.
10 Hvorfor skal Hedninger sige: "Hvor er deres Gud?" Lad dine Tjeneres udgydt Blod blive hævnet på Hedningerne for vore Øjne!
Hvers vegna fá heiðnu þjóðirnar að hæða okkur og segja: „Hvar er þessi Guð ykkar?!“Hefndu ófara lýðs þíns svo að eftir verði tekið!
11 Lad de fangnes Suk nå hen for dit Åsyn, udløs Dødens Børn efter din Arms Vælde,
Hlustaðu á stunur fanganna og hinna dauðadæmdu. Sýndu mátt þinn og frelsaðu þá.
12 lad syvfold Gengæld ramme vore Naboer for Hånen, de viser dig, Herre!
Drottinn, láttu þá fá sjöfalt endurgjald, þessar þjóðir sem hæða þig og spotta!
13 Men vi dit Folk og den Hjord, du røgter, vi vil evindelig takke dig, forkynde din Pris fra Slægt til Slægt!
Þá munum við, þjóð þín og gæsluhjörð, lofa þig að eilífu og þakka mikilleika þinn frá kynslóð til kynslóðar.